Þessar pítur verður þú að smakka – lostæti að njóta

Æðislegar pítur úr smiðju Völlu Gröndal sem allir geta gert.
Æðislegar pítur úr smiðju Völlu Gröndal sem allir geta gert. Ljósmynd/Valgerður Gréta Gröndal

Val­gerður Gréta Grön­dal, alla jafna kölluð Valla, er snill­ing­ur að mat­reiða rétti sem slá í gegn. Hún gerði til að mynda þess­ar æðis­legu pít­ur á dög­un­um sem slógu ræki­lega í gegn hjá heim­il­is­fólk­inu og sós­an gerði út­slagið. 

„Ég er reglu­lega með kjöt­laus­an kvöld­mat sem er nú ekk­ert frétt­næmt í sjálfu sér en ég veit hins veg­ar fátt betra en þegar hann er ein­fald­ur og fljót­leg­ur líka,“ seg­ir Valla.

„Kjúk­linga­baun­ir í dós eru í miklu upp­á­haldi vegna þess að þær bjóða upp á enda­lausa mögu­leika. Hvort sem það er humm­us, pot­trétt­ir, fyll­ing­ar í vefj­ur og pít­ur, ristaðar ofan á sal­at eða sem snakk og jafn­vel sem uppistaða í köku þá eru þær bara best­ar,“ seg­ir Valla og bæt­ir við að hvít­laukssós­an sé al­gjör­lega ómiss­andi að henn­ar mati. Hægt er að fylgj­ast með Völlu r.

Þessar pítur verður þú að smakka – lostæti að njóta

Vista Prenta

Pít­ur með shaw­arma-kjúk­linga­bauna­fyll­ingu og heima­gerðri hvít­laukssósu

Fyr­ir 4

  • 1 dós líf­ræn­ar kjúk­linga­baun­ir frá Ra­punzel
  • 1 msk. olía
  • ½ rauðlauk­ur, skor­inn smátt (hinn helm­ing­ur­inn notaður síðar)
  • 1 hvít­lauksrif, pressað
  • 1 msk. shaw­arma-krydd (fæst frá nokkr­um fram­leiðend­um, skipt­ir ekki öllu máli hvaðan)
  • Sjáv­ar­salt og nýmalaður svart­ur pip­ar
  • 2 msk. söxuð fersk stein­selja
  • 15 cm bút­ur af gúrku, skor­inn í smáa bita
  • 2-3 tóm­at­ar, skorn­ir í bita
  • 1/​2 rauðlauk­ur (hinn helm­ing­ur­inn) skor­inn í þunn­ar sneiðar
  • Sjáv­ar­salt og nýmalaður svart­ur pip­ar
  • 4 pítu­brauð
  • Heima­gerð hvít­laukssósa (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að gera hvít­laukssós­una og setjið hana í kæli á meðan það sem eft­ir er græjað.
  2. Saxið rauðlauk­inn og setjið olíu á pönnu og steikið rauðlauk­inn við meðal­hita, var­ist að brenna hann.
  3. Látið vatnið renna af baun­un­um og bætið þeim út á pönn­una ásamt mörðum hvít­laukn­um.
  4. Kryddið með shaw­arma-kryddi og salti og pip­ar. Bætið við kryddi ef ykk­ur finnst þess þurfa. Steikið baun­irn­ar þar til þær eru heit­ar í gegn og farn­ar að brún­ast aðeins.
  5. Saxið græn­metið og hitið pítu­brauðin.
  6. Þegar baun­irn­ar eru til­bún­ar, setjið þær í skál ásamt gúrku, tómöt­um, rauðlauk og ferskri stein­selju.
  7. Skerið brauðin í tvennt og fyllið með kjúk­linga­bauna­fyll­ing­unni, berið fram með hvít­laukssós­unni.

Heima­gerð hvít­laukssósa

  • 4 msk. maj­ónes
  • 3 msk. grísk jóg­úrt
  • 2 tsk. sítr­ónusafi
  • 1 msk. tahini
  • 2 hvít­lauksrif, pressuð
  • 1 tsk. hun­ang
  • 1 tsk. óreg­anó
  • 1/​2 tsk. dill
  • 2 tsk. stein­selja, þurrkuð

Aðferð:

  1. Setjið maj­ónes og jóg­úrt í skál og hrærið sam­an.
  2. Bætið því sem eft­ir er af inni­halds­efn­un­um út í og hrærið. Best er að sós­an fái að taka sig í kæli í að minnsta kosti 30 mín­út­ur áður en hún er bor­in fram.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert