Brómberja- og döðlujógúrt fyrir sælkera

Fallegur morgunverður borinn fram í fallegu glasi á fæti. Brómberja- …
Fallegur morgunverður borinn fram í fallegu glasi á fæti. Brómberja- og döðlujógúrt að hætti Jönu. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Kristjana Stein­gríms­dótt­ir heilsu­kokk­ur, bet­ur þekkt und­ir nafn­inu Jana, kann að gleðja sæl­kera með dá­sam­leg­um morg­un­verði sem fang­ar augu og munn.

Á dög­un­um gerði hún þetta bróm­berja- og döðlujóg­úrt og toppaði það með sæt­um val­hnet­um og hun­angi sem er dýr­legt að njóta sem fyrstu máltíð dags­ins en get­ur líka sómað sér vel sem eft­ir­rétt­ur.

Hægt er að fylgj­ast með Jönu á In­sta­gram-síðu henn­ar hér.

Ávallt er gaman að gleðja sælkerann með ljúffengum morgunverði sem …
Ávallt er gam­an að gleðja sæl­ker­ann með ljúf­feng­um morg­un­verði sem fang­ar augað. Ljós­mynd/​Kristjana Stein­gríms­dótt­ir

Bróm­berja- og döðlujóg­úrt toppað með sæt­um val­hnet­um og hun­angi

Fyr­ir 2

  • 1,5 bolli af epla- og kaniljóg­úrt eða jóg­úr­ti sem þú kýst (400 ml)
  • 10 döðlur, stein­laus­ar, skorn­ar í litla bita
  • 2 msk. hamp­fræ
  • ½ bolli fros­in bróm­ber
  • Sæt­ar val­hnet­ur til skrauts, sjá upp­skrift fyr­ir neðan

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið sam­an í skál og hrærið allt vel sam­an.
  2. Skiptið jafnt í tvö fal­leg glös.
  3. Toppið með sæt­um val­hnet­um og jafn­vel smá auka hun­angi.
  4. Jóg­úr­tið mun lit­ast fal­lega af bróm­berj­un­um sem þiðna fljót­lega. 

Sæt­ar val­hnet­ur

  • 10 val­hnet­ur
  • 1 msk. akasíu­hun­ang
  • 1/​3 tsk. kanill

Aðferð:

  1. Setjið val­hnet­ur, hun­ang og kanil á pönnu.
  2. Hitið á miðlungs hita og hrærið vel öllu sam­an í um 5 mín­út­ur.
  3. Kælið og toppið jóg­úr­t­blönd­una.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert