Kristjana Steingrímsdóttir, betur þekkt sem Jana heilsukokkur, heldur áfram að toppa sig í sælkerahollustunni og nú er það dásamlegur snickers-grautur með karamellu og súkkulaði. Þeir sem elska karamellu og súkkulaði eiga eftir að stynja yfir þessari dýrð í krukku.
Ómótstæðilegur snickers-grautur
Fyrir 1 krukku
- ½ bolli grófir hafrar eða haframjöl
- ½ bolli mjólk að eigin vali
- 2 msk. jógúrt eða skyr (Jana notar hafrajógúrt með kaffi og súkkulaði)
- 1 tsk. akasíuhunang
- 1 tsk. kakóduft
Aðferð:
- Blandið hafrahráefnunum saman þar til þau hafa blandast vel saman.
- Setjið í ísskáp til að þykkna.
Döðlukaramellulag
- 4-5 döðlur (lagðar í bleyti í sjóðandi vatn í nokkrar mínútur)
- 1 msk. hnetusmjör
Aðferð:
- Gerðu döðlukarmelluna með því að blanda döðlunum, 1 msk. af vatninu sem döðlurnar lágu í og hnetusmjöri saman með töfraskrota þangað til úr er orðin þessi fína karamella.
- Setjið döðlukaramelluna ofan á hafrana þegar þeir eru búnir að þykkna inni í ísskáp.
- Gerið síðan toppinn.
Торpur
- 40 g dökkt gæðasúkkulaði, brætt
- 1 tsk. kókosolía
Aðferð:
- Bæðið súkkulaðið og kókosolíuna saman og hellið yfir karamelludöðluna.
- Setjið í ísskáp í að minnsta kosti 2 klukkustundir til að lögin nái að stífna að fullu.
- Berið fram og njótið.