Sjáðu Helgu Möggu gera súkkulaðibúðing

Helga Magga heilsumarkþjálfi og áhrifavaldur gerði næringarríkan og bragðgóðan súkkulaðibúðing …
Helga Magga heilsumarkþjálfi og áhrifavaldur gerði næringarríkan og bragðgóðan súkkulaðibúðing fyrir fylgjendur sína. Samsett mynd

Helga Magga, áhrifavaldur með meiru, er ótrúlega sniðug að finna upp á réttum sem lauflétt er að útbúa og eru syndsamlega góðir. Á dögunum galdraði hún fram þennan súkkulaðibúðing sem gerður er úr kotasælu. Tær snilld hjá Helgu Möggu. Það geta allir leikið þessa list eftir og gert næringaríkan eftirrétt.

Súkkulaðibúðingur

Fyrir 4

  • 400 g kotasæla
  • 4 msk. kakó
  • 1 msk. chiafræ
  • 3 msk. hunang
  • smá vanilludropar

Til skrauts:

  • Hindber
  • flórsykur

Aðferð:

  1. Takið til fjögur glös á fæti.
  2. Setjið allt hráefnið saman í blandara eða matvinnsluvél og blandið vel saman.
  3. Skiptið blöndunni jafnt í glösin fjögur.
  4. Setjið í kæli í um það bil 30 mínútur.
  5. Skreytið með hindberjum og flórsykri ef vill.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert