Aðalsteinn Leifsson matgæðingur og fyrrverandi ríkissáttasemjari átti uppskriftina að vinsælasta grænmetisrétti ársins 2024. Yfirskrift réttarins er einfaldlega „Buttery Chicken, með engu butter og engum chicken“. Þennan rétt er vert að prófa.
Hann hefur brennandi áhuga á eldamennsku og bakstri og er iðinn við að elda sterka rétti sem kitla bragðlaukana. Hann hefur líka mikinn áhuga á menningarsögu matar og safnar uppskriftum sem hafa pólitíska þýðingu sem er einstaklega skemmtilegt.
Aðalsteinn gaf kost á sér í pólitíkina fyrir Alþingiskosningarnar fyrir jól og situr þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður. Sáralitlu munaði að hann kæmist inn á þing en hann er fyrsti varamaður Viðreisnar í sínu kjördæmi.