Ólöf kann að gera hollt og próteinríkt túnfisksalat

Ólöf Ólafsdóttir eftirréttadrottningin galdraði fram þetta holla og próteinríka túnfisksalat …
Ólöf Ólafsdóttir eftirréttadrottningin galdraði fram þetta holla og próteinríka túnfisksalat sem á eftir að slá í gegn. Samsett mynd

Eft­ir­rétta­drottn­ing­in og fyrr­ver­andi landsliðskokk­ur­inn Ólöf Ólafs­dótt­ir nýt­ur sín í frí­tím­an­um og þróar alls kon­ar upp­skrift­ir. Hún er ekki bara góð í að gera gull­fal­lega og ómót­stæðilega eft­ir­rétti og kök­ur, hún er líka snill­ing­ur í að búa til holl og prótein­rík salöt.

Hún gerði þetta holla og prótein­ríka tún­fisksal­at fyr­ir fylgj­end­ur sín­ar á In­sta­gram sem á pottþétt eft­ir að slá gegn. Krydd­in og bragðið er bæði frum­legt og gott. Hún seg­ist elska að nýta hrá­efnið úr ís­skápn­um í tún­fisksal­at og ekki verra að út­kom­an sé góð.

Ólöf kann að gera hollt og próteinríkt túnfisksalat

Vista Prenta

Holla tún­fisksal­atið henn­ar Ólaf­ar

  • 1 dós tún­fisk­ur í vatni
  • 1 skalott lauk­ur, skor­inn
  • ¼ blaðlauk­ur, skor­inn
  • 1 grænt epli, skorið
  • Börk­ur af einni sítr­ónu
  • Safi úr hálfri sítr­ónu
  • 1 dolla sýrður rjómi
  • 250 g kota­sæla
  • ¼ sell­e­rí, skorið
  • 1 harðsoðið egg, skorið
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Paprikukrydd eft­ir smekk
  • Cayenn­ep­ip­ar eft­ir smekk
  • Rifið ferskt kórí­and­er eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllu hrá­efn­inu sam­an í skál.
  2. Skreytið sal­atið með fersku kórí­and­er ef vill.
  3. Berið fram með ristuðu súr­deigs­bauði eða frækexi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert