Skellt í lás hjá 2Guys í Vesturbænum

Hamborgarastaðnum 2Guys hefur verið lokað á Ægisíðu.
Hamborgarastaðnum 2Guys hefur verið lokað á Ægisíðu. mbl.is/Árni Sæberg

Eig­end­ur ham­borg­arastaðar­ins 2Guys hafa ákveðið að loka úti­búi sínu við Ægisíðu í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Fram kem­ur á Face­book-síðu staðar­ins að lok­un­in sé af „óviðráðan­leg­um ástæðum“ en það er ekki út­skýrt frek­ar. Viðskipta­vin­ir hafa komið að lokuðum dyr­um síðustu daga.

Staður­inn á Ægisíðu var ekki lang­líf­ur því ekki er ár síðan hann var opnaður með pompi og prakt. Áfram verða tveir 2Guys-staðir í rekstri; sá upp­runa­legi við Hlemm­torg og ann­ar í Gnoðavogi.

„Frá því að við opnuðum dyrn­ar á Lauga­vegi hafa Íslend­ing­ar kvartað yfir því að þeir eigi enga leið niður í bæ, nema til að koma á 2Guys, og að aðgengi þar sé lé­legt. Erfitt sá að fá bíla­stæði og um­ferðin hræðileg. Þar sem um skyndi­bita er að ræða og bú­andi við það á Íslandi þar sem það er leiðin­legt veður 9 níu mánuði árs­ins þá vilj­um við geta lagt­fyr­ir utan, labbað inn, borða og notið inn­an við 30 mín­útur. Þegar mér bauðst að opna í Gnoðar­vogi og á Ægissíðu var ein­fald­lega ekki hægt að sleppa tæki­fær­inu,“ sagði eig­and­inn Hjalti Vign­isson í viðtali við mbl.is þegar staður­inn á Ægisíðu var opnaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert