Nýir eigendur taka við sælkeraversluninni HYALIN

Karl Ólafur Hallbjörnsson og Védís Eva Guðmundsdóttir hafa keypt frönsku …
Karl Ólafur Hallbjörnsson og Védís Eva Guðmundsdóttir hafa keypt frönsku sælkeraverslunina HYALIN af Didier og Arnaud Pierre. Ljósmynd/Aðsend

Nýir eig­end­ur hafa tekið við frönsku sæl­kera­versl­un­inni HYAL­IN sem stend­ur við Skóla­vörðustíg 4a í hjarta miðborg­ar­inn­ar. Vé­dís Eva Guðmunds­dótt­ir og Karl Ólaf­ur Hall­björns­son hafa keypt versl­un­ina af Didier og Arnaud Pier­re. Versl­un­in býður upp á sæl­kera­vöru frá Frakklandi og Miðjarðar­hafi sem hef­ur notið mik­illa vin­sælda síðan versl­un­in hóf göngu sína fyr­ir sjöár­um síðan. Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu versl­un­ar­inn­ar í gær­kvöldi.

Didier og Arnaud Pierre kveðja sælkeraverslunin sína sem þeir opnuðu …
Didier og Arnaud Pier­re kveðja sæl­kera­versl­un­in sína sem þeir opnuðu fyr­ir liðlega sjö árum sín­um og óska nýju eig­end­um gæfu og góðs geng­is. Ljós­mynd/​Aðsend

Hér má sjá orðsend­ingu til vina og viðskipta­vina frá þeim Diedier og Arnaud

Kæru vin­ir og kæru viðskipta­vin­ir, við vilj­um þakka ykk­ur inni­lega fyr­ir tryggðina í gegn­um þessi sjö ár hjá HYAL­IN. Sí­fellt fleiri ykk­ar hafa áhuga á gæðafrönsk­um og Miðjarðar­hafs­vör­um og hugs­an­lega eig­um við ein­hvern þátt í því.

Í dag erum við að sjálf­sögðu mjög glöð að ganga til liðs við fjöl­skyld­ur okk­ar og vini í Frakklandi en um­fram allt ánægð með að HYAL­IN-æv­in­týrið geti haldið áfram og þró­ast með Vé­dísi Evu og Karli Ólafi, bæði unn­end­um Frakk­lands og matar­fræði þess. Við ósk­um þeim alls hins besta og bjóðum ykk­ur að koma og hitta þær og finna ykk­ar upp­á­halds vör­ur sem og marg­ar nýj­ar vör­ur þegar versl­un­in opn­ar aft­ur eft­ir nokkr­ar vik­ur. Frek­ari upp­lýs­ing­ar um það fljót­lega.

Takk aft­ur fyr­ir öll þessi ynd­is­legu ár!

Didier og Arnaud Pier­re

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert