Ræður eingöngu ömmur í eldhúsið

Í New York-fylki er veitingahús sem býður upp á ósvikinn …
Í New York-fylki er veitingahús sem býður upp á ósvikinn ömmumat og heitir staðurinn Enoteca Maria. Samsett mynd

Í New York-ríki í Banda­ríkj­un­um er veit­inga­hús sem býður upp á ósvik­inn ömm­umat. Slík­ir veit­ingastaðir eru sjálfsagt ekki auðfundn­ir en hann er raun­veru­lega til og heit­ir Enoteca Maria.

Þessi til­tekni veit­ingastaður ræður ein­ung­is ömm­ur frá öll­um heims­horn­um til að vinna sem kokk­ar á veit­ingastaðnum. Ömm­urn­ar eru kallaðar Nonna sem út­leggst sem amma á ít­ölsku.

Ömmur frá hinum og þess­um menn­ing­ar­heim­um

Jody Scara­vella, eig­andi og stofn­andi veit­ingastaðar­ins, gekk með þá hug­mynd í mag­an­um að deila ít­alskri mat­ar­hefð ömmu sinn­ar sem hann ólst upp við. Upp­haf­lega réð hann til sín nokkr­ar ít­alsk­ar ömm­ur sem kokka og hug­mynd­in var að þær myndu bjóða upp á eig­in mat­seðla til skipt­is og deila með mat­ar­gest­um elda­mennsku og mat­arkúltúr og arf­leið þeirra.

Hins veg­ar ákvað Jody Scara­vella að út­víkka hug­mynd sína og sækj­ast eft­ir fleiri ömm­um frá hinum og þess­um menn­ing­ar­heim­um og biðja þær að út­deila arf­leifð og þjóðmenn­ingu þeirra í elda­mennsku.

Lógó-staðarins er komið á boli, svuntur og síðan eru ömmurnar …
Lógó-staðar­ins er komið á boli, svunt­ur og síðan eru ömm­urn­ar bún­ar að þróa og gera sína eig­in pastasósu. Ljós­mynd/​Aðsend

Ein­læg­ir, þjóðleg­ir og ósvikn­ir rétt­ir

Veit­ingastaður­inn Enoteca Maria býður upp á mat­seðil sem spann­ar svæðis­bundna ít­alska mat­ar­gerð frá hinum og þess­um héruðum á Ítal­íu. Auk þess er aukamat­seðill með rétt­um frá ömm­um eða Nonn­as sem koma alls staðar að úr heim­in­um og bjóða veit­inga­húsa­gest­un­um að snæða ein­læga, þjóðlega og ósvikna rétti frá þeirra menn­ing­ar­sam­fé­lög­um. Veit­ingastaður­inn er því með tvö eld­hús, annað þeirra er alltaf mannað af ít­alskri ömmu en sam­tím­is er hitt eld­húsið mannað af ömmu frá ein­hverju öðru landi sem mat­reiðir rétti úr sínu heimalandi.

Ýmiss konar þjóðlega rétti má finna á matseðlinum sem getur …
Ýmiss kon­ar þjóðlega rétti má finna á mat­seðlin­um sem get­ur verið marg­breyti­leg­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Enoteca Maria veit­ingastaður­inn er staðsett­ur á Staten Is­land í New York-ríki. Upp­lagt er að taka Staten Is­land-ferj­una og horfa á út­sýnið frá ferj­unni og upp­lifa fal­legt út­sýni yfir sjón­deild­ar­hring­inn, skýjaglúfra Man­hatt­an sem og Frels­is­stytt­una.

Sjá má In­sta­gram-síðu staðar­ins hér.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert