Helvítis Snakkfiskrétturinn sem gerir alla tryllta

Ívar Örn Hansen matreiðslumaður, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn býður …
Ívar Örn Hansen matreiðslumaður, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn býður upp á þennan Helvítis Snakkfiskrétt sem á eftir að trylla mannskapinn. Samsett mynd/Karl Petersson

Ívar Örn Han­sen mat­reiðslumaður, bet­ur þekkt­ur sem Hel­vít­is kokk­ur­inn, skrifaði mat­reiðslu­bók árið 2023 ásamt konu sinni, Þóreyju Hafliðadótt­ur, og Bók­beit­an gaf hana út. Mat­reiðslu­bók­in ber nafn með rentu, Hel­vít­is Mat­reiðslu­bók­in, og er stút­full af upp­skrift­um úr smiðju Hel­vít­is kokks­ins.

Helvítis Matreiðslubókin er í anda kokksins.
Hel­vít­is Mat­reiðslu­bók­in er í anda kokks­ins. Ljós­mynd/​Karl Peters­son

Þessa dag­ana er fiskþema á mat­ar­vefn­um og því vel til fundið að birta eina af vin­sæl­ustu fiskupp­skrift­un­um hans úr bók­inni sem á eft­ir að trylla mann­skap­inn. Þetta er Hel­vít­is Snakk­fisk­rétt­ur­inn sem býður bragðlauk­un­um upp á æv­in­týra­lega skemmti­lega upp­lif­un.

Helvítis Snakkfiskrétturinn er ómótstæðilega góður og býður upp á ævintýralega …
Hel­vít­is Snakk­fisk­rétt­ur­inn er ómót­stæðilega góður og býður upp á æv­in­týra­lega bragðheima. Ljós­mynd/​Karl Peters­son

Helvítis Snakkfiskrétturinn sem gerir alla tryllta

Vista Prenta

Hel­vít­is Snakk­fisk­rétt­ur­inn

  • 800 g langa
  • 2 msk. olía
  • salt eft­ir smekk
  • pip­ar eft­ir smekk

Sósa á fisk

  • 2 rauðar paprik­ur
  • 1 blaðlauk­ur
  • 3 sell­e­rí­stöngl­ar
  • 1 lauk­ur
  • 2 hvít­lauksrif
  • ½ búnt graslauk­ur
  • ½ búnt kórí­and­er
  • ½ msk. óreg­anó
  • ½ tsk. túr­merik
  • ½ tsk. karrí
  • 3-4 msk. hveiti
  • 100 ml an­anassafi
  • 300 ml rjómi
  • 1 msk. tóm­at­púrra
  • 100 ml hvít­vín
  • safi úr einni límónu
  • 1 msk. olía
  • 2 msk. smjör
  • salteft­ir smekk
  • pip­ar eft­ir smekk

Sam­setn­ing

  • 1 pk. kart­öflu­f­lög­ur með papriku ( 175 g)
  • 1 pk. rif­inn ost­ur (200 g)

Aðferð:

  1. Setjið olíu á pönnu og stillið á háan hita.
  2. Skerið fisk­inn í ca. 3 cm þykk­arsneiðar og steikið upp úr heitri ol­í­unni á báðum hliðum í 1–2 mín­út­ur.
  3. Kryddið með salti og pip­ar meðan á steik­ingu stend­ur.
  4. Raðið fisksneiðun­um­beint í eld­fast mót þétt hlið við hlið.
  5. Leggið til hliðar.
  6. Saxið hvít­lauk, graslauk og kórí­and­er og skerið rest­ina af græn­met­inu í smáa­bita.
  7. Setjið olíu og smjör á pönnu og stillið á meðal­há­an hita.
  8. Steikið græn­meti,hvít­lauk, graslauk og kórí­and­er í smjöri og olíu í um 10 mín­út­ur og kryddið meðóreg­anó, túr­merik og karrí.
  9. Stráið hveiti yfir blönd­una og hrærið sam­an.
  10. Helliðan­anassafa, rjóma, tóm­at­púrru, hvít­víni og li­mes­afa sam­an við og hrærið vel.
  11. Látið sjóða við meðal­há­an hita í 10 mín­út­ur.
  12. Kryddið svo með salti og pip­ar eft­ir­smekk.
  13. Stillið ofn­inn á 180°C.
  14. Hellið sós­unni jafnt yfir fisk­inn.
  15. Myljið kart­öflu­f­lög­urn­arog blandið sam­an við rifna ost­inn í skál.
  16. Dreifið blönd­unni jafnt yfir fisk­rétt­inn.
  17. Eldið rétt­inn í 20 mín­út­ur í ofni.
  18. Sjóðið basmati hrís­grjón með smá salti og túr­merik á hnífsoddi og berið með fisk­rétt­in­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert