Bananabrauð Eyrnaslapa er fullkomið með helgarkaffinu

Bananabrauðið hans Eyrnaslappa hressir og lífgar upp á daginn.
Bananabrauðið hans Eyrnaslappa hressir og lífgar upp á daginn. Samsett mynd

Fyr­ir helgar­bakst­ur­inn er upp­lagt að baka þetta ban­ana­brauð með yngri kyn­slóðinni og eiga sam­an skemmti­leg­ar sam­veru­stund­ir. Ban­ana­brauðið hans Eyrnaslappa hress­ir og lífg­ar upp á dag­inn. Svo er það líka svo gott nýbakað með smjöri og ilm­ur­inn úr eld­hús­inu með það er að bak­ast er ómót­stæðilega góður.

Upp­skrift­ina er að finna í Stóru Disney-upp­skrifta­bók­inni frá Eddu út­gáfu.

Bananabrauðið er ómótstæðilega gott með smjöri.
Ban­ana­brauðið er ómót­stæðilega gott með smjöri. Ljós­mynd/​Gassi

Bananabrauð Eyrnaslapa er fullkomið með helgarkaffinu

Vista Prenta

Ban­ana­brauð Eyrnaslappa

  • 200 g hveiti, eða heil­hveiti

  • 1 tsk. mat­ar­sódi

  • 1 tsk. allra­handa-krydd

  • 100 g púður­syk­ur

  • 2 vel þroskaðir ban­an­ar

  • 4 msk. olía

  • 2 egg

  • 4 msk. mjólk

  • 1 tsk. vanillu­drop­ar

  • þurrkaðar ban­ana­skíf­ur

  • olía eða smjör til að smyrja formið

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.

  2. Smyrjið 23 cm lang form vel með smjöri eða olíu.

  3. Blandið öll­um hrá­efn­um vel sam­an nema ban­ön­um.

  4. Stappið ban­an­ana með gaffli og bætið út í blönd­una að síðustu.

  5. Hellið deig­inu í formið og raðið þurrkuðum ban­ana­skíf­um ofan á.

  6. Bakið í 40 mín­út­ur eða þar til prjónn sem stungið er ofan í kem­ur hreinn upp úr.

  7. Berið fram með smjöri og osti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert