Þennan eftirrétt munu allir kaffiunnendur elska

Affogato með súkkulaði-krókantís og heimagerðu ískexi er eftirréttur sem allir …
Affogato með súkkulaði-krókantís og heimagerðu ískexi er eftirréttur sem allir kaffiunnendur munu elska. Ljósmynd/Valgerður Gréta Gröndal

Affogato með súkkulaði-krókan­tís og heima­gerðu ískexi er eft­ir­rétt­ur sem all­ir kaffiunn­end­ur eiga eft­ir að missa sig yfir. Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Val­gerðar Grétu Grön­dal upp­skrifta­höf­und­ar, bet­ur þekkt sem Valla, og er í spari­legri út­gáf­unni.

Þetta er ít­alsk­ur eft­ir­rétt­ur og lík­lega með þeim allra auðveld­ustu að sögn Völlu. Affogato þýðir „drekkt“ en ísn­um er drekkt í vel sterk­um espresso.

„Í þess­ari út­gáfu, sem er aðeins spari­legri en aðrar, er uppistaðan heima­gerður ís þar sem ég nota niðursoðna mjólk en með henni verður ís­inn silkimjúk­ur og mjög auðvelt er að skafa hann í kúl­ur. Í hon­um er einnig ljúf­fengt mjólk­ur- og krókantsúkkulaði sem ger­ir hann al­ger­lega ómót­stæðileg­an,“ seg­ir Valla.

Heitt espresso og heima­gert ískex

Punkt­ur­inn yfir i-ið hjá Völlu er síðan rjúk­andi heitt espresso og heima­gert ískex.

„Ég lagaði kaffið úr mín­um allra upp­á­halds baun­um frá Ra­punzel en það eru ekki marg­ir sem vita af þessu kaffi sem mér finnst mik­il synd. Fyr­ir krakk­ana er kaff­inu auðvitað sleppt en ís­inn er ljúf­feng­ur eins og hann kem­ur fyr­ir en auðvitað er skemmti­legt að skella smá íssósu með og auka ískexi,“ seg­ir Valla.

Þennan eftirrétt munu allir kaffiunnendur elska

Vista Prenta

Affogato súkkulaði-krókan­tís með heima­gerðu ískexi

  • 1 dós niðursoðin mjólk (cond­en­sed milk, fæst í flest­um búðum)
  • 200 g mjólk­ursúkkulaði
  • 100 g mjólk­ursúkkulaði með krókant
  • 500 ml rjómi
  • ¼ tsk. sjáv­ar­salt
  • Espresso lagað úr Espresso-baun­um frá Ra­punzel

Aðferð:

  1. Setjið rjómann í skál og þeytið vel án þess samt að stífþeyta hann.
  2. Saxið mjólk­ursúkkulaðið og bræðið yfir vatnsbaði eða í ör­bylgju­ofni.
  3. Saxið krókantsúkkulaðið og setjið til hliðar.
  4. Takið fram aðra skál í stærra lagi og setjið niðursoðnu mjólk­ina í hana ásamt brædda súkkulaðinu og salti.
  5. Blandið sam­an með sleikju, ef ykk­ur finnst bland­an stífna um of er hægt að velgja henni í nokkr­ar sek­únd­ur og hræra í.
  6. Setjið 1/​3 af þeytta rjóm­an­um út í súkkulaðiblönd­una og blandið var­lega sam­an með sleikju.
  7. Bætið þá af­gang­in­um af þeytta rjóm­an­um út í og blandið sam­an við.
  8. Setjið saxað súkkulaðið út í og hrærið var­lega sam­an við.
  9. Hellið ís­blönd­unni í form og frystið í a.m.k. 6 klukku­stund­ir.

Sam­setn­ing:

  1. Setjið eina kúlu af ís í glas og hellið ein­föld­um espresso yfir.
  2. Berið strax fram með heima­gerðu ískexi, sjá upp­skrift neðan­greint, og söxuðu súkkulaði til skrauts.

Heima­gert ískex

  • 2 eggja­hvít­ur
  • 125 g syk­ur
  • 60 g hveiti
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 60 g smjör, brætt og kælt
  • 100 g súkkulaði, brætt til þess að dýfa kex­inu í ‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 180°C með blæstri.
  2. Bræðið smjörið og látið það bíða á meðan þið græið það sem eft­ir er.
  3. Setjið eggja­hvít­ur í skál og pískið aðeins, bætið þá sykr­in­um út í og haldið áfram að hræra með píski þar til bland­an fer að freyða.
  4. Hér þarf ekki að stífþeyta, bara rétt þannig að loft kom­ist í blönd­una.
  5. Hrærið þá vanill­unni og hveit­inu sam­an við og bætið brædda smjör­inu sam­an við að síðustu.
  6. Setjið bök­un­ar­papp­ír eða sí­lí­kon­mottu á bök­un­ar­plötu og setjið tæp­lega 1 mat­skeið af deig­inu á plöt­una og smyrjið mjög þunnt út.
  7. Stærðin fer eft­ir smekk en Völlu finnst ágætt að hafa þver­málið u.þ.b. 8 cm. Kök­urn­ar renna svo­lítið út svo passið að hafa gott bil á milli og ekki fleiri en 6 stk. Það þarf að hafa hraðar hend­ur við að rúlla kex­inu upp þegar það kem­ur út úr ofn­in­um því það harðnar fljótt.
  8. Bakið eina plötu í einu í 8 mín­út­ur.
  9. Takið hana og losið um kexið með spaða og rúllið upp.
  10. End­ur­takið þar til allt deigið hef­ur verið bakað en þetta eru lík­lega um 12-15 stk. en fer þó eft­ir stærð.
  11. Þegar kexið hef­ur kólnað er hægt, ef vill, að bræða súkkulaði og dýfa eða pensla því á kexið.
  12. Geym­ist vel í loftþéttu boxi og berið fram með ís.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert