Wolt og Domino´s Pizza komin í samstarf

Jóhann Már Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Wolt á Íslandi, og …
Jóhann Már Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Wolt á Íslandi, og Magnús Hafliðason, framkvæmdarstjóri Domino‘s Pizza á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Wolt nær ann­arri sneið af pít­su­markaðnum með samn­ingi við Dom­in­o's og nú er hægt að panta pítsur gegn­um Wolt appið. Dom­ino‘s Pizza, stærsta pítsu­keðja lands­ins, hef­ur stefnu­mót­andi sam­starf við Wolt sem mun gera Dom­in­o's-pizzurn­ar vin­sælu aðgengi­leg­ar fyr­ir Wolt-not­end­ur í app­inu að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Wolt og Dom­ino´s Pizza.

Fyrstu staðirn­ir eru nú komn­ir í loftið á Wolt-app­inu, en með hverri vik­unni munu fleiri bæt­ast inn. Þegar inn­leiðing­in er full­frá­geng­in munu viðskipta­vin­ir í Reykja­vík, Kópa­vogi, Mos­fells­bæ, Hafnar­f­irði, Reykja­nes­bæ, Gar∂abæ, Ak­ur­eyri og Sel­fossi geta pantað sín­ar upp­á­halds Dom­in­o's-pítsur í gegn­um Wolt-appið, en þetta fjölg­ar mögu­leik­um þeirra sem kjósa skjót­an og auðveld­an aðgang að hágæðapítsum. Sam­starfið sam­ein­ar því fræg­ar pítsur Dom­in­o's með framúrsk­ar­andi tækni og vin­sælu smá­for­riti Wolt sem ger­ir báðum fyr­ir­tækj­um kleift að skila ein­stakri upp­lif­un til sam­eig­in­legra viðskipta­vina.

Þriðji vin­sæl­asti rétt­ur­inn

Pítsur eru þriðji vin­sæl­asti rétt­ur­inn sem Wolt af­hend­ir á Íslandi á eft­ir ham­borg­ur­um og steikt­um kjúk­lingi. Þar sem Dom­in­o's er nú orðið fá­an­legt í Wolt-app­inu geta pítsurn­ar ein­ung­is klifrað ofar á list­an­um. Um það bil ein af hverj­um sjö send­ing­um á Wolt inni­held­ur pítsu eins og er.

„Dom­in­o's hef­ur lengi verið á list­an­um okk­ar yfir vörumerk­in sem við vilj­um helst vinna með og við erum mjög spennt að fá þau loks­ins til okk­ar. Dom­in­o's er þekkt vörumerki á Íslandi og við erum stolt af því að hjálpa til við að koma dýr­ind­is pítsun­um þeirra til enn fleiri. Vett­vang­ur Wolt var byggður til að tengja fólk við mat sem það elsk­ar og við erum spennt að bæta Dom­in­o's við víðtækt net sam­starfsaðila,“ seg­ir Jó­hann Helga­son, for­stöðumaður viðskipt­a­stýr­ing­ar Wolt á Íslandi.

Hafa verið að af­henda pítsur síðan 1993

Dom­in­o's mun halda áfram að sjá um sín­ar eig­in send­ing­ar, svo­kallaða sjálfsaf­hend­ingu, frá öll­um úti­bú­um Dom­in­os á Íslandi að und­an­skildu Akra­nesi, þar sem Wolt er ekki enn í boði. Dom­in­o's er fyrsti og eini Wolt-söluaðil­inn á Íslandi til að bjóða upp á sjálfsaf­hend­ingu.

„Við höf­um verið að af­henda pítsur á Íslandi síðan 1993 og af­hend­ing hef­ur lengi verið okk­ar sérþekk­ing. Við erum spennt að bjóða upp á pítsurn­ar okk­ar í Wolt app­inu, en á sama tíma af­hend­um við all­ar okk­ar pant­an­ir með okk­ar eig­in bíl­stjór­um. Mark­mið okk­ar hef­ur alltaf verið að gera frá­bær­ar pítsur aðgengi­legri fyr­ir alla á Íslandi. Með því að taka hönd­um sam­an við Wolt erum við að stíga stórt skref í átt að því mark­miði og við erum spennt að ná til fleiri viðskipta­vina á nýj­an hátt,“ seg­ir Magnús Hafliðason, fram­kvæmda­stjóri Dom­in­o's Pizza á Íslandi.

Dom­in­o's opnaði dyr sín­ar á Íslandi árið 1993 og er með yf­ir­burðahlut­deild á ís­lensk­um pít­su­markaði, eða með 22 staði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert