Hollustubollur Simba sem börnin geta bakað

Hollustubollur Simba eru fullkomnar fyrir helgarbaksturinn. Dásamlegar nýbakaðar með smjöri …
Hollustubollur Simba eru fullkomnar fyrir helgarbaksturinn. Dásamlegar nýbakaðar með smjöri og osti. Samsett mynd

Um helg­ar er um að gera að njóta sam­ver­unn­ar sam­an í eld­hús­inu og galdra fram kræs­ing­ar sem gleðja sál­ina. Upp­lagt er að skapa hefðir með börn­un­um og gefa sér tíma til baka og mat­reiða með þeim og leyfa þeim jafn­vel að velja hvað skuli gera.

Þess­ar holl­ustu­boll­ur eru til að mynda full­komn­ar fyr­ir helgar­bakst­ur­inn og gam­an að leyfa börn­un­um að baka. Þetta eru brauðboll­ur Simba úr Lion King. Tím­on og Púmba hafa kennt Simba vini sín­um að ljón geti borðað margt annað en kjöt. Þegar kon­ung­ur ljón­anna býður til veislu gæt­ir hann þess alltaf að bjóða upp á holl­ar brauðboll­ur sem all­ir kunna að meta og vel­ur gott álegg, sal­at eða ávexti til bera fram með þeim. Hak­una Matata!

Upp­skrift­ina er að finna í mat­reiðslu­bók­inni sem ber heitið Stóra Disney-upp­skrifta­bók­in en þar er að finna vin­sæl­ustu Disney-upp­skrift­irn­ar. Bók­in er bæði ein­föld og þægi­leg í notk­un og hent­ar yngri kyn­slóðinni vel.

Hollustubollur Simba sem börnin geta bakað

Vista Prenta

Holl­ustu­boll­ur Simba

  • 700 g spelt eða annað mjöl
  • 50 g fræ­blanda, t.d. hör­fræ,
  • ses­am­fræ og sól­blóma­fræ
  • 1 dl kó­kos­mjöl, fínt
  • 2 tsk. lyfti­duft
  • 1 msk. salt
  • 1 msk. hun­ang
  • 100 g gul­ræt­ur, rifn­ar
  • 2 dl AB-mjólk, eða súr­mjólk
  • 2 dl vatn, 37°C

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C.
  2. Blandið þur­refn­un­um sam­an í skál.
  3. Rífið gul­ræt­urn­ar og bætið þeim út í skál­ina.
  4. Hellið vökv­an­um út í og blandið var­lega sam­an.
  5. Búið til boll­ur og raðið á papp­írsklædda plötu.
  6. Bakið í 200°C í 25–30 mín­út­ur eða þar til boll­urn­ar eru gulln­ar og hol­hljóð heyr­ist þegar bankað er í botn­inn á þeim.
  7. Berið fram með því sem ykk­ur þykir gott.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert