Syndsamlega góður buffaló-kjúklingur með blómkáli og bræddum osti

Girnilegur buffaló-kjúklingarétturinn með blómkáli og bræddum osti.
Girnilegur buffaló-kjúklingarétturinn með blómkáli og bræddum osti. Ljósmynd/Thelma Þorbergsdóttir

Synd­sam­lega góði buffaló-kjúk­ling­ur ríf­ur í og er fal­leg­ur í fati. Þenn­an rétt er fljót­legt að gera og hent­ar sem kvöld­mat­ur, rétt­ur á veislu­hlaðborðið eða fyr­ir mat­ar­klúbb­inn.

Blóm­kálið er ein­stak­lega gott svona stökkt með kjúk­ling­um og brædd­um ost­in­um á meðan kota­sæl­an og rjóma­ost­ur­inn gefa ein­staka áferð. Heiður­inn af þess­ari upp­skrift á Thelma Þor­bergs­dótt­ir mat­ar­blogg­ari og gerði hún rétt­inn fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn.

Syndsamlega góður buffaló-kjúklingur með blómkáli og bræddum osti

Vista Prenta

Buffaló-kjúk­ling­ur með blóm­káli og brædd­um osti

Fyr­ir 4

  • 4 stk. kjúk­linga­bring­ur
  • 400 g kota­sæla
  • 200 g hreinn rjóma­ost­ur frá MS
  • 60 ml Frank's Red hot buffalósósa
  • 200 g mexí­kósk osta­blanda frá Gott í mat­inn
  • 2 tsk. hvít­laukssalt
  • ½ haus blóm­kál

Meðlæti og til skrauts

  • Vor­lauk­ur
  • Nachos-flög­ur

Aðferð:

  1. Eldið kjúk­linga­bring­urn­ar, annaðhvort með því að steikja þær á pönnu eða grilla á grilli.
  2. Kryddið kjúk­ling­inn með hvít­laukssalti og skerið svo niður í munn­bita­stærð.
  3. Setjið kota­sælu, rjóma­ost og 100 g af Mexí­kó-osta­blönd­unni sam­an í skál ásamt buffalósós­unni og hrærið þar til allt hef­ur bland­ast vel sam­an.
  4. Setjið kjúk­ling­inn sam­an við, hrærið öllu sam­an og setjið í eld­fast mót.
  5. Skerið blóm­kál gróf­lega niður og raðið því þétt ofan á kjúk­linga­blönd­una.
  6. Setjið það sem eft­ir er af Mexí­kó-ost­in­um yfir blóm­kálið og hitið inni í ofni við 180°C hita þar til ost­ur­inn hef­ur náð að bráðna al­veg.
  7. Berið fram með niður­skorn­um vor­lauk og nachos-snakk­flög­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert