Öll þekkjum við klassíska bananabrauðið og súkkulaðibitakökurnar sem ávallt njóta mikilla vinsælda. Nú er Elenora Georgsdóttir, bakarastúlkan sem hefur unnið hug og hjörtu þjóðarinnar, búin að setja saman bananabrauðs- og súkkulaðibitakökur með frábærri útkomu.
Hún er búin að setja saman allt það besta í einni ofureinfaldri og fljótlegri uppskrift að bananabrauðs- og súkkulaðibitaköku sem þið eigið eftir að slefa yfir.
Þær eru dúnmjúkar og bragðgóðar og súkkulaði setur punktinn yfir i-ið. Við gerð þeirra þarf ekki hrærivél og það tekur aðeins um 10 mínútur.
Ef þið eigið þroskaða banana er lag að skella í þessa dásemd.
Sjáið hvernig Elenora gerir þessar á skammri stundu.
Bananabrauðs- og súkkulaðibitakökur
Aðferð: