Pönnukökur Ömmu Andar slá alltaf í gegn

Amma Önd kann að gera ekta íslenska pönnukökur sem eru …
Amma Önd kann að gera ekta íslenska pönnukökur sem eru syndsamlega góðar með sykri. Samsett mynd

Hvað er betra en nýbakaðar pönnu­kök­ur á sunnu­degi í faðmi fjöl­skyld­unn­ar? Það er fátt betra en ís­lensk­ar pönnu­kök­ur og á þess­um árs­tíma er nota­legt að eiga góða stund sam­an í eld­hús­inu og baka þær.

Þessi upp­skrift er skot­held og á ekki að geta klikkað ef farið er eft­ir leiðbein­ing­um en Amma Önd í Anda­bæ er snill­ing­ur í pönnu­köku­gerð og bræðurn­ir Ripp, Rapp og Rupp elska pönnu­kök­urn­ar henn­ar. Amma strá­ir sykri yfir sín­ar pönnu­kök­ur en Ripp, Rapp og Rupp finnst best að hella hreinni jóg­úrt og fersk­um ávöxt­um yfir sín­ar.

Svo get­ur hver og einn valið það sem hon­um þykir best á sína pönnu­köku.

Upp­skrift­ina er að finna í mat­reiðslu­bók­inni Stóru Disney-upp­skrifta­bók­inni en þar er að finna vin­sæl­ustu Disney-upp­skrift­irn­ar. Bók­in er bæði ein­föld og þægi­leg í notk­un og hent­ar yngri kyn­slóðinni vel.

Fátt er betra en upprúllaðar pönnukökur með sykri.
Fátt er betra en upp­rúllaðar pönnu­kök­ur með sykri. Ljós­mynd/​Edda út­gáfa

Pönnukökur Ömmu Andar slá alltaf í gegn

Vista Prenta

Pönnu­kök­ur Ömmu And­ar

  • 375 g hveiti
  • 1 msk. syk­ur
  • Örlítið salt
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. mat­ar­sódi
  • 3 egg
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 600–700 ml mjólk
  • 75 g smjör, eða smjör­líki, brætt

Aðferð:

  1. Setjið þur­refn­in í skál.
  2. Bætið eggj­um og vanillu­drop­um sam­an við.
  3. Hellið helm­ingn­um af mjólk­inni sam­an við og hrærið hraust­lega í svo ekki mynd­ist kekk­ir.
  4. Bætið svo því sem eft­ir er af mjólk­inni ró­lega sam­an við eft­ir þörf­um og hrærið viðstöðulaust á meðan. At­hugið að deigið á að vera þunnt.
  5. Bræðið smjörið og bætið sam­an við. Blandið vel.
  6. Hitið pönn­una vel áður en byrjað er á bakstr­in­um.
  7. Hellið um 4 msk. af deigi á pönn­una og rennið henni til þannig að deigið þeki botn­inn.
  8. Snúið pönnu­kök­unni við með spaða þegar loft­ból­ur byrja að mynd­ast.
  9. Staflið pönnu­kök­un­um upp á disk.
  10. Berið fram með því meðlæti sem ykk­ur finnst best. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert