Bombay-keppnin um Bláa Safírinn 2025 fer nú fram og spennan fer vaxandi því það líður að úrslitastundinni. Í síðustu viku fór dómnefndin á milli staða og dæmdi alls 34 Bombay-kokteila og nú liggur fyrir hvaða 11 keppendur komast áfram og keppa til úrslita á Petersen-svítunni á morgun, fimmtudaginn 23. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barþjónaklúbbi Íslands sem heldur utan um keppnina.
Þeir sem komust áfram í úrslitin eru:
Úrslitin fara fram á Petersen Svítunni á morgun, fimmtudaginn, eins og áður sagði, milli klukkan 19.00 og 23.00. Þá verða úrslitin kunngjörð og ljóstrað upp hver mun hljóta hinn eftirsótta Bláa Safír.