Helvítis Kokkurinn og Jón þjófstörtuðu bóndadeginum með ís

Helvítis Kokkurinn, Ívar Örn Hansen og Jón Jóhannsson rekstrastjóri hjá …
Helvítis Kokkurinn, Ívar Örn Hansen og Jón Jóhannsson rekstrastjóri hjá Skúbb þjófstarta bóndadeginum og gæða sér á Helvítísísnum. Ljósmynd/Aðsend

Ísgerðin Skúbb kynn­ir nýj­an og djörfug­an ís í til­efni bónda­dags­ins, þróaðan í ein­stöku sam­starfi við Ívar Örn Han­sen, bet­ur þekkt­ur sem Hevít­is Kokk­ur­inn. Ísinn, sem ber heitið Hel­vítis­ís­inn, býður upp á óvænta en dá­sam­lega bragðsam­setn­ingu þar sem mjólkurís mæt­ir Hel­vít­is eldpip­ar­sultu með carol­ina rea­per og blá­ber frá Hel­vít­is Kokk­in­um.

„Við vild­um skapa eitt­hvað al­veg nýtt fyr­ir bónda­dag­inn. Við erum alltaf til í að prófa eitt­hvað nýtt og skemmti­legt og sér­stak­lega ef það er pínu óhefðbundið. Sam­starfið við Hel­vít­is Kokk­inn hef­ur gert okk­ur kleift að bjóða upp á ís sem sam­ein­ar sæt­an mjólkurís og mjög sterk­an með kryddaðri eldpip­ar­sultu með Carol­ina rea­per og blá­ber,“ seg­ir Jón Jó­hanns­son, rekstr­ar­stjóri Skúbbs.

„Frá okk­ar fyrstu kynn­um þá small þetta eig­in­lega allt sam­an, við seld­um fyrstu krukk­urn­ar af Hel­vít­is eldpip­ar­sult­un­um á jóla­markaði árið 2022 og það vildi svo heppi­lega til að Jón var með ísvagn­inn við hliðina á okk­ur á þess­um markaði. Við send­um alla sem smökkuðu sterk­ustu sultu lands­ins beint til hans að fá sér ís til að kæla sig eft­ir á. Þannig kviknaði hug­mynd­in, af hverju ekki að blanda sam­an ljúf­fenga ísn­um frá Skúbb og eld­heitri sultu frá Hel­vít­is?“ seg­ir Ívar og glott­ir.

Þeir félagar ánægðir með ísinn.
Þeir fé­lag­ar ánægðir með ís­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Þorraís­inn ein­ung­is í Skúbb

Sult­ur frá Hel­vít­is Kokk­in­um hafa notið vin­sælda fyr­ir ein­staka bragðtóna, og sam­an skapa hún og ís­inn óvænta upp­lif­un fyr­ir bragðlauk­ana. Þorraís­inn verður í boði í tak­mörkuðu magni og ein­ung­is í Skúbb-ísbúðinni á Laug­ar­ás­vegi.

„Þetta er ís fyr­ir þá sem þora að prófa eitt­hvað nýtt. Það má segja að þetta sé full­kom­in leið til að fagna bónda­deg­in­um, að fá sér Þorraís,“ bæt­ir Jón við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert