Daníel á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025

Hrafnkell Ingi Gissurason hreppti 3. sætið. Daníel Oddson á Jungle …
Hrafnkell Ingi Gissurason hreppti 3. sætið. Daníel Oddson á Jungle stóð upp sem sigurvergari og hreppti 1. sætið og Dagur Jakobsson á Apótekinu hlaut 2. sætið. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson

Alls tóku 34 barþjón­ar þátt í keppn­inni um Bláa Safír­inn í ár og komust 10 stiga­hæstu kepp­end­urn­ir áfram og kepptu til úr­slita um hinn eft­ir­sótta titil og 100.000 króna ferðavinn­ing.

Úrslita­keppn­in fór fram á Peter­sen Svít­unni á fimmtu­dags­kvöldið, 23. janú­ar síðastliðinn. Daní­el Odds­son á Jungle stóð uppi sem sig­ur­veg­ari kvölds­ins en hann keppti með drykk­inn sinn Celery Chap.

Dag­ur Jak­obs­son lenti í 2. sæti með drykk­inn The Jewel in the Crown og það var hann Hrafn­kell Ingi Giss­ur­ar­son á Skál! sem lenti í 3. sæti með drykk­inn sinn Fenn­el Count­down.

Sigurvegarinn Daníel Oddsson var alsæll með sigurinn og ekki síst …
Sig­ur­veg­ar­inn Daní­el Odds­son var al­sæll með sig­ur­inn og ekki síst vinn­ing­ana. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son
Daníel Oddsson á Jungle stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins en …
Daní­el Odds­son á Jungle stóð uppi sem sig­ur­veg­ari kvölds­ins en hann keppti með drykk­inn sinn Celery Chap. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son

Sig­ur­veg­ar­inn á bleiku skýi

Sig­ur­veg­ar­inn var á bleiku skýi eft­ir sig­ur­inn enda hef­ur hann mikla ástríðu fyr­ir starfi sínu sem barþjónn og get­ur ekki hugsað sér að starfa við neitt annað. Daní­el er 27 ára gam­all og er yf­ir­barþjónn á Jungle Cocktail­b­ar-bar.

Glæsilegur vinningsskjöldur.
Glæsi­leg­ur vinn­ings­skjöld­ur. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son

„Ég byrjaði að vinna sem þjónn fyr­ir 10 árum og fann fljótt fyr­ir áhuga á kokteil­agerð og barþjóna­mennsku. Ég byrjaði að vinna sem barþjónn í fullu starfi á Jungle og vann mig upp í yf­ir­manna­stöðu. Ég get ekki séð fyr­ir að gera neitt annað næstu árin,“ seg­ir Daní­el glaður í bragði.

Dóm­nefnd­ina skipuðu:

  • Jón­ína Unn­ur Gunn­ars­dótt­ir - fyrr­um for­seti Barþjóna­klúbbs Íslands
  • Þórir Steinn Stef­áns­son - Mekka Wines & Spi­rits
  • Adam Karl Helga­son - Mat­ar- og kokteila­spek­úl­ant
  • Svavar Helgi Ernu­son - Stjórn­ar­maður í Barþjóna­klúbbi Íslands og einn eig­anda á Tip­sý kokteil­b­ar.

Þeir tíu barþjón­ar sem kepptu til úr­slita voru eft­ir­far­andi:

  • Al­ex­and­er Jós­ef Al­vara­do á Jungle með drykk­inn Flo Rida
  • Alles­andro Mal­anca á Skál með drykk­inn Wh­ere's the green?
  • Dag­ur Jak­obs­son á Apó­tek með drykk­inn The Jewel in the Crown
  • Daní­el Odds­son á Jungle með drykk­inn Celery Chap
  • Heim­ir Mort­hens á Drykk með drykk­inn Mi-So-Hon-Ey
  • Hrafn­kell Ingi Giss­ur­ar­son á Skál með drykk­inn Fenn­el Count­down
  • Jakob Alf Arn­ar­son á Gilli­gogg með drykk­inn Glow­st­one
  • Kristján Högni á Kalda Bar með drykk­inn Hare Kristján
  • Pat­rek­ur Ingi Sig­fús­son frá Reykja­vík Cocktails með drykk­inn OK
  • Ró­bert Aron Garðars­son Proppé á Drykk með drykk­inn In bloom
Dagur Jakobsson lenti í 2. sæti með drykkinn The Jewel …
Dag­ur Jak­obs­son lenti í 2. sæti með drykk­inn The Jewel in the Crown. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son
Drykkurinn The Jewel in the Crown.
Drykk­ur­inn The Jewel in the Crown. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son
Hrafnkell Ingi Gissurarson á Skál! sem lenti í 3. sæti …
Hrafn­kell Ingi Giss­ur­ar­son á Skál! sem lenti í 3. sæti með drykk­inn sinn Fenn­el Count­down. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son
Fennel Countdown drykkurinn sem Hrafnkell Ingi Gissurarson hreppti 3. sætið …
Fenn­el Count­down drykk­ur­inn sem Hrafn­kell Ingi Giss­ur­ar­son hreppti 3. sætið fyr­ir. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son
Alexander Jósef Alvarado á Jungle með drykkinn Flo Rida.
Al­ex­and­er Jós­ef Al­vara­do á Jungle með drykk­inn Flo Rida. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son
Patrekur Ingi Sigfússon frá Reykjavík Cocktails með drykkinn OK.
Pat­rek­ur Ingi Sig­fús­son frá Reykja­vík Cocktails með drykk­inn OK. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son
Róbert Aron Garðarsson Proppé á Drykk með drykkinn In bloom.
Ró­bert Aron Garðars­son Proppé á Drykk með drykk­inn In bloom. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son
Jakob Alf Arnarson á Gilligogg með drykkinn Glowstone.
Jakob Alf Arn­ar­son á Gilli­gogg með drykk­inn Glow­st­one. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son
Kristján Högni á Kalda Bar með drykkinn Hare Kristján.
Kristján Högni á Kalda Bar með drykk­inn Hare Kristján. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son
Allesandro Malanca á Skál með drykkinn Where's the green?
Alles­andro Mal­anca á Skál með drykk­inn Wh­ere's the green? Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son
Heimir Morthens á Drykk með drykkinn Mi-So-Hon-Ey.
Heim­ir Mort­hens á Drykk með drykk­inn Mi-So-Hon-Ey. Ljós­mynd/Ó​mar Vil­helms­son

Svipt­ir hul­unni af upp­skrift­inni

Daní­el svipt­ir hér hul­unni af upp­skrift­inni að sig­ur­drykkn­um, Celery Chap, sem heillaði dóm­nefnd­ina upp úr skón­um.

„Ég hef gam­an að óhefðbundn­um bragðsam­setn­ing­um sem koma skemmti­lega á óvart hvað þær fara vel sam­an. Celery og jarðarber er ein af þeim sam­setn­ing­um,“ seg­ir Daní­el þegar hann er spurður út í inn­blást­ur sig­ur­drykkj­ar­ins.

Daníel á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025

Vista Prenta

Celery Chap

  • 45 ml jarðarberjain­fjúsað Bombay Sapp­hire gin
  • 30 ml sell­e­rí síróp
  • 22,5 ml límónusafi
  • 3x döss abs­int­he

Til skrauts:

  • Mintu­lauf ef vill

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið í kokteil­hrist­ara og hristið vel.
  2. Strenið síðan blönd­unni gegn­um sigti í viðeig­andi glas á fæti og skreytið að vild.

 

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert