Kálfur milanese er einn vinsælasti rétturinn á La Primavera

Kálfur Milanese er einn vinsælastti rétturinn á matseðlinum á veitingastaðnum …
Kálfur Milanese er einn vinsælastti rétturinn á matseðlinum á veitingastaðnum rómaða La Primavera. Ljósmynd/Ari Magg

Einn vin­sæl­asti rétt­ur­inn á mat­seðlin­um á veit­ingastaðnum La Prima­vera frá upp­hafi er kálf­ur mila­nese. Hann nýt­ur ávallt mik­illa vin­sælda og er einn fræg­ustu rétt­anna hans Leifs Kol­beins­son­ar, mat­reiðslu­meist­ara og eig­anda La Prima­vera.

Veit­ingastaður­inn er staðsett­ur á tveim­ur stöðum, ann­ars veg­ar í Mars­halls­hús­inu út við Granda og hins veg­ar í Hörpu, tón­list­ar­húsi allra lands­manna við höfn­ina.

Kokkarnir á La Primavera hafa lamið og „pannerað“ nokkrar sneiðar …
Kokk­arn­ir á La Prima­vera hafa lamið og „pannerað“ nokkr­ar sneiðar af kálfi mila­nese gegn­um tíðina. Ljós­mynd/​Ari Magg

„Já það er rétt, kálf­ur mila­nese er meðal okk­ar vin­sæl­ustu rétta í gegn­um árin. Við höf­um lamið og „pannerað“ nokkr­ar sneiðar af kálfi mila­nese gegn­um tíðina,“ seg­ir Leif­ur með bros á vör.

La Primavera í Marshallshúsinu er einstakleg stílhreinn og hlýr staður …
La Prima­vera í Mars­halls­hús­inu er ein­stak­leg stíl­hreinn og hlýr staður þar sem ein­fald­leik­inn fær að njóta sín. Ljós­mynd/​Ari Magg

„Upp­haf­lega notuðum við ís­lenskt kálfainnra­læri í þenn­an rétt. Á þeim tíma var allt kálfa­kjöt meira og minna notað í pyls­ur og unn­ar kjötvör­ur en ekki í steik­ur. Tím­arn­ir hafa hins veg­ar breyst og nú get­um við valið úr góðum kálfa­vöðvum sem eru flutt­ir inn frá meg­in­landi Evr­ópu. Við not­um frá­bært kálfa-ri­beye af sex mánaða göml­um grip­um.“

Leifur Kolbeinsson geri til að mynda pasta frá grunni á …
Leif­ur Kol­beins­son geri til að mynda pasta frá grunni á La Prima­vera. Ljós­mynd/​Ari Magg

Þessa upp­skrift er að finna í bók­inni hans Leifs sem ber heitið Prima­vera 25 og er al­gjör nostal­g­ía fyr­ir sæl­kera sem kunna að meta kræs­ing­arn­ar á La Prima­vera.

Kálfur milanese er einn vinsælasti rétturinn á La Primavera

Vista Prenta

Kálf­ur mila­nese

Fyr­ir 4

  • 4 kálfasneiðar (150 g sneiðar, lamd­ar þunnt með kjöt­hamri)
  • 2 egg
  • 50 ml mjólk
  • 2 sítr­ón­ur
  • par­mesanost­ur
  • tóm­atsósa (heima­gerð)
  • basilíka (gott knippi)
  • 200 g pasta (við not­um fettucc­ine)
  • hveiti
  • pan­ko-rasp­ur
  • olífu­olía
  • salt og pip­ar
  • canola-olía

Aðferð:

  1. Hrærið eggj­un­um sam­an við mjólk­ina.
  2. Leggið kálfasneiðarn­ar í hveitið og sláið af öllu um­fram hveiti.
  3. Setjið sneiðarn­ar út í eggja­blönd­una og því næst í raspinn og húðið vel.
  4. Kjötið er svo steikt í olíu þar til sneiðarn­ar eru gull­in­brúnaðar á báðum hliðum.
  5. Kryddið með salti og pip­ar, kreistið saf­ann úr einni sítr­ónu yfir og stráið par­mesanosti yfir.
  6. Setjið í ofnskúffu og bakið í for­hituðum ofni við 180°C í um það bil 10 mín­út­ur.
  7. Á meðan er pastað soðið, því svo blandað út í tóm­atsós­una og kryddað með ferskri basilíku.
  8. Berið sneiðarn­ar fram með past­anu og góðum sítr­ónu­bát.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert