Þekkir þú rósasalat?

Hjónin Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir á garðyrkjustöðinni Hveratún sem …
Hjónin Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir á garðyrkjustöðinni Hveratún sem rækta þetta fallega rósasalat sem passar ákaflega vel með mörgu. Ljósmynd/Aðsend

Rósa­sal­at er fal­legt sal­at og bragðgott sal­at og er í raun eins og rós. Íslenska­nafnið er dregið af út­liti þess þar sem lög­un blaðanna og mynd­un sal­at­höfuðsins svip­ar mjög til rósa­knúps.

Íslenskanafnið er dregið af útliti þess þar sem lögun blaðanna …
Íslenska­nafnið er dregið af út­liti þess þar sem lög­un blaðanna og mynd­un sal­at­höfuðsins svip­ar mjög til rósa­knúps. Ljós­mynd/​Aðsend

Rósa­sal­at nefn­ist á lat­nesku lactuca var. capitata, einnig bet­ur þekkt sem Butter lettuce á ensku eða Smjör­sal­at á ís­lensku. Það eru hjón­in Magnús Skúla­son og Sig­ur­laug Sig­ur­munds­dótt­ir á garðyrkju­stöðinni Hvera­tún sem rækta þetta fal­lega rósa­sal­at sem gam­an er að nota í alla sal­at­gerð og svo miklu meira.

Geym­ist í 15 daga í kæli

Þetta fal­lega og bragðgóða sal­at hent­ar til að mynda mjög vel á ham­borg­ar­ann eða sam­lok­una og að sjálf­sögðu í sal­at­skál­ina með öðru græn­meti. Svo er það fag­urt þegar fram­reiða á rækju­kokteil, hvort sem það er klass­íski gamli rækju­kokteill­inn eða ný­stár­leg­ur með ris­arækj­um. Svo er kost­ur­inn við Rósa­sal­atið að það geym­ist mjög vel, að minnsta kosti 15 daga í kæli.

Tók við af for­eldr­um sín­um

Garðyrkju­stöðin Hvera­tún er í Laug­ar­ási en þar stunda hjón­in Magnús og Sig­ur­laug græn­met­is­rækt. Magnús ólst upp í Hvera­túni en for­eldr­ar hans, Skúli Magnús­son og Guðný Páls­dótt­ir, hófu rækt­un þar árið 1946.

„Það lá bein­ast við að ég tæki við af for­eldr­um mín­um, en er yngst­ur í systkina­hópn­um. Við Sig­ur­laug urðum meðeig­end­ur í garðyrkju­stöðinni árið 1983 og tók­um svo al­veg við árið 2004,“ seg­ir Magnús.

Rósasalatið er fallegt og lögun þess er eins og rósaknúpur …
Rósa­sal­atið er fal­legt og lög­un þess er eins og rósa­knúp­ur og geym­ist ein­stak­lega vel í kæli. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við erum að rækta nokkra vöru­flokka og má þar nefna kletta­sal­at, íssal­at, grand­sal­at, rósa­sal­at og stein­selju. Við stund­um vatns­rækt en þá vex græn­metið í fjót­andi nær­ing­ar­lausn í gróður­hús­un­um. Jarðhiti er á svæðinu og eru gróður­hús­in sex hituð upp með hvera­vatni. Við not­um ein­göngu líf­ræn­ar varn­ir við rækt­un­ina,“ seg­ir Sig­ur­laug.

Græn­metið í Hvera­túni er tekið upp með hönd­um og fer beint til neyt­enda sama dag og því er pakkað. Fjöl­skyld­an vinn­ur sam­an að garðyrkj­unni og á sumr­in bæt­ist við starfs­fólk.

Rósasalati tekur sig vel út í garðyrkjustöðinni Hveratúni.
Rósa­sal­ati tek­ur sig vel út í garðyrkju­stöðinni Hvera­túni. Ljós­mynd/​Aðsend

 

Franskt antip­asti með rósa­sal­ati

Fyr­ir þá sem lang­ar að fá sér gott sal­at þar sem rósa­sal­atið fær að njóta sín til fulls er hér upp­skrift að ljóm­andi góðu frönsku antip­asti með rósa­sal­ati sem kem­ur úr smiðju Nönnu Rögn­vald­ar upp­skrifta­höf­und­ar með meiru. Sal­atið er bæði gott sem for­rétt­ur eða létt­ur aðal­rétt­ur.

Frönsk antipasti með rósasalati.
Frönsk antip­asti með rósa­sal­ati. Ljós­mynd/​Aðsend

Þekkir þú rósasalat?

Vista Prenta

Frönsk antip­asti með rósa­sal­ati

  • Rósa­sal­at

  • 3-4 ís­lensk­ir tóm­at­ar, vel þroskaðir

  • 1-2 ís­lensk­ar paprik­ur, fersk­ar eða grillaðar

  • 2 – 3 harðsoðin egg

  • ½ Höfðingi, Dala-brie eða ann­ar ost­ur

  • Hrá­skinka eða annað kjötálegg í sneiðum

  • Græn­ar eða svart­ar ólíf­ur

  • ½ knippi fersk basilika

  • Nýmalaður pip­ar

  • Sjáv­ar­salt

Aðferð:

  1. Byrjið á því að rífa rósa­sal­atið í sund­ur, gott er að taka blöðin heil af, skolið og þerrið. Raðið síðan blöðunum á stór­an, kringl­ótt­an disk eða fat.

  2. Skerið tóm­at­ana í báta, paprik­urn­ar í ræm­ur, egg­in í báta og ost­inn í bita.

  3. Hafið hrá­skink­una eða kjötáleggið í sneiðum eða rifið niður í ræm­ur.

  4. Raðið öllu ofan á sal­at­blöðin og setjið basilikuknippi í miðjuna.

  5. Kryddið til með pip­ar og sjáv­ar­salti og berið fram með góðu brauði.

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert