Nýstárlegur fiskréttur – sojagljáður kinnfiskur

Nýstárlegur fiskréttur sem veitingastaðurinn Mar býður upp á. Sojagljáður kinnfiskur …
Nýstárlegur fiskréttur sem veitingastaðurinn Mar býður upp á. Sojagljáður kinnfiskur borinn fram á koparpönnu. mbl.is/Ásdís

Yfir­kokk­ur­inn, Óðinn Birg­ir Árna­son og einn eig­enda, á nýja fiskistaðnum Mar á Frakka­stíg er snill­ing­ur að töfra fram dýrðlega fisk­rétti sem lokka til sín svanga munna. 

Á dög­un­um þegar blaðamaður Morg­un­blaðsins, Ásdís Ásgeirs­dótt­ir, bar að garði galdraði Óðinn fram þenn­an frum­lega fisk­rétt, sojagljáðann kinn­fisk, ásamt fleiri fisk­rétt­um, sem hann bar fram á koparpönnu. Hann ljóstraði upp upp­skrift­inni fyr­ir les­end­ur Morg­un­blaðsins og nú er bara að prófa þenn­an líka og njóta.

Nýstárlegur fiskréttur – sojagljáður kinnfiskur

Vista Prenta

Sojagljáður kinn­fisk­ur

Fyr­ir fjóra

  • 1 kg kinn­fisk­ur, við not­um þorsk en má vera stein­bít­ur eða hvaða kinn­fisk­ur sem er
  • 50 g pak choy-kál
  • 1 stk. chilli, skorið í sneiðar
  • 2 stk. hvít­lauks­geir­ar, kramd­ir og
  • saxaðir
  • 100 g smjör
  • 1 stk. límóna
  • 5 stk. þunnt skorn­ir svepp­ir

Gljái

  • 25 g syk­ur
  • 50 g sojasósa
  • 1 stk. chilli, skor­inn í sneiðar
  • 5 g hvít ses­am­fræ
  • 5 g svört ses­am­fræ
  • 3 g maizena

Aðferð:

  1. Blandið öllu sam­an nema maizena og sjóðið upp.
  2. Setjið svo maizena út í heit­an vökv­ann þar til orðinn mjúk­ur og gljá­andi.
  3. Hitið pönnu vel og bætið helm­ingi af smjöri út á.
  4. Setjið kinn­arn­ar á pönn­una og náið góðri steik­ingu á þær.
  5. Snúið við á pönn­unni. P
  6. ak choy, hvít­lauk, svepp­um og rest af smjöri bætt við og það fellt.
  7. Bætið gljá­an­um við eft­ir smekk; gott er að muna að gljá­inn er bragðmik­ill og gott gæti verið að bera hann fram með svo að fólk geti fengið sér eft­ir smekk.
  8. Borið fram með soðnum hrís­grjón­um.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert