Nýir eigendur hafa tekið við frönsku sælkeraversluninni HYALIN sem stendur við Skólavörðustíg 4a í hjarta miðborgarinnar. Védís Eva Guðmundsdóttir og Karl Ólafur Hallbjörnsson hafa keypt verslunina af Didier og Arnaud Pierre. Verslunin býður upp á sælkeravöru frá Frakklandi og Miðjarðarhafi sem hefur notið mikilla vinsælda síðan verslunin hóf göngu sína fyrir sjöárum síðan. Þetta kemur fram á Facebook-síðu verslunarinnar í gærkvöldi.
Kæru vinir og kæru viðskiptavinir, við viljum þakka ykkur innilega fyrir tryggðina í gegnum þessi sjö ár hjá HYALIN. Sífellt fleiri ykkar hafa áhuga á gæðafrönskum og Miðjarðarhafsvörum og hugsanlega eigum við einhvern þátt í því.
Í dag erum við að sjálfsögðu mjög glöð að ganga til liðs við fjölskyldur okkar og vini í Frakklandi en umfram allt ánægð með að HYALIN-ævintýrið geti haldið áfram og þróast með Védísi Evu og Karli Ólafi, bæði unnendum Frakklands og matarfræði þess. Við óskum þeim alls hins besta og bjóðum ykkur að koma og hitta þær og finna ykkar uppáhalds vörur sem og margar nýjar vörur þegar verslunin opnar aftur eftir nokkrar vikur. Frekari upplýsingar um það fljótlega.
Takk aftur fyrir öll þessi yndislegu ár!
Didier og Arnaud Pierre