„Íslendingar eru heimsmeistarar að borða á methraða“

Nína Björk Gunnarsdóttir og Askur hundurinn hennar njóta sín heima …
Nína Björk Gunnarsdóttir og Askur hundurinn hennar njóta sín heima í stofu. Nína ljóstrar upp nokkrum staðreyndum um matarvenjur sínar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nína Björk Gunn­ars­dótt­ir, at­hafna­kona og fag­ur­keri með meiru, ljóstr­ar upp áhuga­verðum staðreynd­um um mat­ar­venj­ur sín­ar að þessu sinni. Hún elsk­ar fal­leg­an og góðan mat, til að mynda ind­versk­an, ít­alsk­an, mexí­kósk­an, tæl­ensk­an og ís­lenskt sjáv­ar­fang. Hún er líka meðvituð um að mataræði hef­ur mikið að segja fyr­ir and­lega og lík­am­lega líðan og heil­brigði.

Nína starfar hjá Lyfju sem flakk­ari við að þjón­usta fólk um land allt með lyf, víta­mín, fæðibót­ar­efni, húðvör­ur, snyrti­vör­ur og allt það sem Lyfja hef­ur upp á að bjóða.

„Ég er lærður ljós­mynd­ari og jóga­kenn­ari og stefni á að hefja kennslu í jóga með jóga­fræði, sem eru bestu verk­fær­in til að koma sér í gott and­legt og lík­am­legt form,“ seg­ir Nína og er á því að við get­um mörg okk­ar hugsað bet­ur um okk­ur.

Nína er fagurkeri fram í fingurgóma og er oftar en …
Nína er fag­ur­keri fram í fing­ur­góma og er oft­ar en ekki með marga bolta á lofti í einu. Ljós­mynd/​Aðsend

Braut­irn­ar okk­ar eru oft stíflaðar af úr­gangi

„Hraðinn á okk­ur er nefni­lega svo gal­inn að mörg okk­ar fara langt fram úr okk­ur. Við gleym­um að anda og borða, sem eru lyk­il­atriðin. Önd­un­in okk­ar er mik­il­væg til að kom­ast áfram á góðan stað í líf­inu, hreins­ar og brenn­ur upp öllu gömlu sem er óþarfi fyr­ir okk­ur. Braut­irn­ar okk­ar eru oft stíflaðar af úr­gangi sem við höf­um ekki náð að hreinsa út, þess vegna eru marg­ir sjúk­dóm­ar lífstíls­sjúk­dóm­ar,“ seg­ir Nína al­vöru­gef­in.

„Mataræðið er stór þátt­ur í að vera heil­brigð og þess vegna er mik­il­vægt að borða rétt. Til að kom­ast að því hver er okk­ar dós þurf­um við að skoða okk­ur og taka próf sem svar­ar okk­ar sann­leika. Dós­irn­ar í jóga­fræðinni eru þrjár: Vata, Pitta og Kapha. Þær segja okk­ur hvað hent­ar hverj­um og ein­um í mataræði.

Íslend­ing­ar eru heims­meist­ar­ar að borða á met­hraða, við erum alltaf að flýta okk­ur, sem er van­v­irðing fyr­ir þann sem stóð hell­engi að nostra við mat­inn fyr­ir okk­ur. Það allra besta fyr­ir melt­ing­una er að tyggja mat­inn vel og dást að matn­um um leið,“ seg­ir Nína með bros á vör.

Losa okk­ur við það sem þjón­ar okk­ur ekki

„Aðal­atriðið er að taka okk­ur ekki of al­var­lega í dag­legu lífi, finna ástríðu fyr­ir því sem vek­ur upp áhuga hjá okk­ur, sýna þakk­læti fyr­ir það góða í okk­ar lífi og losa okk­ur við það sem þjón­ar okk­ur ekki leng­ur í lífi og starfi.

Við eig­um að hafa gam­an að því að bjóða skemmti­legu fólki í mat­ar­boð. Muna eiga tíma fyr­ir okk­ur sjálf. Oft­ast er egóið okk­ar og hug­ur­inn að stjórna í staðinn fyr­ir að skoða hvað sé best fyr­ir sál­ina. Við þurf­um að spyrja okk­ur um hvað sé best fyr­ir sál­ina okk­ar. Þannig verðum við besta út­gáf­an af okk­ur sjálf­um,“ seg­ir Nína.

Nína er lærður ljósmyndari og jógakennari.
Nína er lærður ljós­mynd­ari og jóga­kenn­ari. Ljós­mynd/​Aðsend

Til­biður góðan kaffi­bolla

Nína gaf sér tíma til að svara nokkr­um pra­tísk­um spurn­ing­um um mat­ar­venj­ur sín­ar.

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Ég verð að viður­kenna að ég borða sjald­an morg­un­mat, er frek­ar lyst­ar­laus á morgn­ana. En volgt vatn, sítr­óna, engi­fer og smá hun­ang er gott fyr­ir melt­ing­una. Ég til­bið góðan kaffi­bolla, þá vakna ég vel og er extra til­bú­in í dag­inn.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Ávext­ir, til dæm­is ban­ani með hnetu­smjöri, er mitt upp­á­hald núna. Það er svo gott sam­an og mjög orku­ríkt. Smoot­hie er mjög vin­sæll á mínu heim­ili. Svo þykir mér dökkt súkkulaði alltaf gott.“

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?

„Já, há­deg­is­mat­ur er mjög mik­il­væg­ur fyr­ir mig sem borða lítið sem ekk­ert á morgn­ana.“

Hvað áttu alltaf til í ís­skápn­um?

„Mjólk, ost­ar, djús, sóda­vatn, græn­meti, harðfisk­ur, egg, humm­us, gott álegg ofan á brauð. Síðan er líka ávallt til grísk jóg­úrt og Ab-mjólk.“

Ferðu á Þorra­blót?

„Nei, ég hef ekki gert það ný­lega, en þá mundi ég velja KR þorra­blótið, ekki út af matn­um, frek­ar skemmti­lega fólk­inu sem mæt­ir oft­ast þangað.“

„Súrmat­ur fer ekki upp í minn munn“

Borðar þú þorramat?

„Mamma og afi gáfu mér sviðasultu og há­karl þegar ég var lít­il stelpa og sviðakjamma með róf­u­stöppu, það fannst mér gott. Mamma ætlaði að koma upp í mig hrút­spung­um en ég afþakkaði, líka skrítið heiti á mat. En súrmat­ur fer ekki upp í minn munn.“

Hvað finnst þér best af þorramatn­um?

„Harðfisk­ur og flat­kök­ur með hangi­kjöti.“

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig í mat og drykk og vel­ur veit­ingastað til að fara á, hvert ferðu?

„Ég elska Fisk­fé­lagið, Apó­tekið, Sumak og Sus­hi train, ann­ars er eld­húsið mitt upp­á­haldsstaður­inn.“

Hvað færð þú þér á pyls­una þína?

„Eina með öllu, nauðsyn­legt að hafa þá myntu í tösk­unni sér­stak­lega ef þú ætl­ar að knúsa ein­hvern fljót­lega eft­ir pyls­una.“

Hver er upp­á­halds­rétt­ur­inn þinn?

„Mjög erfitt val að gera upp á milli rétta, þeir eru marg­ir í upp­á­haldi. Til að mynda tæl­ensk­ur kjúk­ling­ur í massam­ankarry, þorsk­ur og heit­reikt­ur lax með spínatsósu sem Aron eld­ar, blóm­kálið á Sumac og soðin ýsa klikk­ar aldrei.“

Hvort vel­ur þú kart­öfl­ur eða sal­at á disk­inn þinn?

„Það fer eft­ir hvað ég er að borða. Sæt­ar kart­öfl­ur verða oft­ast fyr­ir val­inu. Sal­at er alltaf ferskt og gott með góðri dress­ingu.“

Upp­á­halds­drykk­ur­inn þinn?

„Íslenskt vatn, collab, ís­kald­ur bjór og Aperol spritz á góðum sum­ar­degi.“

 

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert