Kampavín í tísku á Íslandi

Þríeykið sem eru nýju eigendurnir af Kampavínsfjélaginu, Jóhanna Húnfjörð, Styrmir …
Þríeykið sem eru nýju eigendurnir af Kampavínsfjélaginu, Jóhanna Húnfjörð, Styrmir Bjarki Smárason og Hrefna Sætran. mbl.is/Eyþór Árnason

Nýir eig­end­ur hafa tekið við Kampa­víns­fjelag­inu og horfa björt­um aug­um til framtíðar­inn­ar. Þríeykið, Jó­hanna Hún­fjörð, Hrefna Sætr­an og Styrm­ir Bjarki Smára­son, eru nýju eig­end­urn­ir og keyptu fé­lagið af Stefáni Ein­ar Stef­áns­syni fjöl­miðlamanni sem stofnaði Kampa­víns­fjelagið & co ehf. árið 2020. Fé­lagið flyt­ur inn vín auk þess að standa fyr­ir kynn­ing­um á vín­um og viðburðum þar sem vín­in spila aðal­hlut­verkið.

Hrefna er lands­mönn­um vel kunn­ug en hún er veit­inga­húsa­eig­andi, mat­reiðslu­meist­ari, hef­ur gefið út mat­reiðslu­bæk­ur og verið í sjón­varpi. Nýj­asta hlut­verk henn­ar er að vera kampa­víns­inn­flytj­andi. Styrm­ir er einnig veit­inga­húsa­eig­andi og vínþjónn og Jó­hanna fram­reiðslumaður og kampa­víns­inn­flytj­andi, líkt og meðeig­end­ur henn­ar. Sam­an eiga þau og reka veit­ingastaðinn Fisk­markaðinn og Uppi bar.

Hrefna Sætran stjörnukokkur er landsmönnum vel kunnug, en hún er …
Hrefna Sætr­an stjörnu­kokk­ur er lands­mönn­um vel kunn­ug, en hún er veit­inga­hús­eig­andi, mat­reiðslu­meist­ari, upp­skrifta­höf­und­ur og hef­ur gefið út nokkr­ar mat­reiðslu­bæk­ur. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Skyggn­ast í heim vín­hús­anna

Íslend­ing­ar eru sólgn­ir í kampa­vín miðað við þann áhuga sem hef­ur sést á kampa­víni und­an­far­in ár og má tala um ákveðna vit­und­ar­vakn­ingu í þeim efn­um. Fólk er farið að kynna sér vín­in bet­ur og aðsókn í Kampa­vín­fjelagið hef­ur verið afar góð. Fé­lag­ar hafa fengið fræðslu um vín­in og skyggnst í heim vín­hús­anna sem öll eiga sína á leynd­ar­dóma um fram­reiðsluna.

Þríeykið er stór­huga um næstu skref fé­lags­ins og ætl­ar að bjóða upp á fjöl­breytta dag­skrá á nýju ári. Fyrsti viðburður­inn er framund­an á fimmtu­dag­inn, 16. janú­ar næst­kom­andi, og þá verður skálað í kampa­víni fyr­ir nýju ári.

Hver er til­urð þess að þið ákváðuð að fjár­festa og taka við Kampa­vín­fjelag­inu af Stefáni Ein­ari?

„Við höf­um verið að kaupa vín­in af hon­um fyr­ir Fisk­markaðinn og Uppi frá því hann byrjaði að flytja þau inn. Hann hef­ur haldið nokkra viðburði á stöðunum okk­ar og við fengið tæki­færi á að kynn­ast vel þeim fram­leiðend­um sem voru komn­ir inn í Kampa­víns­fjelagið. 

Frá­bær vín og hágæða vör­ur þarna á ferð svo þegar það kom til að taka við rekstr­in­um þá var þetta auðvelt, já,“ seg­ir Hrefna og bros­ir.

„Það er akkúrat það sem við vilj­um standa fyr­ir og höf­um gert í gegn­um árin. Að bjóða upp á hágæða vör­ur á veit­ingastaðnum Fisk­markaðnum og vín­barn­um Uppi og svo núna fyr­ir fólk að njóta þeirra heima, bjóða upp á fjöl­breytta viðburði og veisl­ur.“

Saga kampa­víns­ins heill­andi

Hafið þið mikla ástríðu fyr­ir kampa­víni og sögu þess?

„Já, mjög mikla ástríðu og það var það sem leiddi okk­ur Stefán Ein­ar sam­an. Ég hef mik­inn áhuga á víni og góða þekk­ingu. Mjög gott að geta unnið við áhuga­málið sitt og deilt því með öðrum,“ seg­ir Styrm­ir og bæt­ir við að hon­um þyki sag­an bak við kampa­vín afar heill­andi.

„Og líka vinn­an bak við hvernig kampa­vínið er búið til. Oft fara rosa­leg­ar lengd­ir í fram­leiðslu á kampa­víni. Seinni gerj­un­in verður að ger­ast í flösk­unni til að geta kallað það kampa­vín. Geri og sykri er svo bætt út í kampa­vínið og það þarf að liggja í flösk­unni í 15 mánuði. Mik­il fræði eru á bak við allt ferlið. Búbblurn­ar eru svo fín­ar í al­vöru kampa­víni sem er mjög aðlaðandi.“

Styrmir Bjarki Smárason er meðeigandi Hrefnu að Fiskmarkaðinum og Uppi …
Styrm­ir Bjarki Smára­son er meðeig­andi Hrefnu að Fisk­markaðinum og Uppi ber, lærður vínþjónn. Hann heillaðist af kampa­vín­inu sem Kampa­vín­fjelagið var að bjóða upp. mbl.is/​Eyþór

Hvað eru vín­hús­in mörg sem þið eruð í sam­starfi við?

„Við erum í sam­starfi við fimmtán framúrsk­ar­andi vín­hús í Frakklandi, Ítal­íu, Þýskalandi og Aust­ur­ríki og fleiri munu koma á næstu mánuðum og árum. Við erum líka með hvít­vín, freyðivín, rauðvín og sake. Allt þekkt og eft­ir­sótt vörumerki,“ seg­ir Jó­hanna og bæt­ir við að þau séu ávallt með aug­un opin fyr­ir nýj­um vín­hús­um.

Eru kampa­vín­in sem þið flytjið inn í boði á veit­inga­stöðunum ykk­ar, Fisk­markaðinum og Uppi bar?

„Já, þau hafa verið það í mörg ár. Staðirn­ir okk­ar hafa ávallt haft fókus á góðu úr­vali af víni sem Kampa­víns­fjelagið hef­ur alltaf haft. Við kaup­um líka af öðrum birgj­um þær vör­ur sem passa inn hjá okk­ur. Það skipt­ir okk­ur mestu máli að bjóða upp á gott hrá­efni fyr­ir okk­ar gesti,“ seg­ir Jó­hanna enn­frem­ur.

Jóhanna Húnfjörð er framreiðslumaður og veit fátt skemmtilegra en að …
Jó­hanna Hún­fjörð er fram­reiðslumaður og veit fátt skemmti­legra en að dekra við gest­ina með hágæða drykkj­um. mbl.is/​Eyþór

Nýja árið rís­andi og spenn­andi tím­ar framund­an

Eru breyt­ing­ar fyr­ir­hugaðar á starf­sem­inni eft­ir að þið tókuð við?

„Það verða í raun ekki mikl­ar breyt­ing­ar á starf­sem­inni í sjálfu sér, en auðvitað erum við með skemmti­leg­ar hug­mynd­ir og plön til að gera klúbb­inn sem Kampa­víns­fjelagið held­ur utan um ennþá betri. Við vilj­um auka vöru­úr­val, veita framúrsk­ar­andi þjón­ustu og halda vel utan um klúbb­inn okk­ar og búa til skemmti­leg­ar upp­lif­an­ir og minn­ing­ar sam­an. Við erum stolt af nýju heimasíðunni okk­ar sem ber heitið kampa­vins­fjelagid sem við mæl­um með að fólk skoði vel sem hef­ur áhuga,“ seg­ir Jó­hanna sem er orðin mjög spennt fyr­ir kom­andi tím­um.

Hvernig sjáið þið árið fyr­ir ykk­ur?

„Rís­andi myndi ég segja. Við öll þrjú höf­um svo mikla ástríðu fyr­ir því sem við erum að gera og stönd­um fyr­ir. Með þessu tæki­færi get­um við eflt okk­ur enn frek­ar og gert fleiri spenn­andi hluti sem okk­ar viðskipta­vin­ir fá að njóta,“ seg­ir Styrm­ir.

„Það verða áhuga­verðir viðburðir í boði hjá okk­ur og enn fleiri en hafa verið síðustu ár. Við mun­um halda sama sniði á mörgu og þar mun Stefán Ein­ar vera okk­ur inn­an hand­ar áfram en einnig mun­um við kynna nýj­ung­ar. Þar má nefna opn­ar vín­kynn­ing­ar, sam­starf við fleiri veit­ingastaði í borg­inni og á lands­byggðinni. Fleiri leynd­ar­dóm­ar um starf­sem­ina eiga eft­ir að líta dags­ins ljós,“ bæt­ir Jó­hanna við.

Hvernig ger­ist maður meðlim­ur í kampa­víns­fjelag­inu?

„Við ákváðum að vera með há­mark af meðlim­um í klúbbn­um svo all­ir fengju það pláss sem þeir eiga skilið og góða at­hygli en við bætt­um við nokkr­um pláss­um um ára­mót­in svo það eru nokk­ur laus pláss í augna­blik­inu. Það er hægt er að nálg­ast all­ar upp­lýs­ing­ar um dag­skrána og skrán­ingu inni á heimasíðunni okk­ar,“ seg­ir Jó­hanna.

Ekki bara kampa­vín

Þríeykið horf­ir björt­um aug­um á framtíðina og finn­ur mikið fyr­ir áhuga fólks á kampa­víni.

„Við sjá­um það að eft­ir­spurn­in eft­ir kampa­víni verður meiri með hverju ári og það má í raun segja að kampa­vín sé í tísku. En Kampa­víns­fjelagið flyt­ur ekki ein­ung­is inn kampa­vín held­ur einnig gæðavín frá hvít­víns- og rauðvíns­fram­leiðend­um. Við erum þegar kom­in með nýj­an fram­leiðanda í sigtið sem kem­ur vænt­an­lega í fe­brú­ar sem er mjög áhuga­vert. Svo eru nokkr­ir á lista sem munu detta inn á næst­unni,“ seg­ir Styrm­ir.

Aðspurð seg­ir Hrefna að fyrsti viðburður­inn sé hand­an við hornið. „Fyrsti viðburður árs­ins hjá meðlim­um verður hald­inn á fimmtu­dag­inn, eins og áður hef­ur komið fram,en hann verður á veit­ingastaðnum Mon­keys svo það er ekki seinna vænna en að skrá sig í fjelagið strax í dag,“ seg­ir Hrefna að lok­um með sínu geislandi brosi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert