Skreyttu þjóðlegt borð í anda þorrans

Nöfnurnar Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir tóku sig …
Nöfnurnar Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir tóku sig til á dögnum og dekkuðu upp þjóðlegt og skemmtilegt þorraborð. Ljósmynd/Anna Lísa Rasmussen

Nöfn­urn­ar Anna Lísa Rasmus­sen og Anna Berg­lind Júlí­s­dótt­ir elska fátt meira en að skreyta borð fyr­ir borðhald og sér­stak­lega fyr­ir alla viðburði sem tengj­ast þjóðleg­um hefðum og siðum. Á dög­un­um stilltu þær upp glæsi­legu þorra­borði sem er með því þjóðlegra sem sést hef­ur.

Þær stöll­ur halda úti síðunni Skreyt­um borð á In­sta­gram þar sem þær sýna frá alls kon­ar borðskreyt­ing­um fyr­ir ýmis til­efni sem gam­an er að skreyta fyr­ir.

„Við heyr­um oft frá fólki sem seg­ist ekki hafa þetta skreyt­inga-gen í sér en lang­ar samt til að setj­ast niður við fal­lega skreytt borð sem hæf­ir til­efn­inu að hverju sinni. Það þarf auðvitað ekki að vera eitt­hvað sér­stakt til­efni annað en að gæða sér á góðum mat við huggu­legt og fal­lega skreytt borð,“ seg­ir Anna Lísa.

Þarf ekki mikið til

„Það er líka al­veg til­valið þegar fjöl­skyld­an sest niður sam­an að gera sem mest úr þeirri stund og nostra aðeins við mat­ar­borðið. Til að mynda er fal­legt kerta­ljós nóg, það ger­ir stemn­ing­una ávallt nota­legri og svo er gam­an að dekka borðið með fal­leg­um serví­ett­um, það þarf ekki alltaf mikið til.“

„Okk­ur fannst því til­valið að stofna þessa síðu og deila með sem flest­um þeim hug­mynd­um sem við fáum og von­andi eru ein­hver að nýta sér þær. Við reyn­um líka að nýta hluti og vera lausnamiðaðar svo ekki þurfi alltaf að kaupa allt nýtt. Eins erum við dug­leg­ar að kaupa fal­lega muni á nytja­mörkuðum, en þar er oft mikl­ar ger­sem­ar að finna. Þrátt fyr­ir að við höf­um ekki verið lengi með þessa síðu þá má þar finna tölu­vert efni,“ bæt­ir Anna Berg­lind við.

Borðskreytingar fyrir þorrann eru í jarðlitum sem og þorramaturinn.
Borðskreyt­ing­ar fyr­ir þorr­ann eru í jarðlit­um sem og þorramat­ur­inn. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen

Skreyttu borð fyr­ir heima­blót

„Núna síðustu daga höf­um við verið að skreyta borð fyr­ir heima­blót og næst verða það lík­lega skreyt­ing­ar og hug­mynd­ir sem hægt er að nýta sér fyr­ir ferm­ing­ar. Hjá okk­ur er það hefð að fjöl­skyld­ur og vin­irn­ir setj­ist sam­an niður við borð og blóti þorra og af því til­efni skreytt­um við borðið með viðeig­andi ís­lensk­um mun­um sem við fund­um í þetta skipti í Hekla Íslandi sem er ein­stak­lega fal­leg versl­un með ís­lenskri hönn­un,“ segja þær stöll­ur samróma.

„Ásamt því sem við tínd­um niður af hill­um heima hjá okk­ur en það er ótrú­legt hvað maður finn­ur þegar maður fer að labba um húsið hjá sér og kíkja eft­ir ein­hverju sem get­ur passað við til­efnið. Við notuðum hvönn sem við tínd­um úti við og fal­lega brot­in serví­etta get­ur fegrað heil­mikið. Svo er mat­ur­inn í fal­leg­um jarðlit­um og er part­ur af því að gera borðið fal­legt.

Við ger­um það reynd­ar æ sjaldn­ar að leggja mat­inn á mat­ar­borðið því þá eru all­ir að teygja sig eða trufla sessu­naut­inn til að sækja sér mat. Marg­ir eru til dæm­is með eyj­ur og er því svo þægi­legt að stilla matn­um fal­lega upp þar svo er bara að standa upp og fá sér ábót án þess að trufla alla við borðið. En í þetta skipti ákváðum við að hafa þorramat­inn á borðinu, það pass­ar svo vel við þemað,“ seg­ir Anna Lísa að lok­um. 

Hér má sjá mynd­bandið sem þær stöll­ur deildu með fylgj­end­um sín­um.

Sjáið mynd­irn­ar!

 

Skúlptúrarnir með íslensku kindinni og forystusauðnum sóma sér vel á …
Skúlp­túr­arn­ir með ís­lensku kind­inni og for­ystusauðnum sóma sér vel á þorra­borðinu. Ljós­mynd/ Anna Lísa Rasmus­sen
Hekla er löngu orðin þekkt fyrir lopapeysummynstrið í servíettunum sínum …
Hekla er löngu orðin þekkt fyr­ir lopa­peys­um­mynstrið í serví­ett­un­um sín­um sem og kert­um. Hér eru stöll­urn­ar bún­ar að búa til skemmti­legt brot í serví­ett­una fyr­ir hnífa­pör­in. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen
Falleg lýsing kemur frá kertunum eru afar þjóðleg, prýdd íslensku …
Fal­leg lýs­ing kem­ur frá kert­un­um eru afar þjóðleg, prýdd ís­lensku lopa­peys­unni og for­ystusauður­inn skart­ar sínu feg­ursta. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen
Krumminn er líka táknræn fyrir íslenska náttúru og dýralíf.
Krumm­inn er líka tákn­ræn fyr­ir ís­lenska nátt­úru og dýra­líf. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen
Þorramaturinn kemur vel út á þorraborðinu sem skreytt dýrunum úr …
Þorramat­ur­inn kem­ur vel út á þorra­borðinu sem skreytt dýr­un­um úr sveit­inni og lopa­peysu­mynstri í kert­um og serví­ett­um. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen
Íslenski hesturinn er skúlptúr hannaður af Heklu. Hann er glæsilegur …
Íslenski hest­ur­inn er skúlp­túr hannaður af Heklu. Hann er glæsi­leg­ur og pass­ar vel inn í þemað. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen
Það verður að fylgja með íslenskt brennivín. Sniðug framsetning hér.
Það verður að fylgja með ís­lenskt brenni­vín. Sniðug fram­setn­ing hér. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen
Frumleg hugmynd að útbúa kramarhús og fylla með harðfisk. Þjóðlegt …
Frum­leg hug­mynd að út­búa kramar­hús og fylla með harðfisk. Þjóðlegt og skemmti­legt. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen
Ekkert þorrahlaðborð án hákarls og krumminn fær að standa með …
Ekk­ert þorra­hlaðborð án há­karls og krumm­inn fær að standa með há­karl­in­um. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen
Takið eftir hornunum.
Takið eft­ir horn­un­um. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen
Hér kemur vel út að láta forystusauðinn standa að víðardisk.
Hér kem­ur vel út að láta for­ystusauðinn standa að víðardisk. Ljós­mynd/​Anna Lísa Rasmus­sen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert