Kínóa- og kasjúhnetusalat sem rífur í uppáhalds hjá Jönu

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, hefur mikið dálæti af …
Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, hefur mikið dálæti af bragðgóðum og matarmiklum salötum. Samsett mynd

Kristjana Stein­gríms­dótt­ir, alla jafna kölluð Jana, heilsu­kokk­ur­inn og upp­skrifta­höf­und­ur hef­ur mikið dá­læti af bragðgóðum og mat­ar­mikl­um salöt­um. Þetta sal­at er eitt af henn­ar upp­á­halds, með kínóa, eda­ma­mebaun­um, kasjúhnet­um, kryd­d­jurt­um sem rífa í og fleira góðgæti.

Hollustan í fyrirrúmi þegar grænmetið er tekið saman sem fer …
Holl­ust­an í fyr­ir­rúmi þegar græn­metið er tekið sam­an sem fer í sal­atið. Ljós­mynd/​Kristjana Stein­gríms­dótt­ir

Sal­atið er ómót­stæðilega gott og mat­ar­mikið eitt og sér en líka ótrú­lega ljúf­fengt með grilluðum kjúk­ling.

Kínóa- og kasjúhnetusalat sem rífur í uppáhalds hjá Jönu

Vista Prenta

Kínóa- og kasjúhnetu­sal­at

  • 2 boll­ar soðið kínóa
  • 1 bolli af eda­mame-baun­um ( Jana not­ar frosn­ar og læt­ur þær þiðna í heitu vatni)
  • 1 - 2 boll­ar gul­ræt­ur, skorn­ar í þunna strimla með mandolíni
  • 1 bolli ag­úrkusneiðar, skorn­ar í tvennt
  • 1 bolli þunnt rifið rauðkál
  • ¼ bolli þunnt sneidd­ur rauðlauk­ur
  • ½ bolli saxað ferskt kórí­and­er
  • ¼ bolli söxuð fersk mynta
  • blanda af sprett­um og vor­lauk
  • Rif­inn börk­ur af sítr­ónu
  • 1 pk. af kasjúhnet­um ristuðum með chili

Sal­at­dress­ing

  • 1/​2 bolli hnetu­smjör
  • 3-4 msk. hrís­grjóna­e­dik
  • 1 ½ msk. fersk­ur límónusafi
  • 4 msk. vatn, meira ef þið viljið þynnri sósu
  • 2 msk. sojasósa eða tam­ari-sósa
  • 1 msk. akasíu­hun­ang
  • ½ - 1 msk. rifið ferskt engi­fer
  • 1/​3 tsk. chili flög­ur eða eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Hrærið allt sam­an sem á að fara í dress­ing­una í skál og notið það magn af vatni eins og ykk­ur finnst passa. Þið getið valið hvort þið viljið að dress­ing­in á að vera þunn eða þykk.
  2. Sjóðið kínóað sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakk­an­um og kælið.
  3. Skerið allt fyr­ir sal­atið og setjið í stóra skál, hellið dress­ing­unni og ristuðu kasjúhnet­un­um yfir og blandið vel sam­an.
  4. Berið fal­lega fram eitt og sér eða meðlæti með því sem hug­ur­inn girn­ist.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert