Drykkurinn sem gefur orku út daginn

Kristín Amy Dyer heldur mest upp á drykkinn Matcha Piña …
Kristín Amy Dyer heldur mest upp á drykkinn Matcha Piña Colada og segir hann gefa sér orku út daginn. Samsett mynd/Arnór Trausti Kristínarson

Krist­ín Amy Dyer er dol­fall­in áhuga­mann­eskja um mat og holl­ustu og eitt af því sem hún held­ur mest upp á þessa dag­ana er drykk­ur­inn Matcha Piña Colada.

„Þessi ljúf­fengi drykk­ur er full­kom­inn til að byrja dag­inn eða sem orku­auk­andi milli­mál. Matcha þykir mér hjálpa við að halda góðum fókus yfir dag­inn á meðan spínat fyll­ir á víta­mín­birgðirn­ar og eyk­ur trefjainni­hald. Sam­an gefa þess­ar of­ur­hetj­ur manni ljúf­feng­an og holl­an drykk sem bæði kæt­ir lík­ama og sál,“ seg­ir Krist­ín.

Hún er stofn­andi heild­söl­unn­ar Tropic sem sér­hæf­ir sig í inn­flutn­ingi og fram­leiðslu og eitt af því sem hún flyt­ur inn er Matcha.

Matcha er mikið í umræðunni um þess­ar mund­ir. „Það er úr­val­s­teg­und af grænu tei sem hef­ur marg­vís­leg­an heilsu­ávinn­ing. Við rækt­un­ina eru teblöðin var­in frá beinu sól­ar­ljósi síðustu vik­urn­ar fyr­ir upp­skeru, sem eyk­ur mynd­un ákveðinna efna, meðal ann­ars amínó­sýra og klórófylls (e. chlorop­h­yll),“ seg­ir Krist­ín Amy sem hef­ur lesið sér mikið til um þessa áhuga­verðu plöntu.

Kristín Amy er dolfallin aðdáandi hollra drykkja.
Krist­ín Amy er dol­fall­in aðdá­andi hollra drykkja. Ljós­mynd/​Arn­ór Trausti Krist­ín­ar­son

Af hverju er matcha svona hollt?

Matcha er ríkt af andoxun­ar­efn­um, sem eru tal­in geta styrkt ónæmis­kerfið og verndað frum­ur lík­am­ans gegn skaðleg­um sindurefn­um.

„Matcha inni­held­ur einnig koff­ín ásamt amínó­sýrunni L-thean­ine, og sam­spil þess­ara efna get­ur skapað „vak­andi ró“. Á þann hátt veit­ir matcha aukna orku án þess að valda of miklu álagi á tauga­kerfið

Mörg­um finnst bragðið af matcha ekk­ert sér­stakt, en ávinn­ing­ur­inn er svo mik­ill að ég hef mark­visst leitað leiða til að inn­byrða þessi mögnuðu lauf. Ég ákvað að blanda matcha við holla og bragðgóða sætu­gjafa á borð við an­an­as, ban­ana og kó­kos­mjólk. Þá tókst mér jafn­framt að bæta góðu magni af spínati í drykk­inn til að auka nær­ing­ar­efn­in, án þess að draga úr bragðgæðunum,“ seg­ir Krist­ín Amy með bros á vör og deil­ir hér með les­end­um upp­skrift­inni að sín­um upp­á­halds­drykk.

Matcha Piña Colada.
Matcha Piña Colada. Ljós­mynd/​Arn­ór Trausti Krist­ín­ar­son

Drykkurinn sem gefur orku út daginn

Vista Prenta

Matcha Piña Colada

Fyr­ir 1-2

  • 1 ban­ani
  • 1 bolli af frosn­um an­an­asbit­um
  • 1 dl. kó­kos­mjólk í dós (þykki hlut­inn)
  • 25 ml. af vanillu­próteini (val­kvæmt)
  • 1 tsk. líf­rænt matcha
  • Ríku­leg lúka af spínati
  • Dass af köldu vatni

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið í bland­ara og hrærið vel sam­an.
  2. Hellið í hátt glas og njótið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert