Gómsætt og hollt fyrir brönsinn úr smiðju Önnu Eiríks

Langar þig að bjóða upp á góðan sunnudagsbröns? Þá eru …
Langar þig að bjóða upp á góðan sunnudagsbröns? Þá eru þessar gómsætu kræsingar fullkomnar á hlaðborðið. Samsett mynd

Anna Ei­ríks deild­ar­stjóri og einkaþjálf­ari hjá Hreyf­ingu elsk­ar fátt meira en að töfra fram holl­an og góm­sæt­an bröns um helg­ar. Hún gef­ur les­end­um hér þrjár upp­skrift­ir að góm­sæt­um en holl­um rétt­um sem upp­lagt er að bjóða upp á með sunnu­dags­bröns­in­um.

Þetta eru belg­ísk­ar vöffl­ur, lárperu­sal­at sem er gott ofan á allt og pönnu­kökuban­ana­bit­ar sem eng­inn stenst. Full­komið í helgar­bröns­inn eða ef mann lang­ar bara í eitt­hvað sætt en hollt.

Anna Eiríks deildarstjóri hjá Hreyfingu er iðin við að deila …
Anna Ei­ríks deild­ar­stjóri hjá Hreyf­ingu er iðin við að deila með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram upp­skrift­um að holl­um og nær­ing­ar­rétt­um sem gleðja sál­ina. Ljós­mynd/​Aðsend

Við elsk­um belg­ísk­ar vöffl­ur

„Við fjöl­skyld­an elsk­um belg­ísk­ar vöffl­ur, þær eru svo þykk­ar og góðar en inni­halda oft tölu­vert mik­inn syk­ur. Ég prófaði að sleppa al­veg sykr­in­um en setti Aga­ve-síróp í staðinn og það kom ótrú­lega vel út, eng­inn fann neinn mun og þær kláruðust eins og skot. Þið verðið að prófa þess­ar,“ seg­ir Anna.

Belgískar vöfflur eru syndsamlega góðar.
Belg­ísk­ar vöffl­ur eru synd­sam­lega góðar. Ljós­mynd/​Aðsend

Síðan mæl­ir Anna með þessu dá­sam­lega lárperu­sal­ati. „Þetta holla sal­at er frá­bært ofan á hrökk­brauð, súr­deigs­brauð eða gæða sér á því beint upp úr skál­inni. Það tek­ur stutta stund að búa það til og það geym­ist í lokuðu íláti í ís­skápn­um í 1-2 daga ef það klár­ast ekki strax.“

Lárperusalatið er fullkomið ofan á hrökkbrauðiið eða súrdeigsbrauðið.
Lárperu­sal­atið er full­komið ofan á hrökk­brauðiið eða súr­deigs­brauðið. Ljós­mynd/​Aðsend

Al­gjör­lega góm­sætt

Loks eru það pönnu­kökuban­ana­bitarn­ir sem Anna seg­ir að börn­in haldi mikið upp á. „Þetta er ótrú­lega skemmti­leg upp­skrift sem krökk­un­um fannst mikið stuð að gera. Holl­ir pönnu­kökuban­ana­bit­ar með dökk­um súkkulaðibit­um sem steikt­ir eru á pönnu og svo smá sírópi dreift yfir. Al­gjör­lega góm­sætt,“ seg­ir Anna að lok­um.

Pönnukökubitarnir með súkkulaðibitum steinliggja, börnin munu elska þessa.
Pönnu­köku­bitarn­ir með súkkulaðibit­um stein­liggja, börn­in munu elska þessa. Ljós­mynd/​Aðsend

Anna deil­ir reglu­lega með fylgj­end­um sín­um ljúf­feng­um og nær­ing­ar­rík­um rétt­um á In­sta­gram-síðunni sinni hér.

Gómsætt og hollt fyrir brönsinn úr smiðju Önnu Eiríks

Vista Prenta

Belg­ísk­ar vöffl­ur

  • 100 g mjúkt smjör
  • 1/​3 bolli Aga­ve-síróp
  • 2 egg
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 2 boll­ar hveiti
  • 2 tsk. lyfti­duft
  • 1 bolli möndl­umjólk (eða venju­leg)
  • Salt á hnífsoddi

Aðferð:

  1. Þeytið í hræri­vél mjúkt smjör ogaga­ve-sírópp og bætið svo eggj­un­um við.
  2. Því næst setjið þið vanillu­drop­ana út í og hellið svo þur­refn­un­um ró­lega sam­an við og endið svo á því að hella mjólk­inni var­lega út í.
  3. Deigið á að vera þykkt, svo bakið þið vöffl­urn­ar í belg­ísku vöfflu­járni og njótið í botn.

Lárperu­sal­at

  • 1 lít­il dós kota­sæla
  • 1 lárpera
  • 2 harðsoðin egg
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Harðsjóðið egg­in og kælið.
  2. Setjið kota­sæl­una í skál og skerið lárper­una í litla bita sem þið setjið út í.
  3. Brytjið egg­in niður og bætið þeim einnig út í og hrærið sam­an við.
  4. Kryddið að vild með salti og pip­ar.

Pönnu­kökuban­ana­bit­ar

  • 2 egg
  • 1/​2 tsk. vanillu­drop­ar
  • 2 boll­ar spelt/​möndl­umjöl eða hveiti
  • 2 tsk. vín­steins­lyfti­duft
  • 1 ½ bolli möndl­umjólk
  • 100 g dökkt súkkulaði (má nota syk­ur­laust)
  • 2 stór­ir ban­an­ar eða eins og deigið leyf­ir
  • Smá skvetta aga­ve-síróp

Aðferð:

  1. Hrærið öllu sam­an í nokkuð þykkt deig og bætið svo söxuðu súkkulaði út í.
  2. Skerið ban­an­ana í þykka bita og veltið þeim upp úr deig­inu og reynið að þekja þá vel, steikið þá svo við frek­ar lág­an hita á pönnu­kökupönnu og dreifið svo smá Aga­ve-sírópi yfir og njótið vel.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert