Innkalla Chili-jarðhnetur frá Hamingju

Nathan & Olsen hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum …
Nathan & Olsen hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Chili-jarðhnetur frá Til hamingju. Ljósmynd/Aðsend

Nath­an & Ol­sen, að höfðu sam­ráði við Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur, hef­ur stöðvað sölu og innkallað frá neyt­end­um Chili-jarðhnet­ur frá Til ham­ingju.

Ástæða inn­köll­un­ar er að var­an inni­held­ur of­næm­is- eða óþolsvald, soja, sem ekki er til­greind­ur á umbúðum.

Hver er hætt­an?

Neysla vör­unn­ar get­ur verið vara­söm fyr­ir ein­stak­linga sem eru með of­næmi eða óþol fyr­ir soja og afurðum úr því.

Upp­lýs­ing­ar um vöru sem inn­köll­un­in ein­skorðast við eru eft­ir­far­andi:

Vörumerki: Til ham­ingju

Vöru­heiti: Chili jarðhnet­ur

Geymsluþol: Best fyr­ir: 28.02.25, 22.07.25 og 25.09.25

Strika­merki: 569059092495

Net­tó­magn: 150 g

Fram­leiðandi: Nath­an & Ol­sen, Kletta­görðum 19, 104 Reykja­vík

Fram­leiðslu­land: Ísland

Vör­unni hef­ur verið dreift í eft­ir­far­andi versl­an­ir um land allt, Hag­kaup, Versl­un­in Blóm­st­ur­vell­ir, Versl­un­in Ein­ar Ólafs­son, Pét­urs­búð, Fjarðarbúðin, Fjarðar­kaup, Frí­höfn­ina, Heim­kaup, Hjá Jó­hönnu, Hlíðar­kaup, Jónsa­búð, K.f. V-Hún­vetn­inga, Lyfja­búrið, Mela­búðin, Skerja­kolla, Skál­inn Þor­láks­höfn, Smáalind, Versl­un­in Álf­heim­ar, Versl­un­in Árborg, Versl­un­in Ásbyrgi og Versl­un­in Kass­inn.

Leiðbein­ing­ar til neyt­enda

Neyt­end­ur sem keypt hafa um­rædda vöru og eru með of­næmi eða óþol fyr­ir soja og afurðum úr því eru beðnir um að neyta henn­ar ekki og farga en einnig geta þeir skilað henni til Nath­an & Ol­sen.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um inn­köll­un eru gefn­ar upp hjá þjón­ustu­veri Nath­an & Ol­sen í síma 530 8400 eða hjá Sig­ríði Erlu Markús­dótt­ur, gæðastjóra, í gegn­um net­fangið sigridur.markus­dott­ir@1912.is.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert