„Mamma mín býr til langbestu lærissneiðarnar í raspi“

Þorsteinn Skúli Sveinsson með börnunum sínum þremur, Heiðsteini Gunnari Skúla …
Þorsteinn Skúli Sveinsson með börnunum sínum þremur, Heiðsteini Gunnari Skúla 5 mánaða, Ingva Brynjari 10 ára og Sólheiði Örnu 4 ára. Ljósmynd/Einar Magnús Magnússon

Þor­steinn Skúli Sveins­son býður upp á fjöl­skyldu­væn­an vikumat­seðil með girni­leg­um heim­il­is­mat sem get­ur ekki klikkað. Hann hef­ur gam­an að því að elda góðan mat og nýt­ur sín að vera með fjöl­skyld­unni í eld­hús­inu.

Frá því að hann byrjaði að búa með sinni konu, Lilju Hrönn Gunn­ars­dótt­ur, hef­ur það verið fast­ur liður að gera vikumat­seðil og hef­ur það reynst þeim vel.

„Við hjón­in búum í Hafnar­f­irði og eig­um þrjú börn. Þegar við byrjuðum að búa sam­an sett­um við okk­ur mark­mið sem við höf­um staðist síðan, það er að út­búa vikumat­seðil og fara ein­ung­is einu sinni í viku í búð til að kaupa inn fyr­ir alla vik­una. Það er fátt leiðin­legra en að fá spurn­ing­una klukk­an 16:15, þegar maður er fast­ur í um­ferðinni og sveitt­ur við að ná í leik­skól­ann: „Hvað á að hafa í mat­inn í kvöld?"

Eru með bráðaof­næmi fyr­ir þess­ari spurn­ingu

Við hjón­in erum með bráðaof­næmi fyr­ir þess­ari spurn­ingu. Frá því við byrjuðum að búa höf­um við ein­sett okk­ur að setj­ast sam­an og út­búa vikumat­seðil fyr­ir hverja viku og í 87% til­fella stenst hann hjá okk­ur. Börn­in okk­ar hafa þó mjög mis­mun­andi mat­ar­lyst.

Elsti son­ur okk­ar vill helst bara kol­vetni og enga sósu. Ef hann fengi að ráða, myndi hann lifa á pyls­um. Miðjan okk­ar, er hins veg­ar mik­ill mat­ar­unn­andi og óhrædd við að smakka nýja rétti. Sá yngsti er, eins og flest unga­börn, mjög hrif­inn af mömmu sinni og far­inn að gæða sér á graut þessa dag­ana,“ seg­ir Þor­steinn og bros­ir.

Þorsteinn er kominn í framboð og langar að vera formaður …
Þor­steinn er kom­inn í fram­boð og lang­ar að vera formaður hjá VR. Ljós­mynd/​Ein­ar Magnús Magnús­son

Er kom­inn í fram­boð

Þor­steinn starfar í mannauðsdeild­inni hjá Byko og stend­ur í stór­ræðum þessa dag­ana en hann er kom­inn í fram­boð.

„Að und­an­förnu hef ég verið að und­ir­búa fram­boð mitt til for­manns VR, en ég brenn fyr­ir því að bæta kjör fé­lags­fólks. Sem þriggja barna faðir veit ég hversu mik­il­væg for­rétt­indi það eru að koma barni í ör­ugg­ar hend­ur þegar fæðing­ar­or­lofi lýk­ur og mér finnst miður að allt of marg­ir for­eldr­ar eiga erfitt með að finna dag­vist­unar­úr­ræði fyr­ir börn sín eft­ir það. Þessu vil ég breyta,“ seg­ir Þor­steinn.

„Vara­sjóður­inn hjá VR er mér einnig hug­leik­inn, þar sem ég vil breyta nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi og taka upp styrki í stað vara­sjóðs. Það er raun­veru­leg ósk fé­lags­fólks VR, en því miður hafa tals­menn þess talað fyr­ir dauf­um eyr­um.

Þá vil ég einnig standa fyr­ir jöfn­um rétt­ind­um fé­lags­fólks VR miðað við hinn op­in­bera markað, þar sem felst í 30 daga or­lofi og 36 stunda vinnu­viku. Síðast en ekki síst vil ég berj­ast fyr­ir því að þungaðar kon­ur fái auka fjór­ar vik­ur við hefðbund­inn veik­inda­rétt, þannig að þær standa jafnt við karl­menn þegar þær koma úr fæðing­ar­or­lofi.

Í stuttu máli vil ég meiri virðingu, rétt­læti og jafn­rétti fyr­ir fé­lags­fólk VR. Það er allt sem ég bið um og ég mun ganga í gegn­um þetta fram­boð eins og ég fer í gegn­um vikumat­seðil­inn með full­um krafti og án þess að vera spurður: „Hvað verður í mat­inn í kvöld?

Vikumat­seðill­inn klár

Þor­steinn ljóstr­ar hér upp vikumat­seðlin­um sem hann og kon­an hans eru bú­inn að stilla upp.

Mánu­dag­ur – Plokk­fisk­ur, þessi gamli góði

„Frá því að við kon­an mín fór­um að búa höf­um við alltaf verið með fisk á mánu­dög­um. Þessi rétt­ur er eins og rétt byrj­un á vik­unni, frá­bær­lega góður og ef við erum í extra miklu stuði, þá kem­ur bernaise-sósa með til að bragðbæta rétt­inn aðeins. Ekki of mikið, bara rétt til að láta okk­ur líða eins og mat­reiðslu­menn á 5 stjörnu veit­ingastað.“

Þriðju­dag­ur – Kremuð blóm­kálssúpa með kletta­káli

„Á þriðju­dög­um erum við oft­ast með eitt­hvað létt að borða því þeir eru anna­sam­asti dag­ur­inn í vik­unni hjá fjöl­skyld­unni. Oft­ar en ekki þá búum við til súp­una á mánu­dög­um til að borða hana á þriðju­dags­kvöld­um af því það vita það all­ir að súpa er alltaf best dag­inn eft­ir.“

Miðviku­dag­ur - Lasagne

Lasagne er upp­á­halds­rétt­ur barn­anna okk­ar. Hann er iðulega kallaður Lanjasanja. En þegar við vilj­um gera vel við okk­ur slepp­um við rifna ost­in­um yfir rétt­inn og setj­um gráðost í staðinn, passið ykk­ur ef þið prófað það, það er ávana­bind­andi.“

Fimmtu­dag­ur – Rjóma­lagað pasta á 20 mín­út­um

„Pasta er fimmtu­dags. Við hjón­in trú­um því að pasta geti læknað all­an heim­inn. Þessi rétt­ur get­ur hrein­lega ekki klikkað.“

Föstu­dag­ur - Pít­sa­kvöld

„Við hjón­in fjár­fest­um ný­verið í pít­sa­ofni sem við vor­um búin að safna fyr­ir í þó nokk­urn tíma. Hann er al­gjör draum­ur og pítsurn­ar sem við búum til, það eru ekki bara pítsur – það kvöld­verður mat­arguðanna.“

Laug­ar­dag­ur – Lærissneiðar í raspi

„Lærissneiðar í raspi er málið. Þetta er besti rétt­ur í heimi og ég vona að kon­an mín lesi ekki þessa línu, því mamma mín býr til lang­bestu lærissneiðarn­ar í raspi, svo það væri auðvitað mik­ill skell­ur að segja kon­unni minni þetta.“

Sunnu­dag­ur – Kjúk­ling­ur í mangó-chut­ney

„Því meira mangó chut­ney, því betra. Við fjöl­skyld­an erum mikl­ir mangó-chut­ney unn­end­ur og all­ir rétt­ir með því eru í miklu upp­á­haldi. Hins veg­ar bæt­um við karrí við eft­ir­far­andi rétt því all­ir vita að karrí er best með öllu, reynd­ar hvít­lauk­ur líka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert