Krónan hlýtur íslensku ánægjuvogina áttunda árið í röð

Starfsfólkið á skrifstofu Krónunnar fögnuðu viðurkenningunni saman.
Starfsfólkið á skrifstofu Krónunnar fögnuðu viðurkenningunni saman. Ljósmynd/Egill Árni Jóhannesson

Viðskipta­vin­ir Krón­unn­ar eru þeir ánægðustu á mat­vörumarkaði, sam­kvæmt niður­stöðum Íslensku ánægju­vog­ar­inn­ar 2024 sem kynnt­ar voru í morg­un. Krón­an hlaut hæstu ein­kunn meðal versl­ana á mat­vörumarkaði með mark­tæk­um mun, eða 74,1 stig af 100 mögu­leg­um. Er þetta átt­unda árið í röð sem versl­un­in hlýt­ur viður­kenn­ing­una, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Krón­unni.

Til­einkaði ár­ang­ur­inn öllu starfs­fólk­inu

Guðrún Aðal­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar tók við viður­kenn­ing­unni fyr­ir hönd Krón­unn­ar og til­einkaði ár­ang­ur­inn öllu starfs­fólki Krón­unn­ar sem mæt­ir til vinnu á degi hverj­um með það fyr­ir aug­um að setja viðskipta­vin­inn ávallt í fyrsta sæti.

„Við vönd­um okk­ur í því sem við ger­um og leggj­um áherslu á gæði og þjón­ustu í heild­ar­upp­lif­un viðskipta­vina þar sem virkt sam­tal skipt­ir höfuðmáli. Hvort sem það snýr að fjöl­breyttu vöru­úr­vali á sem hag­stæðasta verði, snjöll­um og sjálf­bær­um lausn­um, eða að skapa þægi­legra og skemmti­legra um­hverfi í versl­un­um okk­ar, þá stefn­um við alltaf að því að gera bet­ur í dag en í gær. Lyk­ill­inn að þessu öllu er okk­ar öfl­uga starfs­fólk því það er já­kvæðni þeirra, fram­sækni og liðsheild sem ger­ir Krón­una að því sem hún er,“ seg­ir Guðrún.

Mark­mikið að láta í té mæl­ing­ar á ánægju

Íslenska ánægju­vog­in er í eigu Stjórn­vísi og er fram­kvæmd af Pró­sent. Mark­mið verk­efn­is­ins er að láta fyr­ir­tækj­um í té mæl­ing­ar á ánægju viðskipta­vina en einnig öðrum þátt­um sem hafa áhrif á hana, s.s. ímynd, mat á gæðum og þjón­ustu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert