Nýstárleg pönnusteikt fersk skötubörð

Bjarki Snær Þorsteinsson, landsliðskokkur og grænmetiskokkur ársins 2024, heldur mikið …
Bjarki Snær Þorsteinsson, landsliðskokkur og grænmetiskokkur ársins 2024, heldur mikið upp á flatfisk og ber skatan þar af. Hann lærði að meta ferska skötu þegar hann vann í Noregi. Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Bjarki Snær Þor­steins­son landsliðskokk­ur, sem einnig ber titil­inn græn­met­iskokk­ur árs­ins fyrst­ur manna, hef­ur virki­lega gam­an af því að elda úr nýj­um og fal­leg­um fiski og finnst hann vera mik­il­væg­ur hluti af ís­lensk­um mat­ar­venj­um.

Mikl­ar ann­ir eru fram und­an hjá Bjarka en ís­lenska kokka­landsliðið er að hefja und­ir­bún­ing fyr­ir næstu keppni, heims­meist­ara­mótið í mat­reiðslu sem fram fer árið 2026. Í til­efni þessa deila kokk­arn­ir í landsliðinu girni­leg­um upp­skrift­um með les­end­um en fyrst­ur var fyr­irliðinn Ísak Aron Jó­hanns­son. Nú er komið að Bjarka.

Einn af upp­á­halds­fisk­rétt­um hans er pönnu­steikt fersk skötu­börð steikt upp úr brenndu smjöri, bor­in fram með hvít­laukskart­öflugratíni, steiktu bok choy-sal­ati, gerjuðu hvít­lauks­mauki og rækju-sojasósu. Hann svipt­ir hul­unni af upp­skrift­inni eins og hann fram­reiðir skötu­börðin.

Óætur soðinn í potti

„Mér finnst virki­lega skemmti­legt að elda úr nýj­um og flott­um fiski og hann er mjög mik­il­væg­ur hluti af ís­lensk­um mat­ar­venj­um og auðvitað holl­ur og góður. Það er líka lyk­il­atriði að mínu mati að leggja metnað í mat­seld­ina þegar fisk­ur er ann­ars veg­ar, til að hann verði góður, steikja hann fal­lega á pönnu, gera góðan rétt úr hon­um eða þess hátt­ar. Mér finnst hann óæt­ur soðinn í potti,“ seg­ir Bjarki metnaðarfull­ur.

Þegar kem­ur að fiskneyslu finnst Bjarka mjög mik­il­vægt að vera með fjöl­breytta fæðu og fá nær­ing­ar­efn­in úr fisk­in­um. „Ég verð hins veg­ar að vera al­veg hrein­skil­inn og viður­kenna að ég er alltof lé­leg­ur að elda fisk ofan í sjálf­an mig og fjöl­skyld­una. Við erum tölu­vert dug­legri í kjöt­inu en erum alltaf að reyna að bæta okk­ur í þessu. Ég reyni að vera dug­leg­ur að panta mér fisk þegar ég fer út að borða samt.“

Flat­fisk­ur er í miklu upp­á­haldi hjá Bjarka. „Eins og fersk skata, lúða, rauðspretta, en ann­ars finnst mér all­ur fisk­ur góður ef hann er rétt mat­reidd­ur. Það er frek­ar leiðin­legt að sjá og upp­lifa að við nýt­um lítið þess­ar frá­bæru afurðir sem sjór­inn hef­ur upp á að bjóða þó að það sé vissu­lega alltaf að verða betra,“ bæt­ir Bjarki við. Þegar meðlæti með fiski er ann­ars veg­ar eiga ís­lensku kart­öfl­urn­ar yf­ir­leitt vinn­ing­inn hjá Bjarka en auðvitað fer það eft­ir hvers kyns rétt­ur­inn er hvað er best með hverju sinni.

Pönnusteikt fersk skötubörð með hvítlaukskartöflugratíni, steiktu bok choy-salati, gerjuðu hvítlauksmauki …
Pönnu­steikt fersk skötu­börð með hvít­laukskart­öflugratíni, steiktu bok choy-sal­ati, gerjuðu hvít­lauks­mauki og rækju-sojasósu eru sann­kölluð veislu­máltíð. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Íslenskt til­brigði að gera sköt­una óæta

„Þegar ég vann í Nor­egi var oft unnið með ferska skötu og hún ein­fald­lega pönnu­steikt eða elduð sous vide upp úr brúnuðu smjöri og sítr­ónu­berki. Marg­ir munu ef­laust velta því fyr­ir sér hvort það sé óhætt að borða sköt­una ókæsta, en í raun er mjög þekkt að borða hana þannig víða er­lend­is og hef­ur eng­um orðið meint af. Þetta er al­veg ís­lenskt til­brigði, að skemma hana á þenn­an máta með því að kæsa hana og gera hana óæta,“ seg­ir Bjarki og glott­ir.

„Það eina sem þarf að passa er að vera með hana nýja úr sjón­um og roðfletta eins fljótt og mögu­legt er, því að í raun eru það þvagefn­in í roðinu sem kæsa hana og ef þú hreins­ar roðið fljótt af þarf ekki að hafa áhyggj­ur af því að hún verði kæst.

Áður en ég fór til Nor­egs hafði ég aldrei smakkað ferska skötu svo hún kom mér virki­lega á óvart og varð fljótt upp­á­halds­fisk­teg­und­in mín. Á Grill­inu á Hót­el Sögu vor­um við reglu­lega með ferska tinda­bikkju og er hún líka veru­lega góð,“ seg­ir Bjarki með bros á vör.

Bjarki býður les­end­um upp á að njóta fisk­veislu þar sem skat­an fær að njóta sín og svipt­ir hér hul­unni af upp­skrift­inni.

Bjarki nostrar við við fiskinn og hlúir vel að meðlætinu.
Bjarki nostr­ar við við fisk­inn og hlú­ir vel að meðlæt­inu. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Nýstárleg pönnusteikt fersk skötubörð

Vista Prenta

Pönnu­steikt fersk skötu­börð með hvít­laukskart­öflugratíni, steiktu bok choy-sal­ati, gerjuðu hvít­lauks­mauki og rækju-sojasósu

Pönnu­steikt skötu­börð

(Fyr­ir 4)

  • 1 kg fersk roðhreinsuð skötu­börð

Aðferð:

  1. Takið skötu­börðin og verkið fisk­inn frá brjósk­inu, það er ein­fald­lega gert með því að láta hníf­inn fylgja eft­ir brjósk­inu.
  2. Rúllið sköt­unni upp til að fá þykk­ari bita.
  3. Steikið upp úr brenndu smjöri þar til gull­in­brún og fal­leg, gott er að rífa sítr­ónu­börk yfir.

Brennt smjör

  • 250 g smjör (eða það magn sem þið þurfið)

Aðferð:

  1. Brennda smjörið gerið þið þannig að smjör er sett í stór­an pott því að það freyðir mikið.
  2. Leyfið því að ná suðu en þegar suðan er kom­in upp hrærið þá í smjör­inu þar til það hef­ur náð 155°C hita.
  3. Takið þá af hit­an­um og setjið í annað ílát.
  4. Munið að ná kara­mellíseruðu mjólk­inni með úr pott­in­um, því að þar er bragðið.

Heima­gert hvít­laukskart­öflugratín

  • 500 g kart­öflu­smælki
  • ½ búnt timían­grein­ar
  • hvít­lauksrjómi, sjá upp­skrift fyr­ir neðan
  • rif­inn Ísbúi eft­ir smekk
  • salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða kart­öflu­smælkið með hýðinu í vatni ásamt timían­grein­um og smá salti þar til smælkið verður mjúkt.
  2. Setjið kart­öfl­urn­ar síðan í eld­fast mót og hellið hvít­lauksrjóm­an­um yfir og rífið niður ost­inn, Ísbúa, eft­ir smekk.
  3. Hitið ofn­inn í 180°C og setjið eld­fasta mótið með kart­öfl­un­um inn og bakið í um það bil 20 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn er far­inn að taka á sig fal­leg­an lit.

Hvít­lauksrjómi

  • 1 l rjómi
  • 4 hvít­lauksrif
  • 100 g Ísbúi

Aðferð:

  1. Setjið 1 l af rjóma í pott og rífið niður 4 hvít­lauksrif ofan í, má vera meira ef þið viljið.
  2. Látið sjóða niður þar til um það bil helm­ing­ur er eft­ir af vökv­an­um og hann orðinn þykk­ur.
  3. Bætið því næst 100 g af Ísbúa­osti ofan í og hellið yfir kart­öfl­urn­ar.

Steikt bok choy með ses­am

  • 1 pk. bok choy
  • ses­a­mol­ía eft­ir smekk
  • ses­am­fræ eft­ir smekk
  • salt eft­ir smekk
  • límónusafi eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Steikið bok choy á pönnu upp úr ses­a­mol­íu, í um það bil 2 mín­út­ur.
  2. Bætið ses­am­fræj­um út á, saltið eft­ir smekk og setjið smá límónusafa út á í lok­in eft­ir smekk.

Gerjað hvít­lauks­mauk

  • 50 g gerjaður hvít­lauk­ur
  • 10 g dijon-sinn­ep
  • 20 g olía
  • salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Maukið í bland­ara gerjaðan hvít­lauk og dijon-sinn­ep.
  2. Blandið olíu ró­lega sam­an við og smakkið til með salti, gott að setja doppu á disk­inn með sköt­unni.

Rækju-sojasósa

  • 100 g brennt smjör (sjá upp­skrift)
  • 100 g sojasósa
  • 20 g engi­fer
  • 20 g hvít­lauk­ur
  • 20 g chili
  • 60 g rækj­ur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að gera brennt smjör.
  2. Blandið sojasósu sam­an við. Saxið ferskt engi­fer, hvít­lauk og chili mjög smátt og bætið út í, því næst rækj­un­um.
  3. Látið malla í 5 mín­út­ur og berið fram með sköt­unni.
  4. Upp­lagt er að bera rétt­inn fram með fersk­um sprett­um frá Vaxa.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka