Einföld og fljótgerð kjúklingabaka

Mexíkósk kjúklingabaka sem allir geta gert og yngri kynslóðin elskar.
Mexíkósk kjúklingabaka sem allir geta gert og yngri kynslóðin elskar. Ljósmynd/Svava Gunnarsdóttir

Þessi kjúk­linga­baka er ómót­stæðilega góð og það er of­ur­ein­falt að gera hana. Svona rétt­ir slá gjarn­an í gegn hjá yngri kyn­slóðinni og það er upp­lagt að leyfa börn­un­um að taka þátt í mat­seld­inni. Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Svövu Gunn­ars­dótt­ur hjá Ljúf­meti og lekk­er­heit en hún á gott safn af girni­leg­um upp­skrift­um sem njóta sín enn í dag.

Gott er að bera bökuna fram með góðu salati, nachos, …
Gott er að bera bök­una fram með góðu sal­ati, nachos, sýrðum rjóma og guaca­mole. Ljós­mynd/​Svava Gunn­ars­dótt­ir

Einföld og fljótgerð kjúklingabaka

Vista Prenta

Mexí­kósk kjúk­linga­baka

Botn

  • 3 dl hveiti
  • 100 g smjör
  • 2 msk. vatn

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 225°C.
  2. Blandið hrá­efn­inu í botn­inn sam­an þannig að það mynd­ar deig­klump.
  3. Fletjið hann út og fyllið út í böku­mót eða venju­legt köku­form.
  4. For­bakið í um það bil 10 mín­út­ur.
  5. Gerið næst fyll­ing­una.

Fyll­ing

  1. 3 kjúk­linga­bring­ur
  2. 1 lauk­ur, hakkaður
  3. nokkr­ir niður­skorn­ir svepp­ir, má sleppa
  4. 1 rauð paprika, skor­in smátt
  5. 150 g rjóma­ost­ur
  6. ½ dós chun­ky salsa
  7. 3 dl rif­inn ost­ur

Aðferð:

  1. Bræðið smjör á pönnu og mýkið lauk­inn, svepp­ina og paprik­una við miðlungs­há­an hita. Á meðan pass­ar vel að skera kjúk­linga­bring­urn­ar í miðlungs­stóra bita.
  2. Takið græn­metið af pönn­unni þegar það er til­búið og steikið kjúk­linga­bit­ana upp úr smjöri.
  3. Bætið græn­met­inu aft­ur á pönn­una ásamt rjóma­ost­in­um og salsasós­unni og leyfið að malla sam­an um stund.
  4. Setjið fyll­ing­una í for­bakaðan botn­inn og stráið rifn­um osti yfir.
  5. Bakið þar til ost­ur­inn er bráðinn og kom­inn með fal­leg­an lit.
  6. Berið fram með góðu sal­ati, nachos, sýrðum rjóma og guaca­mole.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert