Gómsætir partíréttir fyrir næsta leik úr smiðju Andreu

Girnilegir partíréttir sem upplagt er að galdra fram fyrir næsta …
Girnilegir partíréttir sem upplagt er að galdra fram fyrir næsta landsleik í á HM til að bjóða upp með horft er. Samsett mynd

Andrea Gunn­ars­dótt­ir mat­ar­blogg­ari hef­ur fylgst með öll­um lands­leikj­un­um á HM í hand­bolta und­an­farna daga og út­býr ávallt góða par­tírétti fyr­ir hvern leik.

„Ég hef mikla ástríðu fyr­ir mat­ar­gerð. Satt að segja hugsa ég ekki um annað en mat og hef ein­stak­lega gam­an af því að elda og bera fram bragðgóðan og fal­leg­an mat fyr­ir fólkið sem mér þykir vænt um,“ seg­ir Andrea og bæt­ir við: Mér finnst al­gjör­lega ómiss­andi að hafa góðar veit­ing­ar þegar horft er á leiki.

Einn af okk­ar upp­á­halds­rétt­um til þess að borða yfir spenn­andi leikj­um er kór­esk­ur kjúk­ling­ur en ég hef deilt þeirri upp­skrift áður með les­end­um mat­ar­vefs­ins.

Einnig er í miklu upp­á­haldi hjá okk­ur ofn­bökuð ídýfa með chili-sultu og tortilla-rúll­ur sem við dýf­um í sweet-chili sósu. Ekta par­tírétt­ir sem tek­ur stutta stund að út­búa og slá ávallt í gegn.“

Gómsæt ídýfa með chili-sultu.
Góm­sæt ídýfa með chili-sultu. Ljós­mynd/​Andrea Gunn­ars­dótt­ir

Andrea deil­ir með les­end­um tveim upp­skrift­um sem upp­lagt er að prófa með næsta leik sem framund­an er á morg­un, sunnu­dag­inn 26. janú­ar en þá mun ís­lenska landsliðið etja kappi við Arg­entínu.

Lostæti þessar tortillur með skinkunni og verð enn betri með …
Lostæti þess­ar tortill­ur með skin­kunni og verð enn betri með sweet-chili. Ljós­mynd/​Andrea Gunn­ars­dótt­ir

Gómsætir partíréttir fyrir næsta leik úr smiðju Andreu

Vista Prenta

Ofn­bökuð ídýfa með chili-sultu og Tortillar­úll­ur með döðlum og bei­koni

Ofn­bökuð ídýfa með chili-sultu 

  • 250 g rjóma­ost­ur
  • 2,5 bolli rif­inn chedd­ar ost­ur
  • 300 g chili-sulta (Andrea not­ar frá Stonefire)
  • 2 vor­lauk­ar, skorn­ir í þunn­ar sneiðar og græni hlut­inn geymd­ur
  • 4 hvít­lauksrif, fín­hökkuð
  • 8 sneiðar mjög stökkt bei­kon, hakkað

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 175°.
  2. Blandið öllu hrá­efn­inu vel sam­an og setjið í smurt eld­fast mót eða smurða steypu­járn­spönnu.
  3. Bakið í ofni í 20-30 mín­út­ur.
  4. Hitið nokkr­ar mat­skeiðar af chili-sultu í ör­bylgju­ofni.
  5. Þegar ídýf­an er til­bú­in er heitu chili-sult­unni og græna part­in­um af vor­laukn­um dreift yfir ídýf­una.
  6. Berið fram með Ritz-kexi, tortilla­f­lög­um, snittu­brauði eða hverju því sem hug­ur­inn girn­ist.

Tortillar­úll­ur með döðlum og bei­koni

  • 4 stór­ar tortilla­kök­ur
  • Silk­iskor­in skinka eft­ir smekk
  • 200 g rjóma­ost­ur með svört­um pip­ar
  • 4 döðlur, saxaðar
  • 4 sneiðar bei­kon, steikt þar til mjög stökkt og hakkað niður
  • 2 hand­fylli rif­inn chedd­ar ost­ur
  • 1 hand­fylli smátt saxaður graslauk­ur
  • Sweet-chili sósa til að bera fram með

Aðferð:

  1. Blandið sam­an rjóma­osti, döðlum, bei­koni, chedd­arosti og graslauk.
  2. Smyrjið tortilla­kök­ur með þessu og dreifið silk­iskor­inni skinku eft­ir smekk yfir.
  3. Rúllið kök­un­um upp og skerið í pass­lega bita.
  4. Látið standa í ís­skáp í um það bil klukku­stund áður en borið fram með sweet-chili sósu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert