Klassísk marmarakaka gefur gott bragð

Árni Þorvarðarson bakari kann sig fag og býður upp á …
Árni Þorvarðarson bakari kann sig fag og býður upp á klassíska marmaraköku með helgarkaffinu. mbl.is/Eyþór

Marm­arakaka er sí­gild­ur köku­botn sem hef­ur verið vin­sæll í ára­tugi. Hún er ekki aðeins fal­leg á að líta með sínu ein­staka marm­ara­mynstri, held­ur einnig mjúk, djúsí og full­kom­in blanda af vanillu og súkkulaði.

Kak­an er ein­föld í bakstri og krefst hvorki flók­inna hrá­efna né sér­stakra tækja, sem ger­ir hana að full­komnu kök­unni fyr­ir bæði byrj­end­ur og lengra komna. Kak­an er góð hvort sem hún er bor­in fram með kaffi­bolla, ís­kaldri mjólk eða sem helgarnammi. Heiður­inn af upp­skrift­inni á Árni Þor­varðar­son bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi.

Falleg og djúsí marmarakaka bökuð á klassískan máta eins og …
Fal­leg og djúsí marm­arakaka bökuð á klass­ísk­an máta eins og ömm­ur okk­ar gerðu. mbl.is/​Eyþór

Klassísk marmarakaka gefur gott bragð

Vista Prenta

Klass­ísk marm­arakaka

  • 200 g smjör, mjúkt
  • 200 g syk­ur
  • 4 stk. egg
  • 100 ml mjólk
  • 300 g hveiti
  • 2 tsk. lyfti­duft
  • sítr­ónu­drop­ar, nokkr­ir drop­ar
  • 2 msk. kakó

Aðferð:

  1. Hitaðu ofn­inn í 180°C.
  2. Smyrðu og stráðu hveiti í form til að tryggja að kak­an losni vel.
  3. Þeyttu sam­an mjúkt smjör og sykri þar til bland­an verður létt og loft­kennd.
  4. Bættu eggj­un­um út í einu í einu og hrærðu vel á milli.
  5. Blandaðu hveiti og lyfti­dufti sam­an og bættu því smám sam­an út í deigið til skipt­is við mjólk­ina. Settu vanillu­drop­ana sam­an við.
  6. Skiptu deig­inu í tvær jafn­stór­ar skál­ar. Í aðra skál­ina bæt­ir þú kakói og hrær­ir vel sam­an.
  7. Helltu hvoru deig­inu til skipt­is í form og dragðu gaffal í gegn­um deigið til að búa til marm­ara­mynst­ur.
  8. Bakaðu í um 45-50 mín­út­ur, eða þar til kak­an er orðin gyllt og bökuð í gegn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert