Penicillin einstaklega ferskur viskíkokteill fyrir lengra komna

Penicillin er án efa einn vinsælasti „nýlegi“ kokteill veraldar og …
Penicillin er án efa einn vinsælasti „nýlegi“ kokteill veraldar og er í dag fáanlegur um allan heim. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Helgar­kokteill­inn, Pencill­in, er fyr­ir lengra komna og sér­stak­lega fyr­ir þá sem hafa dá­læti af viskíi.

Kokteill­inn var bú­inn til af barþjón­in­um Sam Ross rétt eft­ir alda­mót­in síðustu á kokteil­barn­um Milk & Ho­ney í New York. Milk & Ho­ney var stofnaður af Sasha Petra­ske heitn­um, sem er tal­inn einn áhrifa­mesti barþjónn seinni tíma. Penicill­in er án efa einn vin­sæl­asti „ný­legi“ kokteill ver­ald­ar og er í dag fá­an­leg­ur um all­an heim.

Engi­fer, sítr­óna og hun­ang eru í kokteiln­um

Penicill­in er ein­stak­lega fersk­ur viskí­kokteill. Engi­ferið, sítr­ón­an, hun­angið og tvö mis­mun­andi skosk viskí gefa Penicill­in flókið bragð en þó ná all­ar mis­mun­andi bragðteg­und­irn­ar að skína vel í gegn. Í hann eru notuð við tvö mis­mun­andi skosk viskí, annað þarf að vera mild, ljúf blanda eins og Johnnie Wal­ker Black Label en hitt reykt eyja­viskí. Þegar kem­ur að reykt­um skota er Talisker 10 ára full­komið í þenn­an drykk.

Upp­skrift­in kem­ur úr kokteila­bók­inni Heima­bar­inn eft­ir þá Andra Davíð Pét­urs­son og Ivan Svan Corwasce barþjóna en í bók­inni er að finna fjöl­marga girni­lega kokteila og drykki sem eiga sér sögu.

Penicillin einstaklega ferskur viskíkokteill fyrir lengra komna

Vista Prenta

Penicill­in

  • 50 ml skoskt viskí
  • 25 ml sítr­ónusafi
  • 25 ml hun­angs­s­íróp (80% hun­ang á móti 20% af heitu vatni, blandað sam­an)
  • 15 ml engi­fersafi
  • bar­skeið Talisker 10 ára
  • Klaki eft­ir þörf­um

Skraut

  • sítr­ónu­börk­ur eða engi­fer

Aðferð:

  1. Setjið öll hrá­efn­in nema skrautið í hrist­ara, fyllið hann al­veg upp í topp með klaka og hristið hressi­lega í 10–15 sek­únd­ur eða þar til hrist­ar­inn er orðinn vel kald­ur.
  2. Streinið þá drykkn­um í gegn­um sigti í viskíglas fyllt með fersk­um klaka og skreytið með ferskri engi­fersneið og/​eða sítr­ónu­berki.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert