Innköllun: Skordýr fundust í Brown Beans

Innkalla Brown Beans vegna skordýra sem fundust í pokunum með …
Innkalla Brown Beans vegna skordýra sem fundust í pokunum með vörunni. Ljósmynd/Aðsend

DJQ, að höfðu sam­ráði við Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur, hef­ur stöðvað sölu og innkallað frá neyt­end­um Brown Be­ans vegna skor­dýra sem fund­ust í vör­unni.

Upp­lýs­ing­ar um vöru sem inn­köll­un­in ein­skorðast við eru eft­ir­far­andi:

Vörumerki: MP People‘s Choice

Vöru­heiti: Brown Be­ans

Geymsluþol: 30.11.2025

Batch No. MP122023

Strika­merki: 37209122570 / 2201111111366

Net­tó­magn: 1 kg og 2 kg

Ábyrgðaraðili: A.E.F B.V. Kil­bystra­at 1, 8263 CJ Kam­pen, The Net­herlands

Fram­leiðslu­land: Níg­er­ía

Heiti og heim­il­is­fang fyr­ir­tæk­is sem innkall­ar vöru:

DJQ Beauty Supp­ly, Hraun­berg 4

Dreif­ing er á veg­um DJQ Beauty Supp­ly, Hraun­berg 4

Leiðbein­ing­ar til neyt­enda

Viðskipta­vin­um sem hafa keypt vör­una er bent á að neyta henn­ar ekki og farga.

 

mbl.is
Fleira áhugavert