Eftirréttadrottningin og fyrrverandi landsliðskokkurinn Ólöf Ólafsdóttir nýtur sín í frítímanum og þróar alls konar uppskriftir. Hún er ekki bara góð í að gera gullfallega og ómótstæðilega eftirrétti og kökur, hún er líka snillingur í að búa til holl og próteinrík salöt.
Hún gerði þetta holla og próteinríka túnfisksalat fyrir fylgjendur sínar á Instagram sem á pottþétt eftir að slá gegn. Kryddin og bragðið er bæði frumlegt og gott. Hún segist elska að nýta hráefnið úr ísskápnum í túnfisksalat og ekki verra að útkoman sé góð.
Holla túnfisksalatið hennar Ólafar
Aðferð: