Hin margverðlaunaða Snædís ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar

Matreiðslumeistarinn margverðlaunaði og góðkunni Snædís Xyza Mae Jónsdóttir hefur verið …
Matreiðslumeistarinn margverðlaunaði og góðkunni Snædís Xyza Mae Jónsdóttir hefur verið ráðin yfirmatreiðslumaður á Fröken Reykjavik Kitchen & Bar. Ljósmynd/Anna Maggý

Mat­reiðslu­meist­ar­inn marg­verðlaunaði og góðkunni Snæ­dís Xyza Mae Jóns­dótt­ir hef­ur verið ráðin yf­ir­mat­reiðslumaður á Frök­en Reykja­vik Kitchen & Bar. Snæ­dís er einn af fremstu kokk­um lands­ins og það verður spenn­andi að fylgj­ast með henni á þess­um ein­stak­lega glæsi­lega veit­ingastað við Lækj­ar­göt­una að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Hót­el Reykja­vík Sögu þar sem veit­ingastaður­inn er staðsett­ur.

Fer­ill Snæ­dís­ar er glæst­ur en hún hóf fer­il­inn á Sus­hi Social, Apó­tek­inu og Hót­el Sögu þar sem hún út­skrifaðist árið 2018. Einnig starfaði hún sem yf­ir­mat­reiðslumaður á Silfru hjá ION Hót­el og stýrði eld­hús­inu þar auk þess að taka við þjálf­un Kokka­landsliðsins.

Sannaði sig sem einn fremsti mat­reiðslu­meist­ar­inn

Snæ­dís hef­ur sannað sig sem einn fremsti mat­reiðslu­meist­ari lands­ins en hún hef­ur að auki víðamikla keppn­is­reynslu. Hún var aðstoðamaður Kokka­landsliðsins 2015 og tók þátt ásamt liðinu á Ólymp­íu­leik­um 2016. Hún var fyr­irliði liðsins þegar það náði sín­um besta ár­angri, 3. sæti á Ólymp­íu­leik­un­um 2020 og var það í fyrsta skipti sem ís­lenska kokka­landsliðið komst á verðlaunap­all. Hún tók við þjálf­un landsliðsins í apríl 2023 og leiddi liðið á pall og náði 3. sæti auk þess að hljóta tvenn gull­verðlaun og sig­ur fyr­ir „heita seðill“.

Það eru ófá verðlaun­in sem Snæ­dís hef­ur hlotið á ferl­in­um en hún hreppti 1. sætið í keppn­inni Eft­ir­rétt­ur árs­ins 2018, 1. sæti í Arctic Chal­lenge keppn­inni, að auki hef­ur Snæ­dís náð 4. sæti árið 2019 og 6. sæti árið 2023 í keppn­inni um titil­inn Kokk­ur árs­ins. Ný­verið var Snæ­dísi mat­reiðslu­meist­ara veitt Cor­don Blue-orða Klúbbs mat­reiðslu­meist­ara, en orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrsk­ar­andi starf í þágu mat­reiðslufags­ins.

Snæ­dís er fagmaður fram í fing­ur­góma sem hef­ur komið henni í fremsta flokk mat­reiðslu­manna heims.Það verður spenn­andi að fylgj­ast með Snæ­dísi á Frök­en Reykja­vík Kitchen & Bar.

Hluti af Íslands­hót­el­um

Frök­en Reykja­vík Kitchen & bar er staðsett á Hót­el Reykja­vík Sögu við Lækj­ar­götu. Hót­elið er með glæsi­legri hót­el­um lands­ins og tel­ur 130 her­bergi. Á hót­el­inu er einnig líf­leg­ur bar, vín­her­bergi og heilsu­lind með lík­ams­rækt­araðstöðu.  Hót­el Reykja­vík Saga er hluti af Íslands­hót­el­um sem  eiga og reka 18 hót­el með allt að 2.000 gist­i­rými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert