Monkeys verður með pop-up á Hótel Vesturlandi

Halldóra Guðjónsdóttir hótelstjóri á Hótel Vesturlandi og meðeigandi, Alexander Alvin …
Halldóra Guðjónsdóttir hótelstjóri á Hótel Vesturlandi og meðeigandi, Alexander Alvin yfirkokkur á Hótel Vesturlandi og Snorri Grétar Sigfússon matreiðslumeistari og einn eigenda á Monkeys munu leiða krafta sína saman um helgina. Samsett mynd

Mikið verður um dýrðir á Hót­el Vest­ur­landi í Borg­ar­nesi næstu helgi, dag­ana 24. og 25. janú­ar næst­kom­andi, en þá verður boðið upp á pop up með veit­ingastaðnum Mon­keys í far­ar­broddi sem staðsett­ur er í hjarta höfuðborg­ar­inn­ar.

„Við erum mjög spennt að hefja nýja árið, 2025, með trompi og bjóða upp á glæsi­leg­an mat­seðil í sam­starfi við Mon­keys sem er einn af okk­ar upp­á­haldsveit­inga­stöðum í Reykja­vík. Und­ir­bún­ing­ur er kom­inn á fullt hjá okk­ur á Hót­el Vest­ur­landi en við fáum til okk­ar frá­bær­an liðsauka frá fé­lög­um okk­ar á Mon­keys,“ seg­ir Hall­dóra Guðjóns­dótt­ir hót­el­stjóri á Hót­el Vest­ur­landi og einn meðeig­anda.

Fallegt útsýni er við hótelið.
Fal­legt út­sýni er við hót­elið. Ljós­mynd/​Aðsend

Eins og áður hef­ur komið fram er hót­elið staðsett í Borg­ar­nesi með 81 her­bergi ásamt fund­ar­sal, spa og lík­ams­rækt­araðstöðu. Á hót­el­inu er einnig bar og veit­ingastaður­inn Nes Brass­erie en þar mun pop up-viðburður­inn fara fram.

Á hótelinu hafa gestir aðgang að glæsilegu spai.
Á hót­el­inu hafa gest­ir aðgang að glæsi­legu spai. Ljós­mynd/​Aðsend
Stílhreint og fallegt yfirbragð ef yfir herbergjunum.
Stíl­hreint og fal­legt yf­ir­bragð ef yfir her­bergj­un­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Kokk­arn­ir munu taka hönd­um sam­an

Al­ex­and­er Al­vin yfir­kokk­ur á Hót­el Vest­ur­landi mun taka á móti Snorra Grét­ari Sig­fús­syni mat­reiðslu­meist­ara og ein­um af eig­end­um Mon­keys sem mæt­ir á svæðið ásamt teym­inu sínu.

Fyr­ir þá sem ekki vita þá er Mon­keys smá­rétt­astaður sem býður upp á mikið úr­val fram­andi rétta sem eru und­ir áhrif­um frá Perú og Jap­an. Nikk­ei-mat­reiðsla er heiti á mat­ar­gerðinni sem ræður ríkj­um á staðnum. Hún á upp­runa sinn að rekja til seinni hluta 19. ald­ar þegar jap­ansk­ir inn­flytj­end­ur hófu að setj­ast að í Perú í tölu­verðum mæli. Þar blönduðust aldagaml­ar mat­reiðsluaðferðir frá Jap­an sam­an við fjöl­breytta mat­arkistu Perú.

Boðið verður upp á 6 rétta matseðilinn undir áhrifum Perú …
Boðið verður upp á 6 rétta mat­seðil­inn und­ir áhrif­um Perú og Jap­an. Ljós­mynd/​Aðsend

Ætla að bjóða upp á fleiri viðburði á ár­inu

„Við mun­um klár­lega halda fleiri pop up hjá okk­ur enda finn­um við fyr­ir mikl­um áhuga frá heima­fólki. Fyrst og fremst vilj­um við að Borg­f­irðing­ar geti verið stolt­ir af Hót­el Vest­ur­landi og því sem við höf­um upp á að bjóða. Fyr­ir mig sem lands­byggðar­konu finnst mér mik­il­vægt að bjóða upp á viðburði sem þessa í heima­byggð,“ seg­ir Hall­dóra og bæt­ir við:

„Auk þess er þetta skemmti­legt upp­brot fyr­ir starfs­fólkið okk­ar, við elsk­um að halda veisl­ur og viðburði og okk­ur finnst gam­an að bjóða til okk­ar gest­um. Við erum spennt að sýna fé­lög­um okk­ar frá Mon­keys nokkr­ar perl­ur Borg­ar­fjarðar en þar er af nægu að taka,“ seg­ir Hall­dóra sem er orðin mjög spennt fyr­ir helg­inni.

Maturinn á Monkeys er skemmtilega framsettur.
Mat­ur­inn á Mon­keys er skemmti­lega fram­sett­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Glæsi­leg­ur 6 rétta mat­seðill und­ir áhrif­um Perú og Jap­ans

Mat­seðill­inn sem boðið verður upp á er hinn glæsi­leg­asti, þar sem fram­reidd­ir verða 6 rétt­ir og má sjá hér:

For­rétt­ir

  • Grillað flat­brauð - miso hollandaise
  • Laxa tira­dito - chilli macha og ses­am ponzu
  • Nauta tataki - gerjað hvít­kál, granatepli og lót­usrót

Aðal­rétt­ir

  • Þorsk­ur í sætri miso - bonito po­lenta, sítr­ónugras­froða og svört sítr­óna
  • Grilluð nauta­lund - perúsk kart­öflukaka, porta­bello-svepp­ir og kjúk­linga­soðgljái

Eft­ir­rétt­ir

  • Mon­keys Manda­rín­an - hvít súkkulaðimús, yuzu syk­ur­púði og þurrkuð frönsk súkkulaðikaka.

Verðið á seðlin­um er 10.900 krón­ur.

.

 

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert