Lucas og Leifur framlengja samstarfið á Hnoss Bistro

Lucas Keller fyrrum eigandi hins rómaða Coocoo's Nest á Grandanum …
Lucas Keller fyrrum eigandi hins rómaða Coocoo's Nest á Grandanum og Leifur Kolbeinsson á La Primavera ætla að halda áfram að bjóða upp á hinn rómaða bröns á Hnoss. Ljósmynd/Aðsend

Á haust­mánuðum leiddu þeir Lucas Kell­er, fyrr­um eig­andi hins rómaða Coocoo's Nest á Grand­an­um og Leif­ur Kol­beins­son á La Prima­vera, sam­an hesta sína og settu sam­an glæ­nýj­an bröns á Hnoss Bistro á jarðhæð Hörpu. Bröns­inn var í hlaðborðsformi og und­ir sterk­um áhrif­um frá gamla Cocoo’s Nest og var sam­starfs­verk­efnið nefnt Coocoo’s Nest „Bröns take over“ á Hnoss.

Bröns­inn rómaði held­ur áfram vegna fjölda áskor­ana

Lucas og Leif­ur sáu fyr­ir sér að keyra bröns­inn í nokkr­ar vik­ur sem eins kon­ar pop-up verk­efni en óraði ekki fyr­ir viðtök­un­um. Það er skemmst frá því að segja að sæl­ker­ar þessa lands tóku fram­tak­inu opn­um örm­um og hafa síðan í haust fjöl­mennt á Hnoss Bistro í Hörpu all­ar helg­ar og notið lystisemd­anna sem þess­ir töframenn settu sam­an.

Þessi réttur með „Egg Benedict“ nýtur mikilla vinsælda og er …
Þessi rétt­ur með „Egg Benedict“ nýt­ur mik­illa vin­sælda og er bor­inn með gráðostasósu. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það er því gleðiefni að segja frá því að við Lucas höf­um ákveðið að fram­lengja sam­starfið í ljósi fjölda áskor­ana og þess­ara frá­bæru viðbragða sem við höf­um fundið und­an­far­in miss­eri. Coocoo’s Nest „bröns take over“ mun því halda áfram á Hnoss Bistro í Hörpu um óákveðinn tíma, seg­ir Leif­ur glaðbeitt­ur.

Gim­steinn í veit­inga­flór­unni sem gleym­ist seint

Coocoo’s Nest í gömlu ver­búðunum á Granda var rek­inn við rómaðan orðstír í 10 ár og eft­ir að hann lokaði hafa fasta­gest­ir staðar­ins stöðugt kallað eft­ir end­ur­komu í ein­hverju formi.

Mat­seld­in á Coocoo’s Nest hitti ís­lenska sæl­kera beint í hjart­astað enda hef­ur sjálf­bærni og hrá­efna­gæði verið leiðarljósið hjá ástríðukokkn­um Lucasi Kell­er. Hann hef­ur unnið til verðlauna fyr­ir súr­deigs­brauðin sín og var helgar­bröns­inn á Coocoo’s einn sá allra vin­sæl­asti öll árin sem staður­inn var op­inn.

Lucas hefur unnið til verðlauna fyrir súrdeigsbrauðin sín og var …
Lucas hef­ur unnið til verðlauna fyr­ir súr­deigs­brauðin sín og var helgar­bröns­inn á Coocoo’s einn sá allra vin­sæl­asti öll árin sem staður­inn var op­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Bröns­inn verður sem fyrr op­inn á milli klukk­an 11.30 og 14.30 alla laug­ar­daga og sunnu­daga. Borðabók­an­ir fara fram á vefsíðu Hnoss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert