Glæsilegir vinningar í boði í kokteilakeppni Tipsý & Bulleit

Teitur Riddermann Schiöth forseti Barþjónaklúbbs Íslands, vinningshafiinn í fyrra, Martin …
Teitur Riddermann Schiöth forseti Barþjónaklúbbs Íslands, vinningshafiinn í fyrra, Martin Cabejsek, Ólafur Andri Benediktsson og Jakob Alf Arnarsson Ljósmynd/Aðsend

Framund­an í byrj­un fe­brú­ar verður hald­in kokteila­keppni Tip­sy og Bul­leit en hún verður hald­in 3. og 5. fe­brú­ar. Það verður mikið um dýrðir, þemað í ár verður am­er­ískt og vinn­ing­arn­ir stór­glæsi­leg­ir að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Tip­sý bar.

All­ir barþjón­ar og áhuga­fólk um kokteila geta tekið þátt og skráð sig til leiks en tólf inn­send­ing­ar verða vald­ar í for­keppni mánu­dag­inn 3. fe­brú­ar og fimm kokteil­ar keppa svo til úr­slita miðviku­dag­inn 5. fe­brú­ar.

Kynn­arn­ir í úr­slita­keppni verða gleðigjaf­arn­ir Auðunn Blön­dal og Steindi og um tón­list­ina mun DJ Sól­ey sjá um með sinni al­kunnu snilld.

Þessi skipuðu dómnefndina í fyrra, Teitur Riddermann Schiöth, Sævar Helgi …
Þessi skipuðu dóm­nefnd­ina í fyrra, Teit­ur Ridder­mann Schiöth, Sæv­ar Helgi Örn­ólfs­son, Steindi Jr. og Huld Har­alds­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Vinn­ing­arn­ir verða ekki af verri end­an­um

Í aðal­vinn­ing er 200.000 króna gjafa­bréf hjá PLAY og fjöldi veg­legra auka­vinn­inga.

Hver þátt­tak­andi, sem send­ir inn kokteil sem upp­fyll­ir skil­yrði inn­send­ing­ar, fær eitt 5.000 króna gjafa­bréf sem gild­ir á sex af vin­sæl­ustu veit­inga­stöðum Reykja­vík­ur. Þetta eru veit­ingastaðirn­ir Apotek kitchen + bar, Fjall­kon­an krá & kræs­ing­ar, Sus­hi Social, Sæta Svínið gastrop­ub, Tap­asbar­inn og Tres Locos.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í keppn­inni eru beðnir að senda á eft­ir­far­andi net­fang keppni@tip­sy­b­ar.is fyr­ir 1. fe­brú­ar næst­kom­andi

Inn­send­ing þarf að inni­halda eft­ir­far­andi:

  • Nafn á kokteil, inn­blást­ur og mynd.
  • Upp­skrift, með a.m.k. 30 ml. af Bul­leit vöru (Bull­ett bour­bon, Bull­et bour­bon 10 year old, Bull­et rye whi­skey).
  • Upp­lýsing­ar um þátt­tak­anda (nafn, vinnustaður, síma­núm­er).

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um keppn­ina er að finna á heimasíðunni hjá Tip­sý bar hér.

 

 

Gríðarleg stemning var á Tipsý á keppninni í fyrra.
Gríðarleg stemn­ing var á Tip­sý á keppn­inni í fyrra. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert