Danskir verðlaunabruggarar í heimsókn

Bruggarar frá Stepping Stone eru komnir hingað til lands og …
Bruggarar frá Stepping Stone eru komnir hingað til lands og kynna bjóra sína í dag.

For­vitni­leg­ur viðburður verður á Skúla Craft Bar í dag þegar dansk­ir brugg­ar­ar frá brugg­hús­inu Stepp­ing Stone mæta í heim­sókn og kynna marga af sín­um bestu bjór­um. Brugg­ar­arn­ir munu einnig nýta heim­sókn­ina og brugga nýj­an bjór með fé­lög­um sín­um í Mal­bygg.

Magnús Már Krist­ins­son, einn aðstand­enda Mal­byggs, seg­ir í sam­tali við mbl.is að heim­sókn­in eigi sér þann aðdrag­anda að tveir full­trú­ar Mal­byggs hafi hitt þessa koll­ega sína á bjór­hátíð í Kaup­manna­höfn síðasta sum­ar. Vel fór á með þeim og heim­sókn­in var skipu­lögð fljótt og vel.

Bjórdósir Stepping Stone þykja afar vel hannaðar.
Bjórdós­ir Stepp­ing Stone þykja afar vel hannaðar.

Viðburður­inn á Skúla hefst klukk­an 17 í dag og mun Björn Árna­son, vert staðar­ins, taka á móti gest­um með átta teg­und­um af bjór frá Stepp­ing Stone á krana. Brugg­ar­arn­ir verða sjálf­ir á staðnum og fræða áhuga­sama um bjór­ana og brugg­húsið.

„Afar fátítt er að brugg­ar­ar mæti sjálf­ir hingað til lands á svona viðburði og sýn­ir það kannski hversu mik­ill eld­móður er i þessu litla og unga fyr­ir­tæki. Sam­an ætl­um við að brugga Triple IPA sem fer á dós­ir og kúta og verður til sölu á Mal­bygg,“ seg­ir Magnús við mbl.is.

Strákarnir í Malbygg fá danska kollega sína í heimsókn. Frá …
Strák­arn­ir í Mal­bygg fá danska koll­ega sína í heim­sókn. Frá vinstri eru Ingi, Magnús, Andri og Berg­ur. Ljós­mynd/​Björn Árna­son

Aðstoða flótta­menn við að koma und­ir sig fót­un­um

Stepp­ing Stone var stofnað árið 2022 og auk þess að fram­leiða fram­bæri­lega hand­verks­bjóra hafa eig­end­ur þess það að mark­miði að aðstoða flótta­menn við að koma und­ir sig fót­un­um í Dan­mörku.

„Þar geta til dæm­is flótta­menn fengið að stíga sín fyrstu skref á dönsk­um vinnu­markaði þar sem hverj­um flótta­manni er mætt þar sem hann er stadd­ur and­lega og hon­um hjálpað að ná aft­ur fyrri kröft­um og sjálfs­trausti.

Þeirra mark­mið er að veita hæfi­leika­rík­um ein­stak­ling­um sem ann­ars ættu erfitt með að brjót­ast inn á vinnu­markaðinn stökkpall þar sem þeir geta sýnt hvað í þeim býr,“ seg­ir Magnús.

Besta brugg­húsið í Dan­mörku 2024

All­ir stofn­end­ur Stepp­ing Stone höfðu mikla reynslu af því að vinna með flótta­mönn­um áður en Stepp­ing Stone var stofnað, annað hvort í gegn­um heil­brigðis­kerfið eða fé­lags­lega kerfið í Dan­mörku

„Stepp­ing Stone var valið besta brugg­hús Dan­merk­ur árið 2024 og unnu kosn­ingu þar um með met­fjölda at­kvæða. Bjór­hátíðin þeirra Aar­hus Toget­her var val­in viðburður árs­ins þar í landi en Mal­bygg er ein­mitt boðið á þá hátíð í ár. Ný­lega hlaut brugg­húsið einnig viður­kenn­ingu fyr­ir fal­leg­ustu bjórdós Dan­merk­ur,“ seg­ir Magnús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert