Syndsamlega góð parmesanhjúpuð langa og steiktar kartöflur

Parmesanhjúpuð langa borin fram með steiktum kartöflum sem gleður bragðlaukana.
Parmesanhjúpuð langa borin fram með steiktum kartöflum sem gleður bragðlaukana. Ljósmynd/Vigdís Ylfa

Fisk­ur og ost­ur fer mjög vel sam­an og gam­an er að prófa sig áfram með ólík­ar fisk­teg­und­ir. Vig­dís Ylfa upp­skrifta­höf­und­ur og mat­gæðing­ur á heiður­inn af þess­um fisk­rétti sem er synd­sam­lega góður. Hún not­ar löngu í þenn­an rétt og býr til sæl­kera­hjúp úr maj­ónesi og par­mesanosti sem pass­ar með öll­um hvít­um fisk. Með löng­unni ger­ir hún steikt­ar kart­öfl­ur og ferskt sal­at sem pass­ar mjög vel sam­an. Upp­skrift­ina gerði Vig­dís Ylfa fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Ger­um dag­inn girni­leg­an.

Syndsamlega góð parmesanhjúpuð langa og steiktar kartöflur

Vista Prenta

Par­mes­an­hjúpuð langa og steikt­ar kart­öfl­ur

Fisk­ur

  • 1,5 kg langa eða ann­ar hvít­ur fisk­ur

Hjúp­ur

  • 480 ml Heinz maj­ónes
  • 150 g Parmareggio par­mesanost­ur, rif­inn
  • 4 stk. hvít­lauksrif, rif­in
  • 2 dl Pan­ko brauðrasp
  • 30 g fersk stein­selja
  • ½ stk. sítr­óna, saf­inn
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Steikt­ar kart­öfl­ur

  • Kart­öfl­ur, magn eft­ir smekk
  • Fil­ippo Ber­io hvít­lauk­sol­ía, magn eft­ir smekk
  • Parmareggio Par­mesanost­ur eft­ir smekk
  • 1 stk. sítr­óna, saf­inn

Aðferð:

  1. Skerið löng­una í jafna bita og kryddið með salti og pip­ar báðum meg­in.
  2. Sjóðið kart­öfl­urn­ar þar til þær eru nán­ast til­bún­ar og takið til hliðar.
  3. Blandið sam­an í skál maj­ónesi, par­mesanosti, hvít­lauk, stein­selju, sítr­ónusafa, salti og pip­ar eft­ir smekk og að lok­um raspi.
  4. Setjið löng­una í eld­fast mót eða á ofn­plötu.
  5. Smyrjið vel af blönd­unni á hvern bita og kryddið með salti og pip­ar.
  6. Bakið í ofni við 180°C í um það bil 12-15 mín­út­ur.
  7. Steikið kart­öfl­urn­ar upp úr smjöri á pönnu í 3-5 mín­út­ur til að fá smá lit og hjúp á þær á meðan fisk­ur­inn er í ofn­in­um.
  8. Bætið að lok­um hvít­lauk­sol­íu á pönn­una með kart­öfl­un­um ásamt salti og pip­ar og steikið í 1 mín­útu.
  9. Kreistið sítr­ónu yfir og bætið rifn­um par­mesanosti við.
  10. Berið par­mes­an­hjúpuðu löng­una fram með fersku sal­ati að eig­in vali ásamt steiktu kart­öfl­un­um.
  11. Fyr­ir þá sem vilja það er meðal þurrt hvít­vín afar gott með þess­um fisk­rétti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert