„Hreiðar Levý sagði það ekki sæma handbolta“

Hreiðar Levý Guðmundsson fyrrum landsliðsmaður í handbolta og eiginkona hans …
Hreiðar Levý Guðmundsson fyrrum landsliðsmaður í handbolta og eiginkona hans Hildur Gunnlaugsdóttir áhrifavaldur missa ekki af leik hjá íslenska landsliðinu. mbl.is/Karítas

Hild­ur Gunn­laugs­dótt­ir arki­tekt og um­hverf­is­fræðing­ur og eig­inmaður henn­ar fast­eigna­sal­inn Hreiðar Levý Guðmunds­son, bet­ur þekkt­ur sem fyrr­um landsliðsmaður í hand­bolta, missa ekki af leik hjá ís­lenska landsliðinu í hand­knatt­leik.

Eins og marg­ir glögg­ir les­end­ur þekkja er Hild­ur þekkt fyr­ir að bjóða upp á frum­leg­ar og skemmti­leg­ar kræs­ing­ar þegar mikið stend­ur til. Hún held­ur úti In­sta­gram-reikn­ingn­um Hvasso_heima þar sem hægt er að fylgj­ast með því sem hún tek­ur sér fyr­ir hend­ur hverju sinni. Hún er sniðugri en flest­ir í alls kon­ar hlut­um og það má með sanni segja að hún sé líka ár­hifa­vald­ur.

Fjöl­skyld­u­stund að horfa á leik sam­an

Sam­an eru hún og Hreiðar Levý al­gjör­ir stuðpinn­ar og eng­inn verður svik­inn af því að lenda í par­tíi hjá þeim.

Ætlið þið að fylgj­ast með leikj­un­um hjá strák­un­um heima eða fara út?

„Við verðum bara heima í þetta sinn. Hreiðar Levý var að spá í að fara út en það er svo mik­ill gang­ur í fast­eigna­söl­unni hjá hon­um að hann komst því miður ekki. Hann horf­ir á alla leiki og er bú­inn að smita dæt­ur okk­ar af hand­bolta­áhuga, en þeim finnst al­gjör­lega ómiss­andi að horfa á alla leiki. Þetta er því mik­il fjöl­skyld­u­stund að horfa á leik sam­an. Ég er líka bara mjög feg­in því að þurfa ekki að horfa á Hreiðar Levý spila en mér var alltaf smá illa við það enda hrædd um að hann myndi meiðast í leikj­un­um,“ seg­ir Hild­ur og bæt­ir við að mik­il spenna sé á heim­il­inu þegar leik­ur er á skján­um.

„Við von­um auðvitað að strák­arn­ir kom­ist langt í keppn­inni. Hreiðar held­ur því fram að þeir verði óstöðvandi fyrst þeir unnu Egypta í gær­kvöldi og komi þá von­andi með medal­íu heim.“

Stakk upp á vatns­mel­ónu carpaccio

Aðspurð seg­ist Hild­ur að það sé ávallt par­tígleði þegar leik­irn­ir eru sýnd­ir beint og til að vera með al­vöru stemn­ingu verði að bera fram par­tírétti.

Þegar við erum heima að fylgj­ast með leikj­un­um erum við oft­ast með fjöl­skyldupartí en það er svo gam­an að sjá Hreiðar Levý og stelp­urn­ar tengj­ast svona skemmti­lega sam­an yfir hand­bolt­an­um. Báðar yngri dæt­ur okk­ar eru komn­ar í hand­bolta og eldri strák­ur­inn hans er í ung­linga­landsliðinu þannig að meiri­hluti fjöl­skyld­unn­ar er for­fall­inn.

Síðan er það mat­ur­inn en það er ekk­ert partí án kræs­inga. Við erum þó ekki alltaf sam­mála um hvernig kræs­ing­ar við eig­um að vera með en ég pæli meira í út­liti veit­ing­anna en Hreiðar í bragðinu. Ég stakk upp á að vera með vatns­mel­ónu carpaccio en Hreiðar vetó-aði það um leið og sagði það ekki sæma hand­bolt­an­um,“ seg­ir Hild­ur og hlær.

Allt tilbúið fyrir leikinn, partírrétturinn og drykkjarföng.
Allt til­búið fyr­ir leik­inn, par­tír­rétt­ur­inn og drykkjar­föng. mbl.is/​Karítas

Nachos­gleði í glasi

„Ég ákvað því að vera með of­ur­ein­falt nachos sem er samt í huggu­legu glasi. Ég elska svona ein­fald­an mat sem hægt er að henda sam­an á 5 mín­út­um og þetta er akkúrat þannig. Það er líka mjög hent­ugt sem par­tímat­ur núna á þessu mikla flensu­tíma­bili en hver og einn fær sitt glas. Í hverju glasi eru svart­ar baun­ir, eða hakk fyr­ir þau sem það vilja frek­ar, kryddaður ost­ur, sýrður rjómi, guaca­mole, salsa sósa, tóm­at­ar, rauð paprika og jalapenó. Með þessu ber ég fram nachos í skál,“ seg­ir Hild­ur sposk.

Hildur töfraði fram þennan skemmtilega partírétt á augabragði og skreytti …
Hild­ur töfraði fram þenn­an skemmti­lega par­tírétt á auga­bragði og skreytti að sjálf­sögðu með ís­lenska fán­an­um. mbl.is/​Karítas

„Hreiðar Levý sagði það ekki sæma handbolta“

Vista Prenta

Par­tírétt­ur í glasi og nachos

Fyr­ir 3 glös

  • 1 dós svart­ar baun­ir
  • 200 g rif­inn ost­ur með mexí­kó­kryddi
  • 1 ½ dós sýrður rjómi
  • 2 avóka­dó
  • smá salt
  • chilli­f­lög­ur
  • hvít­lauk­ur eft­ir smekk
  • límónusafi eft­ir smekk

Til skrauts

  • kokteil­tóm­at­ar, skorn­ir til helm­inga
  • rauð paprika, skor­in í sneiðar eða bita
  • jalapenó, skorið í litl­ar sneiðar

Meðlæti

  • Nachos að eig­in vali

Aðferð:

  1. Byrjið á því að gera guaca­mole.
  2. Skerið avóka­dó­in, stappið sam­an og kryddið til með smá salti og chili­f­lög­um, bætið við smá hvít­lauk sem búið er að saxa smátt eða merja og fersk­um límónusafa.
  3. Hrærið í blönd­unni og þá er guaca­mole til­búið
  4. Takið síðan til þrjú glös á fæti.
  5. Setjið svörtu baun­irn­ar neðst í glös­in, eða eldað nauta­hakk ef vill.
  6. Setjið síðan smá af rifn­um osti í hvert glas.
  7. Hrærið sýrða rjóm­an­um og bætið í glös­in ofan á ost­inn.
  8. Setjið síðan dágóða skeið af guaca­mole ofan á sýrða rjómann.
  9. Skreytið með litl­um kokteil­tómöt­um, rauðri papriku og jalapenó.
  10. Berið fram með nachosi í skál.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert