Spennan vex í keppninni um Bláa Safírinn

Alls keppa 11 barþjónar um titilinn Blái Safírinn með 11 …
Alls keppa 11 barþjónar um titilinn Blái Safírinn með 11 mismunandi kokteila. Einn mun standa uppi sem sigurvegari með besta kokteilinn. Samsett mynd

Bombay-keppnin um Bláa Safírinn 2025 fer nú fram og spennan fer vaxandi því það líður að úrslitastundinni. Í síðustu viku fór dómnefndin á milli staða og dæmdi alls 34 Bombay-kokteila og nú liggur fyrir hvaða 11 keppendur komast áfram og keppa til úrslita á Petersen-svítunni á morgun, fimmtudaginn 23. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barþjónaklúbbi Íslands sem heldur utan um keppnina.

Þeir sem komust áfram í úrslitin eru:

  • Alexander Jósef Alvarado á Jungle með drykkinn Flo Rida
  • Allesandro Malanca á Skál með drykkinn Where's the green?
  • Dagur Jakobsson á Apótek með drykkinn The Jewel in the Crown
  • Daníel Oddsson á Jungle með drykkinn Celery Chap
  • Heimir Morthens á Drykk með drykkinn Mi-So-Hon-Ey
  • Hrafnkell Ingi Gissurarson á Skál með drykkinn Fennel Countdown
  • Jakob Alf Arnarson á Gilligogg með drykkinn Glowstone
  • Kristján Högni á Kalda Bar með drykkinn Hare Kristján
  • Patrekur Ingi Sigfússon frá Reykjavík Cocktails með drykkinn OK
  • Róbert Aron Garðarsson Proppé á Drykk með drykkinn In bloom
  • Wiktor Iwo Marycz á Litla Barnum með drykkinn Polar Pearl 

Úrslitin fara fram á Petersen Svítunni á morgun, fimmtudaginn, eins og áður sagði, milli klukkan 19.00 og 23.00. Þá verða úrslitin kunngjörð og ljóstrað upp hver mun hljóta hinn eftirsótta Bláa Safír.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert