Spaghettí og bollur með ítölsku ívafi að hætti Ellu Stínu

Girnilegur réttur hjá Ellu Stínu með spaghettí og bollum með …
Girnilegur réttur hjá Ellu Stínu með spaghettí og bollum með ítölsku ívafi. Ljósmynd/Þórdís Ólöf Jónsdóttir

Elín Krist­ín Guðmunds­dótt­ir, alla jafna kölluð Ella Stína líkt og vörumerkið henn­ar, hef­ur sett á markað tvær nýj­ung­ar í janú­ar, ann­ars veg­ar „Flak í raspi“ og hins veg­ar „Boll­ur“ sem eru eins og kjöt- eða hakk­boll­ur. Hún gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins hér upp­skrift að ein­föld­um og fljót­leg­um rétti þar sem boll­urn­ar eru í for­grunni. 

„Í þess­ari upp­skrift er ég með boll­ur sem minna á „hefðbundn­ar kjöt­boll­ur“. Boll­urn­ar eru ein­fald­ar að mat­reiða, þarf aðeins að hita í ofni eða steikja á pönnu og full­komn­ar með hvaða spaghettí-rétt með ít­ölsku ívafi eins og þessi upp­skrift er gerð úr,“ seg­ir Elín.

Bollurnar er ný vara í vörulínu Ellu Stínu en allar …
Boll­urn­ar er ný vara í vöru­línu Ellu Stínu en all­ar henn­ar vör­ur eru veg­an. Ljós­mynd/Þ​ór­dís Ólöf Jóns­dótt­ir

Spaghettí og bollur með ítölsku ívafi að hætti Ellu Stínu

Vista Prenta

Spaghettí og boll­ur með ít­ölsku ívafi

  • 2 pk. boll­ur
  • 1 pk. spaghettí
  • 1 rauðlauk­ur, skor­inn
  • 3 hvít­lauksrif, pressuð
  • 1 pk. kirsu­berjatóm­at­ar
  • Pastasósa, magn og teg­und að eig­in vali
  • fersk basilíka eft­ir smekk
  • ólífu­olía eft­ir smekk
  • salt eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Steikið boll­urn­ar upp úr olíu á pönnu með lok­inu á eða hitið í ofni.
  2. Hitið olíu í potti og mýkið rauðlauk og hvít­lauk.
  3. Bætið því næst pastasós­unni sam­an við ásamt kirsu­berjatómöt­un­um og leyfið því að malla á lág­um hita meðan þið sjóðið spaghettíið sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  4. Þegar spaghettíið er nán­ast til­búið er því bætt sam­an við sós­una ásamt ör­litlu pasta­vatni, um 1 dl.
  5. Blandið boll­un­um sam­an við pastað í sós­unni þegar þær eru til­bún­ar.
  6. Berið rétt­inn fram með ferskri basiliku, salti og ólífu­olíu.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert