Ástríða Anthony fyrir tryllitækinu birtist í matreiðslubókinni

Matreiðslubókin Létt og loftsteikt eftir Nathan Anthony varð í raun …
Matreiðslubókin Létt og loftsteikt eftir Nathan Anthony varð í raun til eftir heimsfaraldurinn. Ljósmynd/Aðsend

Eins og fram hef­ur komið á mat­ar­vefn­um kom út mat­reiðslu­bók­in Létt og loftsteikt í Air Fryer sem á án efa eft­ir að slá í gegn hjá þeim sem eiga loftsteik­ingarpott, eða eins og hann heit­ir á ensku Air Fryer.

Höf­und­ur bók­ar­inn­ar, Nath­an Ant­hony, er þekkt­ur mat­gæðing­ur á sam­fé­lags­miðlum. Hann hef­ur slegið í gegn á sam­fé­lags­miðlum und­ir nafn­inu Bor­ed of Lunch. Þar deil­ir hann ein­föld­um og ómót­stæðileg­um kræs­ing­um með fylgj­end­um sín­um sem hafa náð mikl­um vin­sæld­um og lyft þessu undra­tæki, loftsteik­ingarpott­in­um, á hærri stall.

Und­ir­rituð lék for­vitn­in að vita hvað kom til að Ant­hony ákvað að gefa út þessa mat­reiðslu­bók og jafn­framt hvað það er sem heill­ar hann við þetta tryl­li­tæki, loftsteik­ingarpott­inn.

Byrjaði að birta upp­skrift­ir á In­sta­gram

Hann gaf sér tíma fyr­ir viðtal og ljóstr­ar hér upp sög­unni bak við út­gáf­una og ástríðu hans fyr­ir loftsteik­ingarpott­um eða Air Fryer.

Hver er til­urðin bak við bók­ina, hvar fékkstu inn­blástur­inn?

„Ég byrjaði að birta upp­skrift­ir að rétt­um sem ég lagaði í mín­um loftsteik­ingarpotti á In­sta­gram-síðu minni á meðan heims­far­aldr­in­um stóð. Á þeim tíma sem ég var í skrif­stofu­starfi og sinnti þessu sam­hliða. Fylgj­end­ur juk­ust ótrú­lega hratt á sam­fé­lags­miðlun­um hjá mér og greini­legt að marg­ir höfðu sömu ástríðu fyr­ir þess­ari mat­ar­gerð líkt og ég. Sum­ir vissu samt ekki hvernig þeir ættu að nota þetta tæki og loks­ins fengu þeir hug­mynd­ir um hvað þeir gætu gert.

Á þess­um tíma voru eng­ar mat­reiðslu­bæk­ur fyr­ir loftsteik­ingarpotta til á markaðnum sem kenndu mér hvernig ég ætti að nota hann svo ég ákvað að skrifa mína eig­in upp­skrifta­bók ásamt góðum ráðum. Ég fékk einnig umboð fyr­ir röð af mat­reiðslu­bók­um og gef nú út bæk­ur vítt og breitt um heim­inn, allt frá Ástr­al­íu til Am­er­íku og nú Íslands. Það er mjög mik­il­vægt að geta hjálpað fólki að spara pen­inga og borða holl­ara um leið. Það eru for­rétt­indi að geta hjálpað fólki við að gera það. Það má segja að ástríða mín fyr­ir loftsteik­ingarpott­in­um birt­ist í bók­inni.“

Létt og loftsteikt í Air Fryer er nafnið á bókinni.
Létt og loftsteikt í Air Fryer er nafnið á bók­inni.

Mest selda bók­in

Nú er þetta mest selda mat­reiðslu- og loftsteik­ing­ar­bók allra tíma sam­kvæmt amazon.com. Komu þess­ar vin­sæld­ir bók­ar­inn­ar á óvart?

„Það kom mjög á óvart að sjá bók­ina „Bor­ed of Lunch“ verða svona vin­sæla og hversu stór fylgj­enda­hóp­ur­inn varð á skömm­um tíma. Ég trúði því vart. En þegar ég tala við fólk, þá held ég að vin­sæld­irn­ar séu til­komn­ar vegna þess að ég er venju­leg­ur heima­kokk­ur eins og flest­ir. Ég er með auðveld­ar upp­skrift­ir sem all­ir geta gert og með ein­földu hrá­efni.“

Hvaða upp­skrift­ir eru vin­sæl­ast­ar úr bók­inni þinni?

„Það er ör­ugg­lega upp­skrift­in að stökku chili nauta­kjöti. Þetta er rétt­ur með létt­djúp­steiktu nauta­kjöti sem er borið fram með sætri klístraðri hvít­laukssósu, hrís­grjón­um eða núðlum. Aðrar upp­skrift­ir sem hafa slegið í gegn eru pyls­urúllu­bitarn­ir og rækju­brauðið. Þér líður eins og þú sért að fá al­vöru upp­lif­un fyr­ir bragðlauk­ana þegar þú ert að njóta mat­ar­ins án þess að vera að borða óhollt. Les­end­ur mín­ir elska ör­ugg­lega holl­ari „take away“-upp­skrift­ir.“

Spar­ar tíma og pen­inga

Af hverju ætti fólk að nota loftsteik­ingarpott frek­ar en venju­leg­an bak­ara­ofn eða djúp­steik­ingarpott?

„Þetta er virki­lega til­komu­mikið tæki sem spar­ar þér tíma og pen­inga. Loftsteik­ingarpott­ur eða Air Fryer loftsteik­ir ekki aðeins, held­ur get­ur hann líka bakað, steikt, hitað upp og sum­ar teg­und­ir bjóða upp á pró­gram sem get­ur þurrkað mat. Þú get­ur líka kom­ist í burtu án þess að for­hita hann auk þess sem þú þarft ekki að bíða eft­ir að ofn­inn þinn hitni eft­ir lang­an vinnu­dag.“

Hverj­ir ættu að lesa og eign­ast þessa upp­skrifta­bók?

„All­ir sem vilja gera máltíðir sín­ar auðveld­ari og þeir sem vilja reyna að vera æv­in­týra­leg­ir með Air Fryer­inn sinn og prófa nýja hluti. Ég held að þið á Íslandi eigið eft­ir að elska að prófa þess­ar upp­skrift­ir. Ég er mjög spennt­ur fyr­ir út­gáf­unni hér á landi og hlakka til sjá ykk­ur öll búa til þess­ar frá­bæru upp­skrift­ir í ykk­ar loftsteik­ingarpotti eða eins og við segj­um á ensku Air Fryer.“

Fisk-tacos með sítr­ónu- og límónu­bragði

Ant­hony gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins upp­skrift að Fisk-tacos sem er að finna í mat­reiðslu­bók­inni hans og stein­ligg­ur í kvöld­verð þegar líður á seinni hluta vik­unn­ar.

„Ég er stór­hrif­inn af tacos og ef ég má velja fyll­ing­una nota ég alltaf þorsk. Mér finnst þessi rétt­ur ein­stakt ljúf­meti, sítr­ónu- og límónu­bragðið ger­ir hann svo frísk­leg­an. Þú get­ur leikið þér á ýms­an hátt með þessa upp­skrift, breytt aðal­hrá­efn­inu og notað ann­an fisk, kjöt eða kjúk­ling eða ein­göngu græn­meti. Mögu­leik­arn­ir eru ótæm­andi,“ seg­ir Ant­hony að lok­um.

Ómótstæðilega ljúffengt fisk-tacos sem leikur við bragðlaukana.
Ómót­stæðilega ljúf­fengt fisk-tacos sem leik­ur við bragðlauk­ana. Ljós­mynd/​Aðsend

Ástríða Anthony fyrir tryllitækinu birtist í matreiðslubókinni

Vista Prenta

Fisk-tacos

Fyr­ir 4 – ger­ir 8 tacos

Fisk­ur

  • 600 g þorsk­flök
  • 300 ml vatn
  • 1 egg
  • 180 g hveiti
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. sítr­ónupip­ar eða rif­inn sítr­ónu­börk­ur
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Sósa

  • 6 msk. létt­majónes
  • 3 msk. grísk jóg­úrt
  • 2 msk. srirachasósa
  • 1 tsk. papriku­duft
  • 1 tsk. hvít­lauks­duft

Að auki

  • tacoskelj­ar, mjúk­ar eða harðar
  • sal­at­blöð tóm­at­ar rauðlauk­ur kórí­and­erlauf
  • guaca­mole

Aðferð:

  1. Kryddið fisk­inn með salti og pip­ar eft­ir smekk.
  2. Hrærið sam­an vatni, eggj­um, hveiti, lyfti­dufti og sítr­ónupip­ar eða börk í skál.
  3. Veltið fisk­in­um upp úr blönd­unni og steikið hann svo í for­hituðum potti við 200°C í 14–16 mín­út­ur.
  4. Það er mik­il­vægt að pott­ur­inn sé vel heit­ur þegar fisk­ur­inn fer í hann.
  5. At­hugið eft­ir um 10 mín­út­ur hvort nokkuð sé að brenna, ég steiki hann oft­ast í 15 mín­út­ur.
  6. Á meðan skulu þið hræra allt sem fer í sós­una sam­an í skál og und­ir­búa meðlætið.
  7. Setjið fisk, græn­meti og guaca­mole í taco-skelj­arn­ar og dreypið sósu yfir.
  8. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert