„Kom á óvart hvað þurrkuð og krydduð engispretta er góð“

Elín Bjarnadóttir segir frá skemmtilegum staðreyndum um matarvenjur sínar en …
Elín Bjarnadóttir segir frá skemmtilegum staðreyndum um matarvenjur sínar en hún þorir til að mynda að smakka pöddur. Ljósmynd/Ólöf Ólafsdóttir

Elín Bjarna­dótt­ir seg­ir frá skemmti­leg­um staðreynd­um um mat­ar­venj­ur sín­ar en hún er ein af þeim sem þora að prófa skrýtna rétti eins og pödd­ur. Hún hef­ur ávallt haft brenn­andi áhuga á mat­reiðslu og unnið í ýms­um eld­hús­um frá því hún var 16 ára göm­ul.

Í dag er hún eig­andi á Elda­busk­unni og Mat­ar­komp­aní ásamt bróður sín­um Guðmundi. „Ég á einn lít­inn gutta sem er fjög­urra ára og þar sem flest­ir í brans­an­um þekkja, þá eru vinnu­dag­irn­ir oft lang­ir og marg­ir, þar kom hug­mynd­in hjá okk­ur systkin­un­um að byrja með Elda­busk­una.

Fyrst og fremst tímasparnaður

Við vor­um búin að vera að búa til rétti í vinn­unni sem við þyrft­um bara að klára eld­un­ina í ofni og þar kom hug­mynd­in að Elda­busk­unni upp. Elda­busk­an er fyrst og fremst tímasparnaður fyr­ir fjöl­skyld­ur,“ seg­ir Elín og bæt­ir við að þetta fyr­ir­komu­lag henti miklu bet­ur barni á heim­il­inu.

Mér finnst skipta máli að við mun­um hvað lífið snýst um. Það eru litlu hlut­irn­ir með þeim sem okk­ur þykir mest vænt um sem skipta mestu máli. Þess vegna erum við með sam­veru­daga hjá Elda­busk­unni með 20% af­slætti. Til að hvetja fjöl­skyld­ur og ást­vini að eiga gæðastund­ir sam­an,“ seg­ir Elín með bros á vör og vill endi­lega deila kóðanum með les­end­um er „Njót­um-sam­an“.

Borða flest allt

Aðspurð seg­ist Elín borða flest allt. „ Mér finnst fátt jafn skemmti­legt og að prufa skrýtna rétti eða eitt­hvað óvenju­legt. Kom mér á óvart til að mynda hvað þurrkuð og krydduð engispretta er góð,“ seg­ir Elín og hlær.

Elín gaf sér tíma á milli verk­efna til að svara nokkr­um heiðarleg­um spurn­ing­um um mat­ar­venj­ur sín­ar.

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Svart­an Nocco á hlaup­un­um.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Ég er al­gjör narsl­ari og geri mjög mikið af því að grípa mér eitt­hvað í keyrsl­unni.

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?

„Við erum með Mat­ar­komp­aní sem er há­deg­is­verðar- og veisluþjón­usta svo ég nýti mér hvert tæki­færi til að fara inn í eld­hús og grípa mér klass­ísk­an há­deg­is­mat.“

Hvað áttu alltaf til í ís­skápn­um?

„Til­bú­inn mat beint í ofn­inn frá Elda­busk­unni en það er aðallega af því ég vil nýta tím­ann minn vel heima með Ingólfi syni mín­um.“

Ferðu á Þorra­blót?

„Nei, ég er ekki alin upp við það og er viss um að það sé ástæðan fyr­ir því að ég get ekki borðað þorramat­inn. Ég er ekki hrif­in af þorramatn­um sem er í boði á þorra­blót­um en mér finnst harðfisk­ur og reykt hangi­kjöt gott, það væri senni­lega það eina sem ég gæti borðað.“

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig í mat og drykk og vel­ur veit­ingastað til að fara á, hvert ferðu?

„Upp­á­haldsstaður­inn minn í augna­blik­inu er Tides á Ed­iti­on-hót­el­inu við höfn­ina í miðborg­inni.“

Ein með öllu fyr­ir fullþroskaða bragðlauka

Hvað færð þú þér á pyls­una þína?

„Ég held að val á pylsu sé góð leið til að meta hversu þroskaðir bragðlauk­arn­ir þínir eru. Fullþroskaðir bragðlauk­ar fá sér eina með öllu.“

Hver er upp­á­halds­rétt­ur­inn þinn?

„Pabbi hef­ur ekk­ert mikla ástríðu fyr­ir mat­ar­gerð en á jól­un­um tók hann sig alltaf til og steikti hum­ar upp úr hvít­laukss­mjöri. Þetta var næst­um því jafn spenn­andi og að opna pakk­ana þegar ég var yngri. En í dag er flestall­ur skel­fisk­ur í upp­á­haldi.“

Hvort vel­ur þú kart­öfl­ur eða sal­at á disk­inn þinn?

„Klár­lega sal­at, ég er með lít­inn maga og get þá borðað meira.“

Upp­á­halds­drykk­ur­inn þinn?

„Svart­ur Nocco eða Pino Gricio þegar á við.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert