Uppáhaldsrétturinn hennar Hildar þegar bjóða skal í matarboð

Hildur Ómars ljóstrar uppskriftinni að þeim rétti sem hún heldur …
Hildur Ómars ljóstrar uppskriftinni að þeim rétti sem hún heldur mest upp á þegar bjóða skal í matarboð. Samsett mynd

Hild­ur Ómars­dótt­ir upp­skrifta­höf­und­ur sem held­ur úti upp­skrifta­vefn­um Hild­ur Ómars er þekkt fyr­ir að gera æðis­leg­an eggald­in­rétt sem slær ávallt í gegn og alla lang­ar í upp­skrift­ina. Þetta eru kasjúosts­fyllt­ar eggald­in­rúll­ur í tóm­atsósu sem bráðna í munni.

„Þetta er upp­á­halds­rétt­ur­inn minn til að bjóða upp á í mat­ar­boðum. All­ir elska hann, bæði börn og full­orðnir og það besta að það er hægt að preppa hann snemma. Upp­skrift­in er ein­föld þó að það fylgi henni smá dútl en hún sam­an­stend­ur af kasjúosti, eggald­insneiðum og tóm­atsósu sem svo er raðað sam­an í form,“ seg­ir Hild­ur.

Hild­ur seg­ir að rétt­ur­inn geti staðið einn og sér en hún hafi líka verið að bera hann fram með kart­öfl­um í ofni ásamt sal­ati. Síðan er upp­lagt að bera rétt­inn fram með ný­bökuðu brauði, eins og súr­deigs­brauði eða hvít­lauks­brauði svo fátt sé nefnt.

Girnilegur réttur með kasjúostsfylltum eggaldinrúllur í tómatsósu.
Girni­leg­ur rétt­ur með kasjúosts­fyllt­um eggald­in­rúll­ur í tóm­atsósu. Ljós­mynd/​Hild­ur Ómars

Uppáhaldsrétturinn hennar Hildar þegar bjóða skal í matarboð

Vista Prenta

Kasjúosts­fyllt­ar eggald­in­rúll­ur í tóm­atsósu

Fyr­ir 4

  • 4 eggald­in
  • ólífu­olíu
  • jurta­salt

Kasjúrjóma­ost­ur

  • 300 g líf­ræn­ar kasjúhnet­ur frá Ra­punzel
  • 2 hvít­lauksrif (eða 1/​2 kúlu­hvít­lauk­ur)
  • safi úr 1/​2 sítr­ónu
  • 1/​4 tsk. jurta­salt
  • 2 dl vatn

Tóm­atsósa

  • 1 msk. ólífu­olía
  • 2 gul­ir lauk­ar
  • 2 flösk­ur líf­rænt tóm­at­passata (680 gr)
  • 2-3 dl vatn (hell­ist í tóm­at­flösk­urn­ar og hrist til að ná rest úr)
  • 2 msk. græn­metiskraft­ur
  • 1 1/​2 msk. rauðvín­se­dik
  • 1 msk. her­bs de provence eða ít­ölsk krydd­blanda

Kryddra­sp­ur (val­frjálst en mæli með)

  • 1/​4 dl möndl­umjöl
  • 2 msk. nær­ing­ar­ger
  • 1 tsk. lauk­duft
  • 1 tsk. þurrkuð stein­selja
  • 1 tsk. óreg­anó
  • 1/​2 tsk hvít­lauks­duft
  • 1/​2 tsk paprika
  • 1/​4 tsk jurta­salt

Aðferð:

  1. Byrjað er á að leggja líf­ræn­ar kasjúhnet­ur í bleyti í nokkra klukku­tíma eða yfir nótt.
  2. Hægt er að flýta þessu skrefi með því að leggja hnet­urn­ar í heitt vatn og þá dug­ir að leggja þær í bleyti í 10 mín­út­ur.
  3. Kasjúrjóma­ost­ur­inn er svo út­bú­inn með því að hella vatn­inu af kasjúhnet­un­um, skola þær og koma þeim fyr­ir í bland­ara ásamt safa úr sítr­ónu, hvít­lauk, vatni og salti og blanda þar til silkimjúk.
  4. Skerið eggald­in­in í þunn­ar (ca 4mm) sneiðar, langs­um, í gegn­um eggald­inið, þ.e.a.s. við vilj­um fá lang­ar sneiðar sem hægt er að rúlla upp.
  5. Raðið sneiðunum á bretti og saltið all­ar sneiðarn­ar með jurta­salti og leyfið þeim að liggja í 15 mín­út­ur, saltið fær eggald­inið til að „svitna“.
  6. Þurrkið svo eggald­insneiðarn­ar með eld­hús­bréfi og raðið þeim á ofn­plötu, dreifið smá ólífu­olíu yfir þær og bakið í ofni við 180°C í 15 mín­út­ur.
  7. Útbúið sós­una með því að steikja smátt saxaðan lauk­inn í smá olíu eða vatni. 
  8. Þegar lauk­ur­inn er orðinn mjúk­ur er jur­takrafti, krydd­um, tóm­at­passata, ed­iki og vatnið bætt út í og leyft að malla í um það bil 15 mín­út­ur á lág­um hita með loki.
  9. Hrærið reglu­lega í pott­in­um, það get­ur orðið af­gang­ur af sós­unni.

Sam­setn­ing

  1. Setjið um það bil 1 kúpta te­skeið af kasjúrjóma­ost­in­um á ann­an end­ann á hverri eggald­in­rúllu og rúllið eggald­insneiðinni upp utan um ost­inn.
  2. Raðið hverri rúllu þétt sam­an í eld­fast mót.
  3. Þegar búið er að fylla formið af fyllt­um eggald­in­rúll­um má hella sós­unni yfir svo hún þekji all­ar rúll­urn­ar.
  4. Útbúið kryddra­spinn með því að koma hrá­efn­un­um fyr­ir í krukku og hrista þeim sam­an.
  5. Dreifið yfir rétt­inn áður en hann fer inn í ofn.
  6. Hitið rétt­inn í um það bil 30 mín­út­ur á 200°C.
  7. Berið fram með því sem hug­ur­inn girn­ist.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert