Spennan vex í keppninni um Bláa Safírinn

Alls keppa 11 barþjónar um titilinn Blái Safírinn með 11 …
Alls keppa 11 barþjónar um titilinn Blái Safírinn með 11 mismunandi kokteila. Einn mun standa uppi sem sigurvegari með besta kokteilinn. Samsett mynd

Bombay-keppn­in um Bláa Safír­inn 2025 fer nú fram og spenn­an fer vax­andi því það líður að úr­slita­stund­inni. Í síðustu viku fór dóm­nefnd­in á milli staða og dæmdi alls 34 Bombay-kokteila og nú ligg­ur fyr­ir hvaða 11 kepp­end­ur kom­ast áfram og keppa til úr­slita á Peter­sen-svít­unni á morg­un, fimmtu­dag­inn 23. janú­ar. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Barþjóna­klúbbi Íslands sem held­ur utan um keppn­ina.

Þeir sem komust áfram í úr­slit­in eru:

  • Al­ex­and­er Jós­ef Al­vara­do á Jungle með drykk­inn Flo Rida
  • Alles­andro Mal­anca á Skál með drykk­inn Wh­ere's the green?
  • Dag­ur Jak­obs­son á Apó­tek með drykk­inn The Jewel in the Crown
  • Daní­el Odds­son á Jungle með drykk­inn Celery Chap
  • Heim­ir Mort­hens á Drykk með drykk­inn Mi-So-Hon-Ey
  • Hrafn­kell Ingi Giss­ur­ar­son á Skál með drykk­inn Fenn­el Count­down
  • Jakob Alf Arn­ar­son á Gilli­gogg með drykk­inn Glow­st­one
  • Kristján Högni á Kalda Bar með drykk­inn Hare Kristján
  • Pat­rek­ur Ingi Sig­fús­son frá Reykja­vík Cocktails með drykk­inn OK
  • Ró­bert Aron Garðars­son Proppé á Drykk með drykk­inn In bloom
  • Wikt­or Iwo Marycz á Litla Barn­um með drykk­inn Pol­ar Pe­arl 

Úrslit­in fara fram á Peter­sen Svít­unni á morg­un, fimmtu­dag­inn, eins og áður sagði, milli klukk­an 19.00 og 23.00. Þá verða úr­slit­in kunn­gjörð og ljóstrað upp hver mun hljóta hinn eft­ir­sótta Bláa Safír.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert