Einn fremsti kokkur landsins

Verðlaunakokkurinn Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, þjálfari íslenska kokkalandsliðsins og yfirmatreiðslumaður, …
Verðlaunakokkurinn Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, þjálfari íslenska kokkalandsliðsins og yfirmatreiðslumaður, hefur mikið dálæti á því að elda sjávarfang. mbl.is/Karítas

Snæ­dís Xyza Mae Jóns­dótt­ir, þjálf­ari ís­lenska kokka­landsliðsins og yf­ir­mat­reiðslumaður á Frök­en Reykja­vik Kitchen & Bar, hef­ur mikið dá­læti af því að elda sjáv­ar­fang. Hún hef­ur líka gam­an af því að mat­reiða góða rétti úr sjald­séðum fiski og leika sér með meðlætið.

Snæ­dís er einn af fremstu kokk­um lands­ins og er marg­verðlaunuð. Hún hef­ur sannað sig sem einn fremsti mat­reiðslu­meist­ari lands­ins en hún hef­ur að auki mikla keppn­is­reynslu. Svo fátt sé nefnt þá var hún aðstoðarmaður kokka­landsliðsins 2015 og tók þátt ásamt liðinu á Ólymp­íu­leik­um 2016. Hún var fyr­irliði liðsins þegar það náði sín­um besta ár­angri, 3. sæti á Ólymp­íu­leik­un­um 2020, og var það í fyrsta skipti sem ís­lenska kokka­landsliðið komst á verðlaunap­all. Hún tók við þjálf­un landsliðsins í apríl 2023 og leiddi liðið á pall og náði 3. sæti auk þess að hljóta tvenn gull­verðlaun og sig­ur fyr­ir „heita seðil­inn“. Þetta er ein­ung­is brot af því sem hún hef­ur af­rekað á ferli sín­um.

Það eru því ófá skipti sem hún hef­ur mat­reitt sjáv­ar­fang hvort sem það er í keppni, í vinn­unni eða heima fyr­ir sig og sína.

Fisk­ur er hágæða hrá­efni

„Upp­á­halds­hrá­efnið mitt er sjáv­ar­fang og ég elda mjög mikið af fiski heima hjá mér. Fyr­ir mér er fisk­ur hágæða hrá­efni sem við Íslend­ing­ar ætt­um að borða meira af. Til að mynda er mikið joð í ýsu og hreint prótein sem er nauðsyn­legt fyr­ir okk­ur að fá,“ seg­ir Snæ­dís.

Aðspurð seg­ir Snæ­dís fersku tinda­bikkj­una vera sína upp­á­halds­fisk­teg­und og bleikj­una klikka seint. Þegar kem­ur að meðlæt­inu er tvennt sem stend­ur upp úr hjá Snæ­dísi. „Ég myndi segja ný­upp­tekið smælki, litl­ar kart­öfl­ur og ís­lenskt bok choy. Þetta pass­ar ávallt með fiski og ger­ir máltíðina enn betri.“

Tindabikkjan er borinn fram með sósunni og skreytt með ferskum …
Tinda­bikkj­an er bor­inn fram með sós­unni og skreytt með fersk­um sprett­um. mbl.is/​Karítas

„Pönnu­steikt tinda­bikkja með kryd­d­jurt­um, kremaðri tinda­bikkjusósu, kart­öflu­smælki og skessu­jurta-majó er minn upp­á­halds­fisk­rétt­ur og mig lang­ar að gefa les­end­um Morg­un­blaðsins upp­skrift­ina að hon­um. Eym­ar Ein­ars­son sjó­maður á Akra­nesi veiðir ávallt þessa tinda­bikkju handa mér enda al­gjör fagmaður á sínu sviði,“ seg­ir Snæ­dís með bros á vör.

Uppáhaldsfiskurinn hennar Snædísar er tindabikkja sem hún matreiðir með kryddjurtum, …
Upp­á­halds­fisk­ur­inn henn­ar Snæ­dís­ar er tinda­bikkja sem hún mat­reiðir með kryd­d­jurt­um, kremaðri tinda­bikkjusósu, smælki og skessu­jur­takremi. mbl.is/​Karítas

Fyr­ir þá sem ekki vita þá er tinda­bikkja, eða tinda­skata, gadda­skata, al­geng­asta skötu­teg­und­in við Ísland. Heitið sjálft má finna frá 17. öld og vís­ar fyrri liður­inn til odd­anna sem skat­an hef­ur á roðinu. Sam­svör­un má ein­ung­is finna í fær­eysku. Hún get­ur orðið allt að 90 cm að lengd.

Girnilegt smælki hjá Snædísi.
Girni­legt smælki hjá Snæ­dísi. mbl.is/​Karítas

Einn fremsti kokkur landsins

Vista Prenta

Pönnu­steikt tinda­bikkja með kryd­d­jurt­um, kremaðri tinda­bikkjusósu, kart­öflu­smælki og skessu­jurta-majó

Fyr­ir fjóra

Tinda­bikkjusósa

  • 100 ml gott fiskisoð
  • 250 g rjómi
  • 25 g smjör
  • 25 g sýrður rjómi
  • 50 g hvít­vín
  • salt eft­ir smekk
  • sítr­ónusafi eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið allt í pott og sjóðið niður. Smakkað til með salti og sítr­ónu.

Smælki

  • 500 g smælki
  • 2 l vatn
  • 200 g salt
  • 10 grein­ar timj­an
  • 10 grein­ar rós­marín
  • 1 búnt dill
  • börk­ur af 2 sítr­ón­um

Aðferð:

  1. Setjið allt sam­an í pott og sjóðið í um það bil 30 mín­út­ur. Sigtið síðan kryd­d­jurtirn­ar frá og skerið kart­öfl­urn­ar í helm­inga.

Skessu­jur­takrem

  • 1 búnt skessu­jurt
  • 200 g olía
  • 2 stk. egg
  • 1 msk. dijon-sinn­ep
  • 2 msk. sýrður rjómi
  • salt eft­ir smekk
  • sítr­ónusafi eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða egg­in í 4 mín­út­ur og kælið.
  2. Takið eggja­skurn­ina af og setjið egg­in, dijon-sinn­ep og sýrða rjómann sam­an í mat­vinnslu­vél. Hellið olíu hægt og ró­lega sam­an við blönd­una.
  3. Smakkið síðan til með salti og sítr­ónusafa.

Fisk­ur­inn

  • tinda­bikkja
  • olía eft­ir smekk
  • salt eft­ir smekk
  • sítr­ónusafi eft­ir smekk
  • 1 hvít­lauks­geiri
  • 2 grein­ar timj­an
  • 100 g smjör

Aðferð:

  1. Verkið tinda­bikkj­una og hitið pönnu.
  2. Steikið hana síðan á pönn­unni.
  3. Setjið síðan hvít­lauk, timj­an og smjör út á þegar búið er að steikja fisk­inn á ann­arri hliðinni.
  4. Dressið rétt­inn með sítr­ónusafa þegar fisk­ur­inn er klár.
  5. Berið fal­lega fram með meðlæt­inu og njótið.
Snædís leggur mikið upp úr því að bera fiskinn fallega …
Snæ­dís legg­ur mikið upp úr því að bera fisk­inn fal­lega fram og skreyt­ir gjarn­an fisk­rétti og smælki með kryd­d­jurt­um og sprett­um. mbl.is/​Karítas
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka