Helgarkokteillinn, Pencillin, er fyrir lengra komna og sérstaklega fyrir þá sem hafa dálæti af viskíi.
Kokteillinn var búinn til af barþjóninum Sam Ross rétt eftir aldamótin síðustu á kokteilbarnum Milk & Honey í New York. Milk & Honey var stofnaður af Sasha Petraske heitnum, sem er talinn einn áhrifamesti barþjónn seinni tíma. Penicillin er án efa einn vinsælasti „nýlegi“ kokteill veraldar og er í dag fáanlegur um allan heim.
Engifer, sítróna og hunang eru í kokteilnum
Penicillin er einstaklega ferskur viskíkokteill. Engiferið, sítrónan, hunangið og tvö mismunandi skosk viskí gefa Penicillin flókið bragð en þó ná allar mismunandi bragðtegundirnar að skína vel í gegn. Í hann eru notuð við tvö mismunandi skosk viskí, annað þarf að vera mild, ljúf blanda eins og Johnnie Walker Black Label en hitt reykt eyjaviskí. Þegar kemur að reyktum skota er Talisker 10 ára fullkomið í þennan drykk.
Uppskriftin kemur úr kokteilabókinni Heimabarinn eftir þá Andra Davíð Pétursson og Ivan Svan Corwasce barþjóna en í bókinni er að finna fjölmarga girnilega kokteila og drykki sem eiga sér sögu.
Penicillin
Skraut
Aðferð: